Sunday, January 28, 2007

Ríkur

Nú verð ég að fá viðskiptasnillinginn úr útlegðinni, því ég var að heyra í vikunni að Landsbankinn hefði hagnast um 40 milljarða á síðasta ári. Keyptu þeir Björgúlfskarlar ekki bankann fyrir nokkrum misserum á 12 milljarða. Ég var líka að sjá að Ólafur Ólafsson í Samskip hefði auðgast hundraðfalt á nokkrum dögum og var hann þó vel stæður fyrir. Hann keypt víst Búnaðarbankann í félagi við aðra og átti hann í nokkrar vikur, en seldi hann svo aftur réttu aðilunum og saman græddu þeir víst um 60 milljarða á þessum "bissness". Þetta var einmitt liður í helmingaskiptasýstemi Framsóknar og íhalds. Hvað ef ég segi núna að mesti glæpamaður Íslandsögunar heiti Halldór (ekki Faaborg) og gangi nú laus í fínu nýju starfi auk þess sem hann muni fá rífleg eftirlaun. Mesta misrétti Íslandssögunar var hið sanngjarna fiskveiðistjórnunarkerfi sem hr. H var hugmyndasmiðurinn af, en er núna að leggja landsbyggðina í rúst. Sjálfur græddi herra H um hundruðir milljóna á kerfinu hið minnsta fyrir sína fjölskyldu. Sagan mun því dæma suma, en í mínum huga eru þeir Guðni í Virkinu og Árni Jónsson trúbador ekki glæpamenn í samanburði við þann eina og sanna. Best að segja ekki of mikið eða rugga bátnum, en ég vil samt meina að fólk framtíðarinnar mun dæma marga þessa glæpamenn hart sem hafa farið illa með okkar almannafé og auðlindir. Í dag eru þessir glæpamenn ósnertanlegir, en í hjarta mínu trúi ég á síðbúið réttlæti. Samt er alltaf gaman að sjá minn gamla vinnufélaga Sigurjón Árnason bankastjóra Landsbankans þykkari en ég sjálfur, en ekki af kraftlyftingum, heldur af góðum "mat", enda lýtur út fyrir að karlinn sé mikill lífsnautnamaður. Í unglingavinnunni í Verkó á níunda áratugnum hættum við oft að vinna um hádegi á föstudögum og strákarnir fóru að drekka brennivín og Beilys undir húsvegg. Sigurjón var sá harðasti í þessum hóp og í dag er ég mjög stoltur af þessum gamla vinnufélaga mínum. Sigurjón segir að þjónustugjöld bankana hér séu með þeim lægstu í heiminum, en minnist ekkert á vaxtarokrið. Nei, það er enginn ástæða til að lækka vextina okkar þrælana, en höldum í staðin dýrar veislur á kostnað almennings. Úrkynjun er eitt orð sem kemur upp í hugan þegar maður hugsar um þetta nýríka bankalið. Þeir keppast við að halda flottustu veislurnar. Ég hefði viljað vera vitni að því þegar nýríka liðið hittist á einhverju glæsihóteli í London. Þar sat einn krullóttur feitur seðlabankastjóri og faldi sig bak við Financial Times og fygldist með Duran Duran liðinu sem hélt partý á sama hóteli. Hvað á það t.d að þýða að flytja inn atvinnuhomma frá Englandi til Íslands fyrir 70 milljónir til að spila Crokodile Rock fyrir liðið. Mér finnst þetta lag reyndar frábært, en myndi ekki vilja borga aleiguna fyrir það. Rifjum upp hvað gerðist fyrir gamla Rómarveldi. Hvers vegna hrundi það til grunna. Jú, fólkið úrkynjaðist og varð að monsterum. Þjóðin myglaði innanfrá. Það sama er að gerast hjá hinum nýríku Íslendingum, sem eru ekki lengur með báðar fæturnar á jörðinni. Annars er ég sjálfur að komast í hóp hina ríku. Núna er ég sjálfur orðinn stóreignamaður og verð aldrei aftur fátækur þunglyndissjúklingur. Best að segja ekki of mikið, en það hlaut að koma að þessu. Ég er að komast í hóp þeirra, Ólafs, Björgúlfs, Sigurjóns og & co. Meira um það síðar.

