Saturday, December 27, 2008

Desember

Æfingarnar í desember hafa verið það lítilfjölregar að það tekur því varla að skrifa um þær. Samt hefur maður reynt að mæta 2-3 sinnum í viku. Þegar bekkur hefur verið tekinn hefur maður verið að repsa 100 kg 3x5 og á þunga deginum hefur maður tekið mest 120 kg 3x3, þannig að maður er nú ekki alveg hruninn. Í beygjum hefur maður hins vegar verið að beygja rúmlega 100 kg. Í réttstöðunni hefur maður bara verið að taka létt og frískt. Kannaði mig þó á Óðinsmótinu í lok nóvember og tók sæmilega þyngd. Stefni ennþá innst inni á 300 kg í réttstöðu.

Ef ég geri upp árið þá var það nokkuð gott. Kom reyndar heim fra Thailandi í lok ársins 2007, slappur og þreyttur. Byrjaði svo að æfa hjá Loggnum og í Háskólagymminu. Ákvað að keppa dálítið. Byrjaði á Pull and push hjá WPC. Tók svo þátt í fyrsta Metal Íslandsmótinu og varð í 4. sæti í mínum flokk. Ákvað þá að næsta mót yrði tekið með meiri krafti, enda ósáttur við árangurinn, jafnvel þótt ég hefði bætt mig á bekk. Keypti nú í nýrri hnébeygjubrók, deddbrók og keypti meira að segja power-belti. Á mótinu gekk allt upp og með góðum stuðning náði ég að sigra flokkin óvænt. Tók svo þátt í fyrsta Íslandsmeistaramótinu í réttstöðu hjá Metal í sumar og náði að vinna minn flokk og fékk annan stóran bikar. Árangurinn var samt ekkert sérstakur, en ég var samt ánægður að vera með. Svo ætlaði ég mér alltaf á HM í Vínarborg með strákunum, en því miður reyndist það vera næstum ómögulegt og tók ég alltof seint af skarið með það. Missti því hugsanlega af verðlaunum í mínum aldurslokki, en fæðing dóttur og erfitt efnahagsástand drógu úr mér allan mátt. Í endaði svo árið með að taka þátt í Óðinsmótinu hjá WPC. Þar var ég auðvitað bara að vita hvað ég hefði tekið út í Vínarborg. Ég tók þar 250 kg frekar létt. Árið var því nokkuð gott, þannig lagðað. En enn á ég eftir að sýna hvað í mér býr. Æfði t.d ekkert svakalega mikið, eins og maður hefði þurft.

Ég óska öllum vinum og velunnurum í sportinu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Tökum hressir á því á nýja árinu. Kannski verður árið 2009 það besta. Það veltur á áhuganum. En núna er ég bara sófajötunn. Borðaði vel um jólinn og klæddist mínu fínasta. Leið eins og apa í jakkafötum.


Wednesday, December 17, 2008

12. desember

Bekkpressa 120 kg 3x3
axlarpressa með dumbell 25 kg 3x5

mikið af aukaæfingum

Sá sem rétti mér á bekkinn, virtist hraustur. Ég spurði hann hvort hann hefði hvort hann hefði keppt. Jú, bæði í aflraunum og kraftlyftingum. Hann keppti á gullöldinni við Jón Pál, Magnús Ver, Hjalta og Torfa. Jú ég mundi eftir honum, en hann er gamall júdókappi. Mundi eftir honum. Þetta var gullöldin.

11. desember

Hnébeygja

9. desember

Bekkpressa

5. desember

Hnebeygja 100 kg 3x5
Réttstöðulyfta 160 kg 3 reps

Já, þreyttur eftir mótið. Bara létt

4. sept

Bekkpressa

Tuesday, December 02, 2008

29. nóvember

Réttstaða 250 kg

Keppti á Óðinsmótinu í kraftlyftingum hjá WPC sambandinu, en mótið var haldið í Grindarvík, Vað reyndar að vinna tvöfalt nóttina áður, auk þess sem ég var mættur á Grand Hótel í veislu kl. 11.00 um morguninn, en þá hefði Gunnar afi minn orðið 95. ára. Var svo mættur í Salthúsið í Grindarvík rúmlega 2.00, en mótið var þá að byrja. Keppti bara í réttstöðu, en keppt var í hnébeygju og réttstöðulyftu. Ég vildi mikið vita hvað ég væri sterkur og hvað ég hefði hugsanlega tekið í Austurríki á heimsmeistaraflokki ölduga. Ég tók 250 kg létt, sém þýðir að ég hefði tekið 260 kg á HM. Var samt ánægður að hafa þyngdina og núna getur maður farið að einhenda sér í að taka bætinu eftir áramót, þs klára 290 kg í réttstöðu og 200 kg í bekk. Það ætti að klárast, loksins.

Úrslit hér:

27. nóvember

Bekkpressa 100 kg 3x5

aukaæfingar....

Bara tveir dagar í mót og maður tók bara létt á því.

26. nóvember

Hnébeygjur 100 kg 3x5
Réttstöðulyfta 100 kg 3 reps

aukaæfingar....

Þar sem ég ætlaði að kanna mig á móti í Grindarvík, þá var ég bara að spara mig. Vildi sjá hvort ég gæti ekki tekið 250-260 kg á mótinu.

25. nóvember

Bekkpressuæfing. Létt og löt. Ekki var tekið miðkið á því, en reynt að hreyfa sig aðeins