Saturday, August 27, 2011

WC

Fór á nokkra æfingar í vikunni eftir mótið. Byrjaði á bekkpressuæfingu á miðvikudaginn tók svo hófa og létt dedd í WC á fimmtudaginn þar sem ég tók 100 kg í powerbeygjum fimm reps, fór svo í dedd af palli með frontgripi 120 kg 3x5. Tók svo vel af aukaæfingum. Mætti svo í bekk aftur á föstudegi til að hitta félagana. Tók léttan bekk og handleggi.

RAW-Poverbeygjur: 20, 40, 60, 80, 100 kg x 5
Deadlift af búkka (frontgrip): 60, 80, 100, 120 kg x 5 x 3

tekið val af aukaæfingunum, róður, upphífingar, fótréttur og hamstingurinn.

Stefnan er nú sett á að þyngja sig aftur. Verða þyngri og sterkari enn nokkru sinni fyrr. Næsta mót verður að öllum líkindum í Florida, þar sem planið er:

Squat: 280 kg
Bekkur: 227.5 kg (500 pund og komast yfir Fjölla :)
Deadlift: 310 kg

Heimsmet!

Tók þátt í Guttormsmótinu með það að markmiða að reyna að verða Íslandsmeistari í 100 kg flokki, einnig að setja M2 heimsmet í réttstöðu hjá WPF sambandinu. Metið í 100 kg flokki er mun lakara en í þyngri flokkunum (munar 25 kg, þs er 305 kg í 110 kg flokknum). Því var það spennandi dæmi að prófa svona einu sinni. Markmiðið var að reyna að tvíbæta meitið, þs taka 290 kg og jafnframt að taka Íslandsmetið í 100 kg flokki single hjá Metal, en það fattaði ég ekki alveg strax. Megnrunin gekk alveg þokkalega, en vantaði pínu sjálfsaga á köflum. Því var þetta anzi erfitt og hafðist að lokum. Náði að bæta heimsmetið um 0.5 kg og tók 280.5 kg í annari tilraun. Þriðja tilraun við 290.5 kg (heimsmet 45-49 ára og Íslandsmet) fór hins vegar ekki upp. Var þokkalega sáttur við að setja loks heimsmet hjá WPF sambandinu, en ég hafði áður sett nokkur með hjá GPC í RAW deildinni. Þau met eru hins vegar nýlega byrjuð að skrá.

Hér má sjá dagbókina sem ég setti á Kraftaheima:
Þetta var frábært mót og ég ætla bara að muna eftir því jákvæða sem gerðist á mótinu. Sjálfur var ég nokkrum vikum fyrr búinn að ákveða að létta mig um 8-9 kíló til að klára Masters-metið i 100 kg flokki, en ég hafði áður reynt við metið í 110 kg flokki sem er auðvitað miklu vel metnara, en það er 305 kg. Sir-Magister hélt að ég væri að grínast þegar ég tilkynnti honum mín plön. Ég var mjög nálægt dauðamörkum á viktunardaginn og var meira að segja hættur að geta hrækt blóði. Var 700 grömmum yfir um kl 13.00, þs í fyrri viktun. Hafði þá ekki drukkið vatnssopa frá því kl 12.00 deginum áður eða borðað neitt. Ég var því að þrauka til kl 18.00 þegar seinni viktun hófst, en ég var þá enn 200 gr. yfir. Fór svo heim í heitt bað í 30 mínútur og rétt náði viktun 100 kg slétt kl 19.00. Eins og gefur að skilja þá átti ég varla séns í að tvíbæta metið og taka Íslandsmetið í leiðinni. En ég er samt sáttur. Hafliði ungi maðurinn sem var annnar er mjög efnilegur deddari og átti frábæra lyftu, 265 kg með frontgripi. Það hefði ekki mátt muna millimetra að ég hefði tapað fyrir honum. Svo var líka bráðfyndið að taka við sjálfum léttmolabikarnum, þs fyrir besta afrekið í 100 kg flokki og undir. Svo kom í ljós að ég hafði tapað með hálfu stigi, gegn hinum síunga 72 kg mola, Catzilla og var því að skila bikarnum í hans hendur. Sp hvort til sé mynd úr verðlaunaafhendingunni af Gunz með léttmolabikarinn

Úrslit mótsins má nálgast á kraftaheimur hér:
Vodvafikn.net hér:

Videó:

Gunz tekur 280.5 kg M2 World record hér:
Kári Catzilla reynir við heimsmet hér:
Síðasta deddlift 10 dögum fyrir Guttorm hér:

Nokkur gömul deddvideo:

Friday, August 26, 2011

Sîðasta æfingin

Síðasta deddæfingin var tekin 10 dögum fyrir mót á miðvikudegi. Tók þá 250 kg x 1, en upphaflega ætlaði maður sér að taka 270 kg. Ekki fannst mér nú mikill andi í lyftunni. Hún var frekar þreytt, en það boðaði bara gott. Það er reynsla mín að siðast deddæfing fyrir mót er alltaf hálfmishepppnuð. Sérstaklega þegar vel gengur á sjálfu mótinu.

