Tuesday, November 27, 2012
Sunday, November 18, 2012
Íslandsmót GPC & WPC í Jakabóli
Upphaflega ætlaði ég ekki að taka þátt í Íslandsmóti GPC & WPC sem haldið var í Jakabóli laugardaginn 20 nóvember. Reiknaði með að vera búinn á því eftir HM í Aldershot sem haldið var hálfum mánuði áður. Ætlaði bara að starfa við mótið, en ég hafði ekki verið sáttur við heidlarárangurinn í Englandi, jafnvel þótt ég hafi unnið Skotann sterka Darren Mccarrol í 110 kg flokki M2 í pover og deddi, þá átti ég það miklar bætingar inni að ég ákvað að skella mér á á íslandsmótið. Hnébeygjurnar voru léttar, en því miður var dýptin ekki næg fyrir dómara mótsins. Fékk því miður ekki 262.5 kg beygjuna gilda í 3. tilraun, en ég þurfti að fara tvisvar í byrjunarviktina 225 kg og sat því eftir með hana. 262.5 kg lyftan var létt og gaman hefði verið að reyna við 280 kg á mótinu. Bekkurinn gekk frekar vel og ég vann sjálfa goðsögnina Baldvin bekk með því að taka 220 kg í þriðju tilraun, en Baldvin tók sömu þyngd, en var um kílói þyngri. Þriðji í bekkpressunni í okkar flokk var Rikharður Snorrason sem lyfti glæsilega 200 kg raw. Niðurstaða mótsins var í stuttu máli sú að ég náði að vinna heildarkeppnina i power, eftir að hafa tekið 270 kg létt í deddi. 300 kg fór því miður ekki upp, en það skipti ekki máli. Var rosalega svektur eftirá því 770 kg í samnlögðu hefði getað verið flottur endir á powerárinu. Í staðin sat ég eftir með 715 kg í samanlögðu (225, 220, 270). Einungis bekkpressan var í lagi, en samt var ég að vonanst eftir að taka 230 kg, en átti því miður ekki færi á að fara í þá vikt. Bikarinn var hins vegar sá stærsti sem veittur er í power og það mun samt seint gleymast.
Umfjöllun um mótið hér:
Umfjöllun um Gilbert hér:
Úrslit hér:
Videó
Svavar Hlölli reynir við 210 kg og Gunnar Fr. 220 kg bekkur hér:
Gunnar Fr. 200 kg bekkur (1. lyfta) hér:
Ríkharður S. 190 kg raw og Svavar 210 kg hér:
Gunnar Fr. 220 kg (1. tilraun) og Baldvin Bekkur 220 kg hér:
Rikharður Snorrason 200 kg bekkur raw hér:
Gunz 250 kg dedd hér
Gunz 270 kg dedd hér:
Gunz reynir við 300 kg hér:
Bjarki með 300 kg dedd hér:
Bjarki reynir við 320 kg hér:
Gilbert 2. dedd hér:
Gilbert með 3 .dedd hér:
Mel með 3. dedd hér:
Hroðinn með 3. dedd hér:
Video (Eiríkur)
Master 1 hér:
Master 2 hér:
Master 3 hér:
Master 4 hér:
Video (Emil)
GFR 220 kg bekkur hér:
Umfjöllun um mótið hér:
Umfjöllun um Gilbert hér:
Úrslit hér:
Videó
Svavar Hlölli reynir við 210 kg og Gunnar Fr. 220 kg bekkur hér:
Gunnar Fr. 200 kg bekkur (1. lyfta) hér:
Ríkharður S. 190 kg raw og Svavar 210 kg hér:
Gunnar Fr. 220 kg (1. tilraun) og Baldvin Bekkur 220 kg hér:
Rikharður Snorrason 200 kg bekkur raw hér:
Gunz 250 kg dedd hér
Gunz 270 kg dedd hér:
Gunz reynir við 300 kg hér:
Bjarki með 300 kg dedd hér:
Bjarki reynir við 320 kg hér:
Gilbert 2. dedd hér:
Gilbert með 3 .dedd hér:
Mel með 3. dedd hér:
Hroðinn með 3. dedd hér:
Video (Eiríkur)
Master 1 hér:
Master 2 hér:
Master 3 hér:
Master 4 hér:
Video (Emil)
GFR 220 kg bekkur hér:
HM í Aldershot
