Sunday, July 13, 2008

13. júlí














Ekkert var æft í dag, enda sunnudagur. Ekki var heldur spilað golf í dag, enda rigning. Ætlaði að spila í annað sinn í sumar. Var að vonast til að geta spilað golf með nokkrum skákmönnum á miðvikudögum. Fékk boð um það í vor, en það fór fram hjá mér. Í dag er vont veður og spurning hvort maður noti ekki tímann og skelli sér í geymsluna í tiltekt. Eða skella sér í veiði með bóndanum á Orrastöðum.

Bóndinn á Orrastöðum í Þingvallasveit heitir Sveinn Ingi og var í þá gömlu góðu daga góður lyftingamaður og mikill bekkpressari. Sagan segir að hann hafi tekið 202.5 kg á kjetinu. En á hann keppti ekki á móti fyrr, en löngu seinna og þá í hálfgerðu gríni. Bóndinn á Orrastöðum veiðir nú sjóbirting í frítíma sínum og safnar frímerkjum. Hann er einnig núverandi al-heimsmaster í Víkingaskák. En fljótlega verður hann tekinn í bekkpressunni blessaður!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home