Tuesday, August 02, 2011

Dedd&bekkur

Bekkur

Er aðeins að skríða saman í bekknum. Tek c.a 100 kg x 8, þrjú sett á léttari deginum og á síðasta þunga degi tók ég 130 kg x 3. Mánudaginn 2. águst var svo tekið 100 kg repsuð og næsta þunga æfing verður á föstudaginn 5. águst, en þá verður tekið 140 kg nokkur reps. Bekkurinn er að koma til, en einnig hef ég bætt inn gömlum æfingum eins og dips, hnakkapressu og skákbekk. Er fljótlega að fara yfir 100 kg í skákbekk og hnakkapressan er meira að segja að detta inn líka. Fer svo að troðast í slopp í september, enda er markmiðið að taka 230 kg í Florida :)

Dedd

Tók þunga deddæfingu mándudaginn 1. ágúst, en þá voru 10 dagar frá síðust þung æfingu:

Hnébeygjur: 20, 40, 60, 80, 100, 120, 130 kg x 4
Deddlift: 120, 160, 190, 220, 240x1, 260 kg x 3
Dedd af búkka: 140x 6, 180x4x3

Svo voru teknar aukaæfingar: Good morning, hippi, hamurinn osf..

Fín æfing og hrikalegar tölur fara að detta inn í vetur. Byrja svo á powerhnébeygjum eftir Guttormsmótið (sp hvort ég keppi þar), en stetnt er á góðar bætingar í hnébeygjum. beygjur eru eina æfingin sem ég hef ekki synt sem skildi og þar er maður vonandi óskrifað blað...

Gunz tekur 260 kg x 3 hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home