Mótið í Aldershot var jafnvel enn erfiðara en í Bardjevo. Fór út á flugvöll á föstudagsmorgni 1. nóvember kl 5.00. Vélin frá Keflavík til London fór kl 8.30. Var lentur um hádegi í London, tók svo rútu til Walking og þaðan lest til Adershot. Var mættur þangað rúmleg kl 14.00 og fór svo beint í taxa í íþróttahúsið. Náði að horfa á Fredda Fighter og Hilmar Henning keppa og fór svo í viktun. Hafði þurft að halda í við mig til að komast í 110 kg flokkinn. Náði ekki að tryggja mér hótel í tíma og þurfti að sofa á gólfinu í herbergi Kára og Skemmujarlsins. Hótel hér Premier Inn. Að sofa á gólfinu hefur eflaust dregið vel úr árangrinum, en ég náði samt að sigra Skotann sterka Darren Maccall í power og verða heimsmeistari í M2,110 kg flokki. Beygjurnar gengu nokkuð vel, tók 210, 240 og 255 kg og hefði getað tekið meira, en dýptin var tæp að vanda. Bekkurinn var ekkert sérstakur. Hafði ekki 200 kg í byrjunartilraun, en skipti um slopp og fór í Katana 48 í staðin fyrir 49 og tók 200 kg og svo 212.5 kg. Darren var með 270 kg beygjur, en bara 165 kg bekk og því gat ég siglt þessu af öryggi í höfn með 245, 270 og 295 kg deddi, sem fór reyndar ekki upp. Var með 255, 212.5, 270 = 737.5 kg í samanlögðu, en Darren var með 270, 165, 280 = 715 kg. Ég náði því að vinna Skotann, en hann var vel þjálfaður en mætti nokkuð laskaður til leiks. Hann vann mig reyndar í deddi, en hann var ekki skráður til leiks í single lift þannig á ég fékk gulli í deddi. Tony Brown kom svo óvænt upp í 110 kg flokkinnog vann bekkinn í okkar aldurs og þyngdarflokki. É fékk því 2. gull og eitt silfur á mótinu, en hefði að sjálfsöðgu átt að raða inn mun betra tótali á þessu móti og GPC mótinu á Íslandi hálfum mánuði seinna. Því miður tókst það ekki, en svona eru nú bara íþróttirnar.
Fréttir af mótinu hér:
Úrslit á mótinu hér:
(Day 3, second flight hjá mér)
Video
Gunnar Fr. 3. hnébeygja, 255 kg hér:
Baldvin bekur með 235 kg bekk hér:
Fréttir af mótinu hér:
Úrslit á mótinu hér:
(Day 3, second flight hjá mér)
Video
Gunnar Fr. 3. hnébeygja, 255 kg hér:
Baldvin bekur með 235 kg bekk hér:
Heimsmeistarmót GPC í Bardejov
Lagði af stað á laugardagskvöldi til Slovakíu. Keyrði bílinn (Benzann) minn niður á BSI kl 21.00. Hoppaði upp i rútuna og náði svo Kaupmannahafanarfluginu kl 00.30. Var svo mættur til Köben kl 7.30 og gat svo hlaupið beint upp í vél Norweigan til Krakaw kl 9.00 og var lentur í Póllandi kl rúmlega10.00. Þar hitti ég nokkra lyftara m.a Írana og loksins kom rútan kl 13.00 sem fluttu okkur til Bardjevo, en þangað var ég kominn á milli kl 16-17. Fór svo fljótlega í viktun fyrir bekkpressumótið daginn eftir og viktaðist frekar þungur 112 kg. Var búinn að reikna út að Finninn í 110 kg flokki væri gríðarlega sterkur með yfir 180 kg á kjötinu, þannig að sigurmöguleikar mínir í bekkpresu áttu að liggja í 125 kg flokknum, sem reyndist ekki rétt. En á mótsdag viktaðist Finninn 118 kg í 125 kg flokki, en Slovakinn var líka í flokknum þannig að ég endaði með bronsið í bekknum á mánudeginum með 155 kg í 2. tilraun. Vildi ekki eyða orku í þriðju tilraun því Finninn var búinn að pressa yfir 180 kg. Eftirá að hyggja hefði ég átt að vera í 110 kg flokki og vinna gull :)
Á þriðjudeginum náði ég svo að létta mig niður í 110 kg flokkinn með smá veseni. Fór til Póllands á þriðjudeginum með Róbert og Gonzales. Mótið á miðvikudeginum gekk betur, en bekkpressumótið, en ég var að keppa við heljarminnið írska Richard Perckins. Ég fór ill út úr beygjum, fílaði mig illa í upphitun. Fékk 210 ógilt, en hafði samt létt byjunarþyngdina. Tòk svo 225 kg í annari tilraun, en klikkaði svo á 245 kg í þriðju tilraun, datt aðeins aftur fyrir mig. Perckins tók 255 kg í fyrstu, en fékk tvisvar ógilt 270 kg, sem var frekar strangur dómur. Í bekknum náði ég svo að tvíbæta heimsmetið mitt, fór í 153 kg í annari og 160 kg í þriðju. Því var gullið komið í greiparnar og ég spilaði deddið af öryggi, 245, 260 og 270 kg sem nægði í gullið.
