Saturday, August 27, 2011

Heimsmet!

Tók þátt í Guttormsmótinu með það að markmiða að reyna að verða Íslandsmeistari í 100 kg flokki, einnig að setja M2 heimsmet í réttstöðu hjá WPF sambandinu. Metið í 100 kg flokki er mun lakara en í þyngri flokkunum (munar 25 kg, þs er 305 kg í 110 kg flokknum). Því var það spennandi dæmi að prófa svona einu sinni. Markmiðið var að reyna að tvíbæta meitið, þs taka 290 kg og jafnframt að taka Íslandsmetið í 100 kg flokki single hjá Metal, en það fattaði ég ekki alveg strax. Megnrunin gekk alveg þokkalega, en vantaði pínu sjálfsaga á köflum. Því var þetta anzi erfitt og hafðist að lokum. Náði að bæta heimsmetið um 0.5 kg og tók 280.5 kg í annari tilraun. Þriðja tilraun við 290.5 kg (heimsmet 45-49 ára og Íslandsmet) fór hins vegar ekki upp. Var þokkalega sáttur við að setja loks heimsmet hjá WPF sambandinu, en ég hafði áður sett nokkur með hjá GPC í RAW deildinni. Þau met eru hins vegar nýlega byrjuð að skrá.

Hér má sjá dagbókina sem ég setti á Kraftaheima:
Þetta var frábært mót og ég ætla bara að muna eftir því jákvæða sem gerðist á mótinu. Sjálfur var ég nokkrum vikum fyrr búinn að ákveða að létta mig um 8-9 kíló til að klára Masters-metið i 100 kg flokki, en ég hafði áður reynt við metið í 110 kg flokki sem er auðvitað miklu vel metnara, en það er 305 kg. Sir-Magister hélt að ég væri að grínast þegar ég tilkynnti honum mín plön. Ég var mjög nálægt dauðamörkum á viktunardaginn og var meira að segja hættur að geta hrækt blóði. Var 700 grömmum yfir um kl 13.00, þs í fyrri viktun. Hafði þá ekki drukkið vatnssopa frá því kl 12.00 deginum áður eða borðað neitt. Ég var því að þrauka til kl 18.00 þegar seinni viktun hófst, en ég var þá enn 200 gr. yfir. Fór svo heim í heitt bað í 30 mínútur og rétt náði viktun 100 kg slétt kl 19.00. Eins og gefur að skilja þá átti ég varla séns í að tvíbæta metið og taka Íslandsmetið í leiðinni. En ég er samt sáttur. Hafliði ungi maðurinn sem var annnar er mjög efnilegur deddari og átti frábæra lyftu, 265 kg með frontgripi. Það hefði ekki mátt muna millimetra að ég hefði tapað fyrir honum. Svo var líka bráðfyndið að taka við sjálfum léttmolabikarnum, þs fyrir besta afrekið í 100 kg flokki og undir. Svo kom í ljós að ég hafði tapað með hálfu stigi, gegn hinum síunga 72 kg mola, Catzilla og var því að skila bikarnum í hans hendur. Sp hvort til sé mynd úr verðlaunaafhendingunni af Gunz með léttmolabikarinn

Úrslit mótsins má nálgast á kraftaheimur hér:
Vodvafikn.net hér:

Videó:

Gunz tekur 280.5 kg M2 World record hér:
Kári Catzilla reynir við heimsmet hér:
Síðasta deddlift 10 dögum fyrir Guttorm hér:

Nokkur gömul deddvideo:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home