Rottuhlaup

Heimsmeistaramótið í rottuhlaupi fer nú fram í Þýskalandi. Já, ég kalla þetta rottuhlaup, því þessi skrítna íþrótt er víst bara stunduð af örfáum þjóðum í veröldinni, þótt margir Íslendingar ganga með þá ranghugmynd í maganum að handbolti sé alheimssport. Ég heyrði einu sinni þekktan dómara og West Ham aðdáanda halda því fram á ölknæpunni í Ölveri að handbolti væri í 170 sæti yfir vinsælustu íþróttagreinar í heimi og tveim sætum á eftir indversku rottuhlaupi. ég fór síðan á netið til þess að ganga í skugga um þetta og fann þessa könnun á sínum tíma. Meira að segja í Skandinavíu þar sem handboltinn er stundaður mikið er ekkert fjallað um þessa íþrótt. Tökum dæmi þegar Svíar urðu heimsmeistarar þá var ekkert gert neitt stórmál úr því og þótti ekkert merkilegt. En handboltinn var reyndar vinsæll í gömlu Sovétríkjunum og hjá bandalagsþjóðum þeirra, en ekkert meira en það. Það er bara hjá einni þjóð þar sem allt fer á annan endan þegar "stórmót" er haldið í greininni. Og sú sama þjóð hefur samt aldrei unnið til neinna verðlauna. Sú afsökun að Ísland geti ekki unnið stórmót því við seúm svo fámenn á ekki við um handboltann, því hér á landi er áhuginn á handbolti um þúsund sinnum meiri en á Spáni, svo dæmi sé tekið. Prófið bara að tala um handbolta við venjulegan Spánverja. Hann hristir bara hausinn og heldur að þú sért geðbilaður. Svipað og einhver Færeyjingur kæmi til mín og færi að tala um hversu svakalega góðir þeir væru í sundpóló. Já, þessi íþrótt fær ekki neina umfjöllun í alvöru fréttamiðlum, en samt halda margir Íslendingar að sigur þeirra á Frökkum hafi komið í öllum fjölmiðum heims. Fyrsta frétt á CNN og Sky. Nei, það var ekki nokkur sála sem horfði á þennan leik, nema uppá Íslandi. Ég er alveg búin að fá upp í kok á þessum handbolta. Ég er búinn að fylgjast með þessu handboltalandsliði síðan ég man eftir mér og alltaf sama sagan. Fyrst miklar væntingar eftir einn sigurleik og síðan kemur óvænt tap sem nær okkur niður á jörðina. Ég er bara að búa mig undir vonbrigðin, en ég skal samt gleðjast manna mest ef við verðum heimsmeistarar og mun þá deleta þessu asnalega bloggi. Ég segi því:

ÁFRAM ÍSLAND.

Áfram strákarnir okkar. Þið eruð algerar hetjur. Við höfum alla burði til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Við eigum tvo bestu handboltamenn heims. Besta þjálfarann og bestu stuðningsmennina. Þetta eru strákarnir okkar og við erum stoltir af þeim. Við erum best í heimi.

Leikir Íslands í milliriðlinum
Fimmtudag kl 17.30 Ísland-Polland (Halle)
Laugardag kl 17.00 Ísland-Slóvenía (Halle)
Sunnudag kl 14.30 Ísland- Þýskaland (Dortmund)

Skemmtilegt því við fengum svona þýska landsliðsdúkku í gjöf með bleiupakka út í Thai. Rosalega gaman af henni, því hún talar og hún ætlar einmitt að horfa á leikinn með okkur á Sunnudaginn.

