Sunday, November 18, 2012

Heimsmeistarmót GPC í Bardejov

Lagði af stað á laugardagskvöldi til Slovakíu.  Keyrði bílinn (Benzann) minn niður á BSI kl 21.00.  Hoppaði upp i rútuna og náði svo Kaupmannahafanarfluginu kl 00.30.  Var svo mættur til Köben kl 7.30 og gat svo hlaupið beint upp í vél Norweigan til Krakaw kl 9.00 og var lentur í Póllandi kl rúmlega10.00.  Þar hitti ég nokkra lyftara m.a Írana og loksins kom rútan kl 13.00 sem fluttu okkur til Bardjevo, en þangað var ég kominn á milli kl 16-17.  Fór svo fljótlega í viktun fyrir bekkpressumótið daginn eftir og viktaðist frekar þungur 112 kg.  Var búinn að reikna út að Finninn í 110 kg flokki væri gríðarlega sterkur með yfir 180 kg á kjötinu, þannig að sigurmöguleikar mínir í bekkpresu áttu að liggja í 125 kg flokknum, sem reyndist ekki rétt.  En á mótsdag viktaðist Finninn 118 kg í 125 kg flokki, en Slovakinn var líka í flokknum þannig að ég endaði með bronsið í bekknum á mánudeginum með 155 kg í 2. tilraun.  Vildi ekki eyða orku í þriðju tilraun því Finninn var búinn að pressa yfir 180 kg.  Eftirá að hyggja hefði ég átt að vera í 110 kg flokki og vinna gull :)

Á þriðjudeginum náði ég svo að létta mig niður í 110 kg flokkinn með smá veseni.  Fór til Póllands á þriðjudeginum með Róbert og Gonzales.  Mótið á miðvikudeginum gekk betur, en bekkpressumótið, en ég var að keppa við heljarminnið írska Richard Perckins.  Ég fór ill út úr beygjum, fílaði mig illa í upphitun.  Fékk 210 ógilt, en hafði samt létt byjunarþyngdina.  Tòk svo 225 kg í annari tilraun, en klikkaði svo á 245 kg í þriðju tilraun, datt aðeins aftur fyrir mig.  Perckins tók 255 kg í fyrstu, en fékk tvisvar ógilt 270 kg, sem var frekar strangur dómur.  Í bekknum náði ég svo að tvíbæta heimsmetið mitt, fór í 153 kg í annari og 160 kg í þriðju.  Því var gullið komið í greiparnar og ég spilaði deddið af öryggi, 245, 260 og 270 kg sem nægði í gullið. 

Ferði var mjög skemmtileg og þótt persónulegur árangur hafi verið undir væntingum þá var ég feginn að hafa drifið mig fyrstur Íselndinga á GPC mót.  Ég bara varð að fara  því ég vissi að árið 2013 ætlaði ég að taka mér frí frá lyftingum og eflaust leggja skóna á hilluna.  Hitti frábærlega skemmtilegt fólk sem gerði ferðina bæði ánægjulega og eftirminninlega.  Bjó á Hótel Bardjevo sem var beint á móti keppnishöllinni.  Róbert Maz og sambýliskona hans komu svo og studdu mig, en einnig var gaman að kynnast heljarmenninu spænska Gonzales, Serbanum Radec og öllum hinum.  Vona samt að ég komist á fleirri GPC mót þegar og ef andinn dettur inn aftur.

Fréttir af mótinu, Gunnar Fr. með brons hér:
Fréttir af mótinu, Gunnar Fr. með gull hér:
Úrslit hér:


Video:

153 kg GPC raw world record M2, 110 kg hér:
160 kg GPC raw world record M2, 110 kg hér:
Verðlaunaafhnding fyrir GPC, Raw powerlifting M2 110 kg hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home