Friday, August 26, 2011

Sîðasta æfingin

Síðasta deddæfingin var tekin 10 dögum fyrir mót á miðvikudegi. Tók þá 250 kg x 1, en upphaflega ætlaði maður sér að taka 270 kg. Ekki fannst mér nú mikill andi í lyftunni. Hún var frekar þreytt, en það boðaði bara gott. Það er reynsla mín að siðast deddæfing fyrir mót er alltaf hálfmishepppnuð. Sérstaklega þegar vel gengur á sjálfu mótinu.

Bekkpressa: Síðari hluta vikunnar og vikuna fyrir mót var ég bara nokkuð léttur. Tók ágætan bekk föstudaginn í sömu viku, en þá voru 8. dagar í mót. Náði að repsa 140 kg létt og tók svo nokkra aukaæfingar. Mánudeginum viku fyrir mót, var svo rétt gripið í stöng, laufléttar hnébeygjur og dedd upp í 100 kg. A miðvikudegi var svo tekin meðalþungur bekkur.

Á mótinu var planið að komast niður í 100 kg flokk, en vikuna áður var maður að viktast þetta 106-108 kg. Var á sérstöku vökvavísindaprógrammi hjá dr. Fjölla. Gat ekki alveg farið eftir prógramminu. Svindlaði stunudum og fékk mér pizzur og óþarfa kolvetni, en salgæti og brauð lét ég samt eiga sig.

Prógrammið hér;

Miðað við vigtun á föstudegi um hádegi:

Föstudagur viku fyrir:
Byrjar að minnka kolvetna inntöku og innbyrðir algjört lágmark af því fram að vigtun. Helst bara grænt grænmeti.

Laugardagur:
Byrjar daginn á því að taka eitt skotglas af sítrónusafa. Drekkur 4lítra af vatni. Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn..
Sunnudagur:
Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar, drekkur 6-8lítra af vatni, borðar svipað mikið og á laugardeginum.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.

Mánudagur:
Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur 8lítra af vatni.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.

Þriðjudagur:
Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur 8-10lítra af vatni. Minnkar saltneyslu.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.
Miðvikudagur:
Stórt skotglas af sítrónusafa (1Ounce) um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur 10lítra af vatni. Forðast allt salt.
Innbyrðir 1g af C-vítamíni + 500mg af C vítamíni fyrir hvern lítra sem þú drekkur. Reynir að dreifa C-vítamíninu yfir daginn.
Fimmtudagur:
20ml af Sorbitól um morguninn. Skotglas af sítrónusafa um leið og þú vaknar og annað í hádeginu, drekkur til að svala þorsta fram að hádegi. Hættir alveg eftir það. Notar ísmola í munninn ef þú verður þurr og spýtir þeim út úr þér. Vigtar þig á klukkutímafresti og metur hve mikinn mat þú mátt innbyrða miðað við það. Best að borða bara þunna brauðsneið með mjög þykku lagi af saltlausu hnetusmjöri. Má líka vera saltlaust súkkulaði. Eðlilegt að vera 4kg yfir um hádegi og 2kg yfir kl.18. Tekur 500mg af C-vítamíni á tveggja tíma fresti til kl.22. Ef þú ert meira en 2kg yfir kl.18 ferðu í gufu. Fyrir svefninn skerðu niður og borðar eina heila sítrónu skorna í báta, bara eins og þú værir að borða appelsínu.
Föstudagur:
Manst að nota klósettið um morguninn. Vigtar þig, ferð í gufu ef þú þarft, borðar eitthvað smáræði en ekki mikið um morguninn. Eftir hádegi: vigtun!

Passaðu þig líka að vera búinn að drekka allt vatnið 2 tímum fyrir svefn svo þú sért ekki alltaf að vakna. Þú getur líka prófað epsom salt bað í stað sánu, það virkar fínt og hleður þig líka upp af magnesíum.

Þér verður sennilega óglatt, og þér á eftir að líða illa, en það verður allt í lagi með skrokkinn fyrir því. Ef þú meikar vatnið illa geturðu sett smá piparmyntudropa í það til að geta betur drukkið það.

Eftir vigtun drekkurðu gatorade 50% blandað með vatni og reynir að klára 4 lítra á fyrsta klukkutímanum. Treður svo stanslaust í þig og reynir að miða við að drekka hálfan lítra á klukkustund minnst það sem eftir er dagsins. Þá ættirðu að vera kominn upp í þyngd aftur morguninn eftir. Passa líka að drekka um nóttina ef þú vaknar, og að vakna kl.8 og kl.10 til að drekka aðeins og borða um mótsmorguninn ef þú ætlar að sofa fram eftir.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home