Virkið

Maður er orðinn vel leiður á þessari umfjöllun um "Guðna og Virkið". Eiginlega hundleiður. Nei í sannleika sagt alveg brjálaður. Hvaða leyfi hefur stöð 2 til að dæla þessum viðbjóði yfir landsmenn. Málefni um fjárreiður Virkisins eru eitt og mannlegi harmleikurinn annað. Það er ekkert að því þótt flett hafi verið hulinni af þeirri fjármálaóreiðu sem þarna átti sér stað, eingöngu vegna þess að embættismenn og pólitískir fulltrúar okkar notuðu Virkið í kosningaáróróðri sínum fyrir síðustu kosningar. En hvað með kynlífshneykslið. Á það eitthvað erindi við almenning. Nei, alls ekki. Í vinnu minni síðustu ellefu ár hef ég orðið vitni að mannlegum harmleikjum sem þessum, m.a geðveiki, ástum, afbrigðissemi, fíkniefnum, drykkju, trúarrugli, persónuleikaröskuðufólki og kynlífsfíkn. Svona saga úr hversdagslífinu um afbrigðissemi, kynlíf, ástir, framhjáhald og persónuleikabrenglun á ekkert erindi til almenna sjónvarpsáhorfandann, frekar en allar þær hundruðir sagna sem ég hef heyrt í minni vinnu síðustu ellefu árum og verð að þaga yfir að eilífu. Ef þessi umfjöllun hættir ekki verð ég að heimsækja Siglund Edda upp á stöð 2 og kenna honum nokkra sjómannasiði. Eitt veit ég þó um Virkið að þegar ég hef verið að vinna á þessum deildum hef ég margsinnis hitt persónur sem hafa verið á leiðinni í þetta Virki til margra mánaða dvalar. Margt af þessu fólki hefur þurft að búa á götunni og enginn stofnun viljað hýsa þetta fólk. Enginn alkastofnun, enginn geðdeild eða neitt úrræði var til fyrir þetta fólk. Ekki nokkur maður vildi eiga þetta fólk sem nágranna og það var einmitt þessvegna sem svona starfsemi átti rétt á sér. Virkið hreinsaði borgina á tímabil af öllum útigangsmönnum eins og kom vel fram í myndinni um Hlemm, sem við sáum fyrir nokkrum árum og enginn stofnun sem þykist vera fagleg gat gert neitt fyrir þetta fólk. Gerum ekki of mikið úr faglegri þekkingu, en það hefði kostað hundrað sinnum meira að reka svona heimilli, ef læknamafían hefði stjórnað þessu. En það voru samt kjörnir fulltrúar okkar og embættismenn þeirra, sem áttu að fylgjast með þeim peningum sem þarna runnu inn. En ég er samt sannfærður um að Virkið gerði ótal kraftaverk á þeim tíma sem það starfaði.

Bardagamaður

Ég hef verið að skoða nokkra bardaga bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Var að horfa á þætti um meistara Múhamed Ali í vikunni. Þar fer einn mesti íþróttamaður sögunnar og ein flottasta fíkúra samtímans. En Ali var auðvitað barn síns tíma og rasisti með öfugum formerkjum. Hann ánetjast ungur íslamstrú og öfgafullum svörtum mönnum sem náðu á honum stjórn. En hann var líka að berjast við fordómafullt samfélag og því skiljanlegt að hann neitaði m.a að gegna herþjónustu í Vietnam, þar sem hvíti maðurinn sendi svarta manninn til þess að slátra gula manninum og allt til þess að kapitalistar heimsins gætu barist við ógn kommúnismans. En samt held ég að Ali hafi róast með árunum og er nú virtur og dáður af flestum bæði hvítum og svörtum.

Það hefur líka verið gaman og aumkunnarvert í senn að fylgjast með "slagsmálunum" í "Frjálslynda" Nazistaflokknum. Þarna er samankomið mikið af hæfileikafólki, en vandamálið er að þetta fólk hefur ekki alist upp í venjulegum stjórnmálaflokki og hefur aldrei þurft að lúta flokksaga. Þessi hanaslagur hefði t.d aldrei getað átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum eða Framsókn. Ef menn reyna að slá sig til riddara í þessum flokkum þá eru þeir bara látnir fara. Hann Davíð minn var lang bestur í því að halda aga í Íhaldsflokknum mínum. Þegar hann byrjaði sem formaður í upphafi tíunda áratugarins var flokkurinn fullur af smákóngum, sb Sverri Hermannsson en nokkrum árum síðar var flokkurinn laus við þá alla. Annað sem ég var hrifnastur hjá Davíð var að kæfa alla leiðindaumræðu í fæðingu. ESB og Evran var ekki á dagskrá. Eftir að við mistum Davíð í Seðlabankann hafa smákóngar í öllum flokkum vaðið uppi mðe sjálfstæðar skoðanir. Það á ekki að lýðast. Það á ekki að vera almenningur sem stjórnar umræðunni heldur stjórnmálamenn. Er það ekki annars?

Það hefur líka verið bárátta að standa í skrifinsku eins og greiðslumati. Það er auðvitað arfavitlaust að vera að fara í svoleiðis vitleysu, þegar maður hefur verið í:

a. Þriggja mánaða heimsreisu.
b. Gift sig og tekið langt sumarfrí+fæðingarorlof.
c. Þurft að stunda tvö skóla á árinu.
d. Frúin verið meir og minna tekjulaus vegna meðgöngu, lasleika og fæðingarorlofs.
e. Auk þess sem var tekinn fulur skattur af orlofstekjum.
f. Kaup á tveggja hæða sumarhúsi á vísa-rað.
g. Vera skráður með tvo bíla á skattaskýrslu
osf osf

Þetta skiptir engu máli. Þegar maður tekur sig til, þá græjar maður alla hluti. Það er nefnilega mín reynsla að ef manni langar virkilega í eitthvað þá getur maður það. Vilji er allt sem þarf. Þessi fleygu orð eru komin úr munni stórskáldsins og náfrænda míns Einars Benediktssonar. Gunnar Thoroddsen notaði þessi orð líka með eftirminnilegum hætti í áramótaávarpi á síðustu öld og þessi orð eiga að vera einkennisorð okkar allra.

