Sunday, August 24, 2008

21. ágúst

Bekkpressa 120 kg 3x3
þröngur bekkur 100 3x5
hnakkapressa 60 kg 6 reps

aukaæfingar....

Núna er rúmlega vika í Íslandsmótið í réttstöðu. Ekki er maður bjartsýnn á gullið í ár, þótt ég sé ennþá skráður einn í 110 kg flokkinn. Líklegast verður maður að mæta sjálfum Miðnæturdeddaranum. Miðnæturdeddarinn tók sig til og reif upp 320 kg, sem er yfir sjálfu heimsmeti WPF í kraftlyftingum. Sennilega opnar karlinn á heimsmeti. Sagt var að Grjóni fengi oft þriðju hendi að láni frá foringjanum, þs foringinn hjálpaði til við lyftuna. Ekkert bendir þó til þess það sé stundað að þessu sinni og líkleg mun Íslandsmet Metal í 100 kg flokki falla og heimsmetið í kjölfarið.

Ekki á ég heldur mikla möguleika í Sverri Sigurðs eða Bjarka Hrika, sem taka líka vel yfir þjúhundruð kíló ef ég þekki þá rétt. En í sárabætur mun ég hins vegar reyna við öldungamet Metals í 100 kg flokki eða 110 kg flokki. Metið í 100 kg flokki er 270 kg og á ég það sjálfur. Öldungametið i 100 kg flokki ætla ég mér líka að eiga sjálfur. Ég fæ því sennilega bara silfurpening eins og handboltamennirnir okkar. Svo er auðvitað stefnan að vinna þessa karla á HM í Vín í nóvember.

Já, þið lásuð rétt. Karlinn á sér draum um að keppa á Heimsmeistaramóti. Kannski bara draumur, en maður veit aldrei hvað gerist.....

1 Comments:

Blogger Sir Magister said...

þú stendur þig örugglega vel á laugardaginn Master hvaða litur sem verður á verðlaunum þínum..mér sýnist þetta vera 330 á stönginni hjá Hrikanum þarna..andinn í Foringjanum leynir sér ekki. (Hrikinn var fyrir Motormax mótið búinn að segja mér að hann hefði tekið þessa þyngd..sást þú það sem sagt'?)

kv. Magister

12:44 AM  

Post a Comment

<< Home