Thursday, June 16, 2011

Em í Eger 2011

Lagði af stað til Ungverjalands á sunnudagskvöldi. Missti af rútunni kl. 22.30. Fékk rangar upplýsingar og því bað ég móður mína að skutla mér út á flugvöll. Kom þangað í tæpa tíð. Vélin fór í loftið kl 1.00 eftir miðnætti og var lent í Copenhagen kl 4.00 um nóttina á íslenskum tíma, eða 6.00 á dönskum tíma. Beið svo 3. tíma eftir vélinni minni til Prag, en hún fór kl. 9.00. Var svo mættur í Prag rúmlega kl tíma seinna, þar sem ég beið í um tvo tíma og fór svo í pínulitílli rellu til Budapest, en ferðin tók um klukku tíma. Var svo lentur í Budapest kl. 13.30, en ég þurfti ekki að bíða lengi þar til Robbi Sam mætti að taka á móti mér. Hann var á góðum sendibíl, sem hann geymdi mótuhjólið í að aftan, en hann hafði ferðast rúmlega fjögra tíma leið frá Slovakíu. Við rendum aðeins til Budapest og keyrðum í gegnum borgina áður en við fórum til Eger. Lítið var um að vera í borginni, enda Annar í Hvítasunnu. Við héldum svo til Eger og vorum mættir þangað kl. 17.00. Sáum meira að segja síðustu keppnisgrein dagsins í powerkeppni í léttari flokkum, en fékk svo að vikta mig eftir að verðlaunaafhendingu var lokið. Vigtaðist 108,6 kíló.

Við fórum svo upp á herbegi og klæddum okkur í betri fötin, en boðum svo góða máltíð á hótelinu sem kostaði 27 evrur fyrir tvo, með coladrykkjum. Þetta fannst Róba anzi dýrt, en sættist á að fá sér ærlega að éta í boði Gunz. Svo var aðeins kíkt á rólegt næturlíf í Eger drukknir nokkrir bjórar og svo fór maður upp á hótel og steinsofnaði, enda sofið lítið síðasta sólahring.

Vaknaði kl 7.00 og dreif mig í morgunmat og svo í smá hvíld. Mótið byrjaði svo 9. 30 með hnébeygju. Einhver miskilningur var þannig að ég byrjaði að hita upp með 100 kg flokkum, en ég átti að vera í öðru holli. Það breytti litlu og ég byrjaði bara að hita upp aftur. Upphitun gekk vel og Róbó var ágætur í að vefja, enda hafði hann verið aðstoðarmaður í gamla daga og keppt sjálfur.

Byrjaði öruggt með 200 kg, fór svo í 227.5 kg sem fór upp, var næstum dottin aftur fyrir mig, en meldaði svo 245 kg í síðustu umferð. Hûn fór svo upp eftir smá vesen. Þetta var jafnt mínu besta í búning, og 10 kíló bæting raw. Það skal taka fram að allar beygjurnar voru heimsmet í raw, 110 kg flokki í M2, en gamla metið var c.a 190 kg! Fór svo í bekkpressuna, 142,5 kg, 152,5 kg, en klikkaði því miður á 157.5 kg sem var jafnt mínu besta í raw. Báðar lyfturnar voru heimsmet. Deddið olli pínu vonbrigðum, tók 255 kg, 277.5 kg, en klikkaði svo á 292.5 kg. Var að vonast eftir að það færi upp. Það var komin deddþreyta í karlinn, enda stutt frá síðasta móti. 277.5 kg lyftan var einnig heimsmet.

Þessar lyftur minar verða að öllum líkindum fyrstu Íslandsmet Power Global Iceland í 110 kg flokki raw. Ekki er ljóst hvernig metin verða skráð, eða hvort við munum skrá öldungarmet, en sennilegast er að það verði sér metaskráningar fyrir raw og útbúnað.

Var nokkuð sáttur að hafa komist í gegnum mótið frekar öruggt. Tók ekki mikla áhættu, eins og úti í Bath og var mun skynsamari. Hefði viljað sjá betri bekk og dedd, en það var vissulega gaman að verða fyrstur Íslendinga að keppa á GPC evrópumóti. Fannst það bara skylda mín að vera með og miðla svo til félaga minna á Îslandi. Vona að við verðum fleirri á næstu GPC stórmótum. Náði ekki að hitta marga toppa hjá sambandinu, en þeir voru mjög vingjarnlegir og mótið var frábært. Gat því miður bara stoppað tvo daga, en sé ekki eftir að hafa skellt mér á þetta stórmót

Videó:

Gunnar bekkpressa hér:
Gunnar bekkpressa hér:
bEKKPRESSA MÍN GRÚBBA hér:
Raw dedd 255 kg hér:
1 umferð konur, sloppabekkur hér:
Unglingur 312,5 kg raw dedd hér:
292.5 kg dedd hér:
Gamli meistarinn deddar hér:
Gunz M2 Raw heimsmet í 110 kg flokki hér:

Fleirri myndbönd og myndir væntanleg.....

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Fínn pistill hjá þér Master og fínn árangur!...Gamli meistarinn er furðu máttlaus miðað við molalegt útlit..Meira að segja kötturinn hefði ruslað honum upp!

kv. Catzilla

6:50 AM  

Post a Comment

<< Home