Vilji er allt sem þarf.

Vin

Í seinni tíð keppir maður bara á sérstæðum skákmótum. Hef m.a áhuga á Víkingaskák og að taka þátt í að útbreiða skák meðal fatlaðra osf. Þessvegna hef ég stundum reynt að taka þátt á skákmótum niðri Vin Hverfisgötu. Þangað mæta oft sterkir meistarar, eins og Danielsen og Róbert Harðarsson. Í gær tefldum við fimm umferðir á sérstöku afmælismót fyrir Guðfríði Lilju forseta S.Í. Leikar fóru þannig að eftir fimm umferðir vorum við Guðfríður Lilja, Hendrik og ég efst og jöfn með fjóra vinninga. Þá var móti slitið. Hendrik og Guðfríður leyfðu tvö jafntefli, en ég tapaði aðeins fyrir Hendrik, eftir að hafa leikið af mér steindauðri jafnteflisstöðu (mislitir biskupar). Annars hefði ég kannski náð að vinna mótið, en við Guðfríður náðum ekki að mætast í mótinu, en ég tefldi nokkrar æsilegar skákir m.a við Hendrik og Hrafn Jökulsson. Hrafn ákvað að veita Guðfríði sigur á mótinu, eftir einhvern stigaútreikning, sem aldrei fór fram, en enginn gerði athugasemd við það að leyfa Guðfríða að fá fyrsta sætið vegna tilefnis mótsins. Ég fékk að velja mér bókaverðlaun og valdi ég mér hina frábæru bók: "Hvernig ég varð heimsmeistari", eftir sjálfan M. Tal. Ekki slæm verðlaun það. Hins vegar voru úrslit þau sem birtust á skak.is og fleirri vefslóðum eru ekki nákvæmlega rétt, en það skiptir ekki máli, því aðalatriði mótana í Vin er að vera með og fá fleirri að skákborðinu. Hins vegar birtu þeir hjá Redcross rétt úrslit, en tóku fram að frúin hafði unnið á stigum, sem var ekki raunin því enginn stig voru reiknuð eins og áður sagði. Maður er bara svo hégómlegur. Þetta minnir mig á þegar ég náði jafntefli við Hort í Valhúsaskóla þegar ég var um ellefu eða tólf ára gamall. Blöðin birtu nöfn þeirra örfáu sem höfðu lagt kappann, auk þeirra sem náðu jafntefli. Nafn mitt gleymdist. Ég fékk fólkið mitt til að hringja inn leiðrétttingu á Vísi og fékk því mynd og aukafrétt um þetta "afrek" mitt.

Nú er maður byrjaður í sjúkraliðanum aftur. Reikna með að klára í vor, nema maður láti plata sig í aðra heimsreisu. Varla, því maður er með enn brjálæðislegri hugmyndir m.a um íbúðarkaup osf. Vona bara að maður haldi geðheilsunni.

Heimavinnandi húsmóðir

Þá er maður orðinn heimavinnadi húsmóðir. Nokkra daga í viku passa ég litla gaur til kl hálf fimm á daginn. Fyrsta "vaktinn" einn með honum var á nýjarsdag, en eftir nokkra byrjunaorðuleika hefur þetta gengið vel. Núna leikum við okkur saman strákarnir og horfum á tælenskt vcd myndbönd. Ætli við verðum ekki orðnir góðir í söngnum eftir einhverjar vikur. Maður ætti líka að geta unnið eitthvað á tölvuna í vetur, m.a klárað þennan sjúkraliða.

Vinnufélagarnir hittust á Caffi Óliver í gær. Ég ákvað að kíkja aðeins og láta mig svo hverfa fljótlega. Það var nefnilega svo góð daskrá á Rúv. Hvað er eiginlega að gerast með mann? Skemmtanir heilla ekki lengur, þótt vissulega sé gott að kíkjá út annað slagið. Þá var það vandamálið. Ég þorði ekki að spyrja neinn til að gera mig ekki að fífli. Ég er nefnilega dottin út úr þessu samkvæmislífi. Vissi ekki hvar þetta Óliver var til húsa, sem sýnir hversu háan stall skemmtanalífið skipar hjá manni síðusta ár. Á endanum herti ég mig upp og hringdi í Faaborgmeistarann (borið fram Foborg) og spurði hann hvar þessi búlla væri til húsa. Þetta er víst gamla kaffi List sagði Faaborginn. Fyndið, því Kaffi list var minn uppáhaldstaður í gamla daga þegar ég var á djamminu. Þar var mikið spiluð suðræn salsatónlist og maður gar vonast til að hitta spænskumælandi fólk í spjallið.