Ferði var mjög skemmtileg og þótt persónulegur árangur hafi verið undir væntingum þá var ég feginn að hafa drifið mig fyrstur Íselndinga á GPC mót. Ég bara varð að fara því ég vissi að árið 2013 ætlaði ég að taka mér frí frá lyftingum og eflaust leggja skóna á hilluna. Hitti frábærlega skemmtilegt fólk sem gerði ferðina bæði ánægjulega og eftirminninlega. Bjó á Hótel Bardjevo sem var beint á móti keppnishöllinni. Róbert Maz og sambýliskona hans komu svo og studdu mig, en einnig var gaman að kynnast heljarmenninu spænska Gonzales, Serbanum Radec og öllum hinum. Vona samt að ég komist á fleirri GPC mót þegar og ef andinn dettur inn aftur.
Fréttir af mótinu, Gunnar Fr. með brons hér:
Fréttir af mótinu, Gunnar Fr. með gull hér:
Úrslit hér:
Video:
153 kg GPC raw world record M2, 110 kg hér:
160 kg GPC raw world record M2, 110 kg hér:
Verðlaunaafhnding fyrir GPC, Raw powerlifting M2 110 kg hér:
Á þriðjudeginum náði ég svo að létta mig niður í 110 kg flokkinn með smá veseni. Fór til Póllands á þriðjudeginum með Róbert og Gonzales. Mótið á miðvikudeginum gekk betur, en bekkpressumótið, en ég var að keppa við heljarminnið írska Richard Perckins. Ég fór ill út úr beygjum, fílaði mig illa í upphitun. Fékk 210 ógilt, en hafði samt létt byjunarþyngdina. Tòk svo 225 kg í annari tilraun, en klikkaði svo á 245 kg í þriðju tilraun, datt aðeins aftur fyrir mig. Perckins tók 255 kg í fyrstu, en fékk tvisvar ógilt 270 kg, sem var frekar strangur dómur. Í bekknum náði ég svo að tvíbæta heimsmetið mitt, fór í 153 kg í annari og 160 kg í þriðju. Því var gullið komið í greiparnar og ég spilaði deddið af öryggi, 245, 260 og 270 kg sem nægði í gullið.
Ferði var mjög skemmtileg og þótt persónulegur árangur hafi verið undir væntingum þá var ég feginn að hafa drifið mig fyrstur Íselndinga á GPC mót. Ég bara varð að fara því ég vissi að árið 2013 ætlaði ég að taka mér frí frá lyftingum og eflaust leggja skóna á hilluna. Hitti frábærlega skemmtilegt fólk sem gerði ferðina bæði ánægjulega og eftirminninlega. Bjó á Hótel Bardjevo sem var beint á móti keppnishöllinni. Róbert Maz og sambýliskona hans komu svo og studdu mig, en einnig var gaman að kynnast heljarmenninu spænska Gonzales, Serbanum Radec og öllum hinum. Vona samt að ég komist á fleirri GPC mót þegar og ef andinn dettur inn aftur.
Fréttir af mótinu, Gunnar Fr. með brons hér:
Fréttir af mótinu, Gunnar Fr. með gull hér:
Úrslit hér:
Video:
153 kg GPC raw world record M2, 110 kg hér:
160 kg GPC raw world record M2, 110 kg hér:
Verðlaunaafhnding fyrir GPC, Raw powerlifting M2 110 kg hér: