Saturday, March 31, 2012

Þungur bekkur

Síðasti þungi bekkurinn var tekin núna á föstudaginn. Því miður var frískleikanum ekki fyrir að fara og smá þreyta komin í skrokkinn. Var veikur í upphafi vikunnar með magakveisu, en fór þó í WC á þriðjudegi til að taka léttan bekk og aukaæfingar. Fann þá fyrir strengjum í upphandlegg og býsep og var því ansi þreyttur í bekknum á föstudagsæfingunni. Klikkaði meira að segja á 217.5 kg sem hefði átt að vera örugg lyfta. Stíllinn og ferskleikinn var því ekki mikill, en nú verður bara að hvíla sig og vona það besta. Tek einhverjar beygjur á mánudaginn 2. april og léttan bekk fimmtudaginn 5 april. Hvíli svo níu daga fyrir mót.

Tók hnébeygjur og dedd mánudaginn síðasta. Var með það mikla magakveisu að betur hefði eflaust verið að taka frí. Píndi mig samt í 215 kg í beygjum, en treysti mér ekki til að dedda neitt af viti, en tók þó 220 kg x 3 af skyldurækni.


Nokkur videó:

Gunz með 217.5 kg bekk hér:Baldvin í Sling Shot hér:
Ardee með dedd hér:Gunz með 210 kg bekk hér:
Kári með dedd hér:
Ardee með bekk hér:
Stebbi kommi með 180 kg dedd hér:
Gunz með 215 kg beygjur hér:

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Nægur er massinn á þér Master...220,5 fer á mótinu

kv.Catzilla

3:13 PM  

Post a Comment

<< Home