Annars lenti ég í því að týna bíllyklunum í gær. Reyndar átti ég aðra lykla en þetta voru sérstakir lyklar með fjarstýringu auk þess sem ég hafði hengt ómetanlega lykla á þessa kippu. Því fór drjúgur tími í gærkvöldi að leita að lyklunum áður en það yrði of seint. Í morgun fundust svo lyklarnir undir sófanum, þar sem ég hafði skúrað þeim undir hann í hreingerningum gærdagsins.

Flókið kerfi

Á sínum tíma vildi einhver snillingurinn í TR hræra í okkur. BLABLA. H'un fer fyrst á sjúkradagpeninga og síðan á framlengt fæðingarorlof, blabla. Eða öfugt. Málið var að frú Deng var óvinnufær síðasta meðgöngumánuðinn eins og gerist mjög oft. EN TR leggur víst gildrur út um allt. Heitir þetta ekki að vera tekinn. Haha.

Sæll Gunnar

Ég var beðin að skoða bréf frá þér v/ skattkorts konu þinnar. Ég fann kortið strax og sá líka að því hefði verið skilað vegna sjúkradagpeninga.
Það vill svo til að við erum með tvo kerfi í gangi svo það þarf að vera vakandi vegna þess. Ég sá líka að konan hefði ekki farið á sjúkradagp, heldur á framlengingu
þess vegna fór kortið ekki til fæðingarorlofsjóðsins. Það er allfarið á ábyrgð eiganda kortsins að það sé nýtt á réttan hátt og ber eiganda að fylgjast með því.
En auðvita viljum við að ekki þurfi að koma til þessa. Ég mun senda þér kortið í pósti í dag.

Kveðja: XXXXXXXXX

Heimsókn í TR















Rosalega er gaman að heimsækja Tryggingastofnun Ríkisins. Góðan daginn, ég ætla að ná í skattkortið fyrir mig og frúna. Já, látum okkur sjá. Það er á leiðinni til ykkar, já bíddu við. Þitt skattkort hefur aldrei komið hingað. Það er bara hennar kort sem skilaði sér. Gaurinn fór að reikna, Jamm ég sé að það var tekinn fullur skattur af fæðingarorlofi þínu. Þetta gerir tæplega hundrað þúsund á þrem mánuðum. Já en ég skilaði skattkortinu 25 sept. Man þetta eins og það hefði gerst í gær. Við höfum ekkert um það. Þú færð þetta kannski bætt í ágúst hjá Ríkisskattsjóra. Þegar ég var kominn heim ákvað ég að hringja í þjónustuverið. Góðan daginn, er einhver möguleiki að þið getið fundið skattkortið mitt einhverstaðar. Já, það er á leiðinni. Nú ég var að tala við starfsmann áðan sem sagði að kortið mitt væri týnt. Nei, það er ekki týnt, en ég sé að skattkort konunar hefur aldrei skilað sér hingað sagði konan. Ég bað hana um að reikna fyrir mig. Já, það er greinilegt bætti hún við. Síðan fór hún að reikna. Já það hefur verið tekin fullur skattur af henni. Þetta eru ca 150.000 kr á þessum 6. mánuðum sem hún tók í orlof!.....

En hvernig stóð á því að þjónustufulltrúinn í TR fullyrti við mig að mitt skattkort hefði aldrei komið, en kerlingin í þjónustuverinu fullyrti hið gagnstæða? En ég vil bara fá mitt skattkort, SATANA BERGELE

Skattkortið mitt var að skila sér heim áðan. Það var því hennar skattkort sem var týnt. Hvernig stóð þá á því að þaulreyndur starsmaður TR gat verið að bulla annað við mig. Þá verður maður víst að fara að væla í Ríkisskattstjóra um endurborgun. Á ég kannski að taka sveðjuna með til Skattman eða, nei rólegur Gunz!