Bekkpressa: Síðari hluta vikunnar og vikuna fyrir mót var ég bara nokkuð léttur. Tók ágætan bekk föstudaginn í sömu viku, en þá voru 8. dagar í mót. Náði að repsa 140 kg létt og tók svo nokkra aukaæfingar. Mánudeginum viku fyrir mót, var svo rétt gripið í stöng, laufléttar hnébeygjur og dedd upp í 100 kg. A miðvikudegi var svo tekin meðalþungur bekkur.

Á mótinu var planið að komast niður í 100 kg flokk, en vikuna áður var maður að viktast þetta 106-108 kg. Var á sérstöku vökvavísindaprógrammi hjá dr. Fjölla. Gat ekki alveg farið eftir prógramminu. Svindlaði stunudum og fékk mér pizzur og óþarfa kolvetni, en salgæti og brauð lét ég samt eiga sig.

Prógrammið hér;

Miðað við vigtun á föstudegi um hádegi:

Föstudagur viku fyrir:
Byrjar að minnka kolvetna inntöku og innbyrðir algjört lágmark af því fram að vigtun. Helst bara grænt grænmeti.

Laugardagur:
Byrjar daginn á því að taka eitt skotglas af sítrónusafa. Drekkur 4lítra af vatni. Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn..
Sunnudagur:
Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar, drekkur 6-8lítra af vatni, borðar svipað mikið og á laugardeginum.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.

Mánudagur:
Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur 8lítra af vatni.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.

Þriðjudagur:
Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur 8-10lítra af vatni. Minnkar saltneyslu.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.
Miðvikudagur:
Stórt skotglas af sítrónusafa (1Ounce) um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur 10lítra af vatni. Forðast allt salt.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.
Fimmtudagur:
20ml af Sorbitól um morguninn. Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur til að svala þorsta fram að hádegi. Hættir alveg eftir það. Notar ísmola í munninn ef þú verður þurr og spýtir þeim út úr þér. Vigtar þig á klukkutímafresti og metur hve mikinn mat þú mátt innbyrða miðað við það. Best að borða bara þunna brauðsneið með mjög þykku lagi af saltlausu hnetusmjöri. Má líka vera saltlaust súkkulaði. Eðlilegt að vera 4kg yfir um hádegi og 2kg yfir kl.18. Tekur 500mg af C-vítamíni á tveggja tíma fresti til kl.22. Ef þú ert meira en 2kg yfir kl.18 ferðu í gufu. Fyrir svefninn skerðu niður og borðar eina heila sítrónu skorna í báta, bara eins og þú værir að borða appelsínu.
Föstudagur:
Manst að nota klósettið um morguninn. Vigtar þig, ferð í gufu ef þú þarft, borðar eitthvað smáræði en ekki mikið um morguninn. Eftir hádegi: vigtun!

Passaðu þig líka að vera búinn að drekka allt vatnið 2 tímum fyrir svefn svo þú sért ekki alltaf að vakna. Þú getur líka prófað epsom salt bað í stað sánu, það virkar fínt og hleður þig líka upp af magnesíum.

Þér verður sennilega óglatt, og þér á eftir að líða illa, en það verður allt í lagi með skrokkinn fyrir því. Ef þú meikar vatnið illa geturðu sett smá piparmyntudropa í það til að geta betur drukkið það.

Eftir vigtun drekkurðu gatorade 50% blandað með vatni og reynir að klára 4 lítra á fyrsta klukkutímanum. Treður svo stanslaust í þig og reynir að miða við að drekka hálfan lítra á klukkustund minnst það sem eftir er dagsins. Þá ættirðu að vera kominn upp í þyngd aftur morguninn eftir. Passa líka að drekka um nóttina ef þú vaknar, og að vakna kl.8 og kl.10 til að drekka aðeins og borða um mótsmorguninn ef þú ætlar að sofa fram eftir.

Tuesday, August 02, 2011

Dedd&bekkur

Bekkur

Er aðeins að skríða saman í bekknum. Tek c.a 100 kg x 8, þrjú sett á léttari deginum og á síðasta þunga degi tók ég 130 kg x 3. Mánudaginn 2. águst var svo tekið 100 kg repsuð og næsta þunga æfing verður á föstudaginn 5. águst, en þá verður tekið 140 kg nokkur reps. Bekkurinn er að koma til, en einnig hef ég bætt inn gömlum æfingum eins og dips, hnakkapressu og skákbekk. Er fljótlega að fara yfir 100 kg í skákbekk og hnakkapressan er meira að segja að detta inn líka. Fer svo að troðast í slopp í september, enda er markmiðið að taka 230 kg í Florida :)

Dedd

Tók þunga deddæfingu mándudaginn 1. ágúst, en þá voru 10 dagar frá síðust þung æfingu:

Hnébeygjur: 20, 40, 60, 80, 100, 120, 130 kg x 4
Deddlift: 120, 160, 190, 220, 240x1, 260 kg x 3
Dedd af búkka: 140x 6, 180x4x3

Svo voru teknar aukaæfingar: Good morning, hippi, hamurinn osf..

Fín æfing og hrikalegar tölur fara að detta inn í vetur. Byrja svo á powerhnébeygjum eftir Guttormsmótið (sp hvort ég keppi þar), en stetnt er á góðar bætingar í hnébeygjum. beygjur eru eina æfingin sem ég hef ekki synt sem skildi og þar er maður vonandi óskrifað blað...

Gunz tekur 260 kg x 3 hér: