Thursday, September 30, 2010

Bætingar

Nú mun prógrammið breytast örlítð. Æfingum fækkað úr fjórum á viku í þrjár á viku. Annar hver dagur tekinn léttur. Eins og áður hefur komið fram hef ég sem dæmi þyngt réttstöðulyftuna um 10 kg á viku, frá því að taka 210 kg x 3 yfir í 250 kg x 3. Næsta æfing verður svo tekið 260 kg x 3 og þá kemur í ljós úr hverju maður er gerður. Reikna þó með að þetta verði frískt.

Bekkurinn hefur einnig gengið vel, þar sem í hverri viku er bætt örlítð í og vonadi nær maður að repsa 155-160 kg x 3 á næstu æfingu. Næ þó ekki mörgum sloppaæfingum því miður. Vonandi fær maður það ekki í hausinn.

Rakst á þessa skemmtilegu mynd frá gamalli blogfærslu. Held að ég hafi tekið myndina sjálfur. Það er mikill heiður að fá að æfa með manni eins og Benna Tarf. Vonandi lætur hann sjá sig oftar í Stevegym á næstu vikum til að blása í okkur HM fara andann!


Monday, September 27, 2010

Síðustu æfingar

Síðustu æfingar voru í þyngri kanntinum. Fyrst tók maður ágætt deddlift á föstudaginn í Stevegym, en endaði þá í 250 kg x3. Tók svo nokkur vinnusett. Svo skemmtilega vildi til að einn æfingafélagi minn er sterkast deddliftari í heimi og endaði hann í 400 kg x 4.

Myndband af Benedikt Magnússyni að taka 400 x 4 hér:

Sjálfur tók ég 250 kg x 3 sem er það mesta sem ég hef tekið á þessu ári. Samt er þetta auðvitað algjör krypplingaþyngd í samanborið við 400 kg. Myndband í myrkri hér:

Á bekkpressuæfingunni í World Class í dag var farið í þyngdir á kjötinu. Endaði í 150 kg x 3 sem mér þótt bar ágætt miðað við að yfirleitt eru léttu dagarnir teknir í WC. Hins vegar var æfingafélaginnn sem leyfði mér að koma inn í bekkin með 200 kg í þröngum bekk og tók hann það þrisvar. Það skal taka fram að hann var búinn að pumpa vel 5x5 áður og hefði því átt að taka meira!

Myndband af Ara að taka bekkinn hér:

Það er ljóst að þessu miklu jötnar eiga eftir að gefa manni aukinn kraft til að gera enn betur. Maður fer ekki hoppandi af gleði heim eftir að hafa tekið 150 kg minna en æfingafélgainn í deddlift. Og taka svo 50 kg minna en næsta maður í bekk á næstu æfingu. Þessir yfirburðamenn gefa manni vonandi aukinn kraft á næstu vikum. Mikið verk er óunnið áður en maður stígur á sviðið á HM í Bath á Englandi.

Friday, September 17, 2010

Nokkur video

Hér má sjá ný símamyndbönd af sterkustu mönnum heims sem æfa í Stevegym. Fyrst sterkasta deddliftara heims og svo þrír sterkustu deddöldungar heimsins:

Benni tekur léttar hnébeygjur hér:
Kári tekur keðjudedd hér
Gunnar Master hér
Baldvin Bekkur hér

Monday, September 13, 2010

210 kg í bekkprssu á EM

210 kg á EM. Myndband hér
217.5 kg á æfingur hér
Lengsta útgáfan hér
170 kg á kjötinu hér

Friday, September 10, 2010

Markmiðð fyrir Bath

Æfingarnar ganga vel fyrir Bath. Nûna er æft 4 x í viku, þar sem þungur bekkur er á mánudagöum og þungt dedd á föstudögum. Fljótlega verður þó dögunum fækkað í 3 x í viku, þar sem annar hver mánudagur og annar hver föstudagur verður tekinn þungt.

1. Stefni á að taka 500 pundin í bekkressu. Á 210 kg á móti og 217 kg á æfingu. Er kominn með nýja slopp, sem er Catana númer 49, en er líka með gamla númer 52, sem Ingvar tók 300 kg heimsmet í á sínum tíma. Tíminn leiðir í ljós hvor sloppurinn verðu notaður, en ég er samt mjög bjartsýnn á að ná 220-30 kg á mótinu, sem ætti að duga í brons verðlaun í mínum aldursflokk. Erfitt er að vinna gullið í bekkpressu á þessum mótum.

2. Stefni á að taka 306 kg í deddi. Ástæðan fyrir þessari tölu er sú að 306 kg er heimsmet í single lyft í þessum aldursflokki. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvort þetta sé raunhæft því maður missti því miður 3. mánuði úr í deddi vegna meiðsla í vor. Samt ganga æfingar það vel og mikill vinna er farinn að skila sér. 290 kg bæting er þó varamarkmið. Fer þá í 290 kg í 3. tilraun og fæ þá vonandi aukatilraun við heimsmet ef allt gengur upp :)