Annars er ég núna farinn að æfa á tveim stöðum. Fínt mál, því ég er ennþá svo munaðarlaus æfingalega séð. Núna er ég kominn með hálfgerðan einkaþjálfara sem hefur nú reyndar þjálfað mig áður með góðum árangri. Ég geng undir afarkosti hans og hlýði öllu sem hann segir. Reikna þá með að taka bekkpressuna á leynistaðnum, en læðist kannski í gymmið til að taka kripplingabeygjur og dedd (réttstöðu). Við skulum allavegana lofa kjötbætingu á næstu dögum. Síðan verður að taka til athugunar helvítis slopparuglið. Annars er nýji/gamli þjálfarinn allur að vilja gerður til að aðstoða mig meðan ég beygi mig undir þjálfunaraðferðir hans. Annars hef ég alla æfi verið að þjálfa mig sjálfur með nákvæmlega engum árangri. Hef núna mun meiri trú á Sovésku aðferðinni.

Svo eru það fasteignakaupin. Út um allt eru tvítugar stúlkur (og strákar), þjónustfulltrúar, fasteignasalar og sölumenn að segja mér hvernig best er að snúa sér. Allir vilja þykjast vilja hafa vit fyrir manni. Þú þarft að fara í greiðslumat! Nei þú þarft ekki að fara í greiðslumat. Þú þarft verðmat á íbúðina! Nei, þú þarft sko ekki verðmat á íbúðina. osf. Svo virðist kerfið vera helmingi flóknara eftir að bankarnir tóku til við að gengisfella Íbúðarlánasjóð. Síðan virðumst við vera með allt aðrar hugmyndir en þetta fólk. Það er auðvitað vegna þess að maður er hálfviti.

Annars hittum við þennan hressa Frakka út í Wangspung fyrir jól. Hann Jeau er mikill ævintýramaður sem hefur m.a rekið veitingastað í sex ár á Phuketströnd og búið í meira en ár í Burma. Alger fjörkálfur sem lifði fyrir líðandi stund. Hann minnti mig mikið á skákmanninn Nataf hinn franska. Hann hafði hins vegar lítinn áhuga á skák, en spilaði mikið tölvuleiki og eina íþróttin sem hann fílaði var enskt rúbý, en hann hafði verið kepnismaður í þeirri íþrótt út í Frakklandi, en það fór ekki á milli mála þegar maður sá holninguna á manninum. Við vorum líka sammála um að Parísarbúar og Frakkar væru ekki það sama. Parísarbúar koma óorði á Frakka allveg eins og leiðindarpúkarnir í Köben koma óorði á alla Dani. Þessvegna sagði ég alltaf að Frakkar og Danir væru leiðinlegasta fólk í heimi, en réttara væri auðvitað að segja að Kaupmannahafnabúar og Parísarfrakkar eiga þann "heiður" skilið.

Þreyta

Núna er maður víst orðinn barnapía, þegar maður er ekki að vinna. Þz eftir næturvaktir tekur ég við að passa Tigerinn til kl 4.30 á daginn. En sem betur fer er þetta prógram ekki alltaf svona stíft. En samt þetta það besta í stöðunni og vaktarvinna á nóttinni hentar vel þessa dagana.

Maður er rétt að ranka við sér eftir jólin. Þau voru fín að vanda, en núna tekur leiðindartímabil við þangað til sól fer aftur að hækka á lofti. Hvernig væri bara að bregða sér út fyrir landsteinana aftur. Ég sá í Ísland í bítið að það var verið að auglýsa eftir nokkrum sem vildu komast ókeypis til Cúbu og þeir ættu að rökstyðja hvers vegna þeir ættu að verða fyrir valinu. Ég átti ekki erfitt með það því ég hef verið með Cúbu á heilanum í áratug. Ef við verðum heppin þá vinnum við öll ferð til Varadero á Cúbu. Hasta la victoria siempre.

Svo er að finna stærra og betra húsnæði, það gæti verið dálítið strembið. Allskonar pappírsvinna er framundan áður en það verður ljóst hvort það verði raunhæft að stækka við sig strax. Er maður kannski að sigla inn í maníu og dómgreindarleysi. Var að festa kaup á þessu fína einbýlishúsi út í Thai og veð svo áfram hérna á klakanum. Það ætti kannski að loka mann inni svei mér þá.

