Sunday, November 18, 2012

HM í Aldershot

Mótið í Aldershot var jafnvel enn erfiðara en í Bardjevo.  Fór út á flugvöll á föstudagsmorgni 1. nóvember kl 5.00.  Vélin frá Keflavík til London fór kl 8.30.  Var lentur um hádegi í London, tók svo rútu til Walking og þaðan lest til Adershot.  Var mættur þangað rúmleg kl 14.00 og fór svo beint í taxa í íþróttahúsið.  Náði að horfa á Fredda Fighter og Hilmar Henning keppa og fór svo í viktun.  Hafði þurft að halda í við mig til að komast í 110 kg flokkinn.  Náði ekki að tryggja mér hótel í tíma og þurfti að sofa á gólfinu í herbergi Kára og Skemmujarlsins.  Hótel hér Premier Inn.  Að sofa á gólfinu hefur eflaust dregið vel úr árangrinum, en ég náði samt að sigra Skotann sterka Darren Maccall í power og verða heimsmeistari í M2,110 kg flokki.  Beygjurnar gengu nokkuð vel, tók 210, 240 og 255 kg og hefði getað tekið meira, en dýptin var tæp að vanda.  Bekkurinn var ekkert sérstakur.  Hafði ekki 200 kg í byrjunartilraun, en skipti um slopp og fór í Katana 48 í staðin fyrir 49 og tók 200 kg og svo 212.5 kg.  Darren var með 270 kg beygjur, en bara 165 kg bekk og því gat ég siglt þessu af öryggi í höfn með 245, 270 og 295 kg deddi, sem fór reyndar ekki upp.  Var með 255, 212.5, 270 = 737.5 kg í samanlögðu, en Darren var með 270, 165, 280 = 715 kg.  Ég náði því að vinna Skotann, en hann var vel þjálfaður en mætti nokkuð laskaður til leiks.  Hann vann mig reyndar í deddi, en hann var ekki skráður til leiks í single lift þannig á ég fékk gulli í deddi.  Tony Brown kom svo óvænt upp í 110 kg flokkinnog vann bekkinn í okkar aldurs og þyngdarflokki.  É fékk því 2. gull og eitt silfur á mótinu, en hefði að sjálfsöðgu átt að raða inn mun betra tótali á þessu móti og GPC mótinu á Íslandi hálfum mánuði seinna.  Því miður tókst það ekki, en svona eru nú bara íþróttirnar.

Fréttir af mótinu hér:
Úrslit á mótinu hér:
(Day 3, second flight hjá mér)

Video

Gunnar Fr. 3. hnébeygja, 255 kg hér:
Baldvin bekur með 235 kg bekk hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home