Desember
Ef ég geri upp árið þá var það nokkuð gott. Kom reyndar heim fra Thailandi í lok ársins 2007, slappur og þreyttur. Byrjaði svo að æfa hjá Loggnum og í Háskólagymminu. Ákvað að keppa dálítið. Byrjaði á Pull and push hjá WPC. Tók svo þátt í fyrsta Metal Íslandsmótinu og varð í 4. sæti í mínum flokk. Ákvað þá að næsta mót yrði tekið með meiri krafti, enda ósáttur við árangurinn, jafnvel þótt ég hefði bætt mig á bekk. Keypti nú í nýrri hnébeygjubrók, deddbrók og keypti meira að segja power-belti. Á mótinu gekk allt upp og með góðum stuðning náði ég að sigra flokkin óvænt. Tók svo þátt í fyrsta Íslandsmeistaramótinu í réttstöðu hjá Metal í sumar og náði að vinna minn flokk og fékk annan stóran bikar. Árangurinn var samt ekkert sérstakur, en ég var samt ánægður að vera með. Svo ætlaði ég mér alltaf á HM í Vínarborg með strákunum, en því miður reyndist það vera næstum ómögulegt og tók ég alltof seint af skarið með það. Missti því hugsanlega af verðlaunum í mínum aldurslokki, en fæðing dóttur og erfitt efnahagsástand drógu úr mér allan mátt. Í endaði svo árið með að taka þátt í Óðinsmótinu hjá WPC. Þar var ég auðvitað bara að vita hvað ég hefði tekið út í Vínarborg. Ég tók þar 250 kg frekar létt. Árið var því nokkuð gott, þannig lagðað. En enn á ég eftir að sýna hvað í mér býr. Æfði t.d ekkert svakalega mikið, eins og maður hefði þurft.
Ég óska öllum vinum og velunnurum í sportinu gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Tökum hressir á því á nýja árinu. Kannski verður árið 2009 það besta. Það veltur á áhuganum. En núna er ég bara sófajötunn. Borðaði vel um jólinn og klæddist mínu fínasta. Leið eins og apa í jakkafötum.