Crazy

Ég fór á æfingu í dag, en í þetta skiptið þurfti ég ekki að lyfta einn. Maður að nafni Ömmi Crazy var að byrja æfinguna eins og ég. Ömmi þessi eða Ögmundur leigubílstjóri var einn sá hrikalegasti hér áður fyrr. Ögmundur sem nú er kominn á sjötugsaldurinn getur lyft yfir 150 kg hvenær sem er, en hann er nú aftur byrjaður að æfa og er margfaldur meistari í bekkpressu. Hann er sennilega eini maðurinn á Íslandi í dag, sem tekur yfir 150 kg, en er samt kominn á sjötugsaldurinn. Ömmi á best í kringum 195 kg og gæti náð sínu gamla formi ef hann heldur áfram að mæta. Við æfðum með sérstaka stöng sem Magnús Ver á að hafa smíðað fyrir Jón Pál á sínum tíma. Um er að ræða venjulega stöng, en gripið á stöngini er þannig að gripið er hálföfugt, sem þýðir að minna álag er á axlir. Við félagarnir pumpuðum 115 kg nokkur reps, en viktirnar á þessari stöng eru mun þyngri en á hefbundinni stöng. Annars finnst mér hinn sanni andi vera að koma í gymmið. Búið er að hengja upp stóru myndina af Jóni Páli fyrir ofan bekkinn og speglar eru komnir í powerherbergið og svo er það Jón Páls stöngin fræga sem ég ætla að lyfta oftar með enda söguleg stöng, eins og Ömmi orðaði það.

Á morgun ætla ég að bregða mér í Hagaskóla til að taka þátt í forvali fyrir keppnina um Meistarann sem Stöð 2 sýnir á næstu mánuðum. Einn vinnufélagi minn náði mjög langt í þessari keppni í fyrra og það er alveg sársaukalaust að vera með. Það sem ég hef ekki mætt á Grandið í tæplega ár, þá langar mig að sjá hvernig mér gengur í dag, en ég hef lítið getað fylgst með dægurmálum, þannig að hætta er á því að ég fari illa út úr þessum spurningaleik. Skiptir varla máli, því ég hef samt alltaf rosalega gaman af svona spurningaleikjum.

Annars er það að frétta að við erum búin að finna draumaíbúðina, en til þess að eignast hana verðum við sennilega að borga of mikla peninga og selja Mýrina sem fyrst. Í tvö fyrri skipti sem ég hef skipt um íbúð, hef ég alltaf selt fyrst og keypt svo og í bæði skiptin þurfti maður að milliflytja, þótt maður fengi m.a fjóra mánuði til að afhenda seinni íbúðina. Því viljum við kaupa fyrst og síðan selja í rólegheitum, en þessir fasteignasalar eru erfiðir og vilja fá mann til að falla í sömu gryfjuna og tvö fyrri skiptin. Ég nenni ekki að standa í því aftur. Maður á ekki að selja ofan af sér og lenda svo á götunni. Það kemur ekki til mála.

Annað kvöld ætla ég að skjóta upp nokkrum flugeldum, fara svo í fjölskylduheimsókn og enda kvöldið á að sjá bestu hljómsveit Íslandsögunnar, unglingahljómsveitina Pops. Ég hef alltaf reynt að sjá þá á hverju ári. Ef ég hef ekki komsit á nýjársdansleikinn á Hótel Sögu, þá hef ég farið á Kringlukránna helgina eftir. Óttar Felix Hauksson er mesti töffari sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann er Bítlakynslóðin holdi klædd. Núna hefur Eiríkur Hauksson fyllt skarðið sem Pétur Kristjáns skildi eftir sig og ég efast ekki um að þeir verða frábærir að vanda. Þetta verður CRAZY stemming.

Nú eru enn ein jólin að renna sitt skeið. Fyrir mér eru jólin hátið afslöppunar og fjölskyldunnar. Fólk hittist borðar góðan mat, les góða bók og nýtur þess að hlusta á góða tónlist. Einhverntíman kom það til tals út í Thailandi hvernig það væri að lifa allan veturinn í myrkri og kulda upp á Íslandi. Ég reyndi að skýra það út að hátíð jólanna bætti úr þessu, því þrátt fyrir myrkur og leiðindi, þá gefa jólin manni mikla birtu og gleði. Og tónlistin og vanafestan skipar líka mikinn sess í jólahaldinu. Maður hlustað eiginlega alltaf á aftansöng jóla á aðfangadag og tók þátt í öllum hefbundnum "serimóníum" í kringum jólahaldið, allt laufabrauðsbakstri til aðventuskreitinga. Jólin eru ekki bara þessa þrettán daga. Þau byrja að mínu áliti strax á aðventunni (fyrr hjá sumum) og enda á þrettánda degi jóla. Það er líka orðið ómissanid að hlusta á Helga Skúlason fara með kvæðið Nóttin var svo ágæt ein. Annað dæmi um jólastemmingu í minnni fjölskyldu var eitt tónlistamyndband sem horft var á þúsund sinnum á heimili afa míns og ömmu, en það voru jólatónleikar Pavarottis í Montreal einhvertíman í upphafi níunda áratugarins. Held að karlinn hafi verið á hátindi ferils síns þá og fegurri söng hef ég hvorki heyrt fyrr né síðar. En núna enda jólin hjá mér með tónleikum hjá Pops. Vonandi fæ ég útgönguleyfi hjá frúnni.

Nýtt hús

Maður er ekki ennþá búinn að semja við bankann um afborganir á gullkortinu (sumarhúsinu í Thai), en maður er samt farinn að skoða stærra húsnæði á Íslandi. Núna flettir maður fasteignablöðunum, eins og unglingur sem flettir klámblaði eða Bubbi að skoða bílablöð. Sennilega ekki raunhæft að' kaupa núna, en maður veit ekki sitt rjúkandi ráð, því maður er farinn að hringja í fasteignasölurnar, sem allar taka manni vel og vilja allt fyrir mann gera. En er það ekki týpíst að þessir sölumenn séu tilbúnir að gera allt fyrir mann? Hver veit nema maður verði kominn í nýtt og betra húsnæði fyrr en margan grunar, eða er ég að geggjast endanlega?

Ég fór á mína þriðju æfingu upp í gym80 uppá Viðarhöfða í gær, en núna eru gömlu andlitin að detta inn, sem maður þekkti frá gamla staðnum á Suðurlandsbraut. Veit líka að Bóndinn er með marga kúnna í biðstöðu, sem ætla að æfa í nýja gyminu í Hátúni. Annars vil ég bara óska þessum strákum sem eru að reka alvöru lyftingastöð alls hins besta, en veit að þeir verða aldrei ríkir á þessu. Það er bara Bjössi í World Class sem getur grætt á svona rekstri, en World Class er ekki með neina lyftingamenn. Bara menn í vöðvarækt og og spjátrunga af báðum kynjum. En best að vera ekki að tjá sig um Laugar (World Class), því ég þekki ekkert þann stað. Veit bara að kraftlyftingar eru ekki stundaðar í Laugum. En er ekki bara málið fyrir stöðvar sem eiga að ganga fjárhagslega að fá bardagaíþróttir saman við lyftingar. Nýja Gym80 verður með hnefaleikasal, sem er vonandi mjög sniðug leið til að fá fólk upp á Viðarhöfða.

Og talandi um kraftlyftingar, þá er ég verulega vonsvikinn fyrir hönd þeirra. Við eignuðumst mikla afreksmenn á árinu í þessu sporti. Reyndar klofnaði hinn íslenski kraftaheimur í tvö sambönd, en við eignuðumst m.a heimsmeistara í kraftlyflyftingum og heimsmethafa. Heimsmeistarinn Auðunn Jónsson var m.a tilnefndur í kjöri til Íþróttamanns ársins, en kraftlyftingar eru ennþá lagðar í einelti hjá íþróttafréttamönnum þessa lands. Í mínum huga hefði Auðunn átt að vinna titilinn, en ekki einhver handboltamaður. Handboltinn er líka jaðarsport í heiminum. Hann er einungis stundaður í örfáum löndum og er ennþá að því sem ég best veit ekki mikið vinsælli en indverskt rottuhlaup. Einhver spekingurinn bendi mér á að Guðjón Valur væri toppurinn á handboltanum í dag. Gaurinn væri með 2700 elóstig, sem hanboltamaður eða í heimsklassa. Það er Auðunn Jónsson líka því hann hefði svo sannarlega átt skilið að vinna. Annars gef ég orðið frat í þessar kosningar íþróttafréttamanna. Mér finnst að þjóðin sjálf eigi að velja íþróttamann ársins. Það að heimsmeistarinn í kraftlyftingum fái ekki fleirri atkvæði, en fótboltakonur í kvennalandsliði Ísland með fullri viðingu fyrir þeim er bara hneyksli. Þá er bara betra að sleppa því að tilnefna kraftlyftingamann í þessu fáránlega kjöri. Annars er mín skoðun sú að úr því að kraftlyftingar voru ekki í náðinni, þá áttu þeir bara að kjósa Birgi Leif golfara sem íþróttamann ársins, því mér finnst afrek hans að komast í evrópsku mótaröðina miklu meira afrek, en það sem handboltastrákarnir okkar voru að gera. Golf er ein vinsælasta íþróttagrein í heimi, en handbolti er bara á svipuðum stalli og indverskt rottuhlaup og þar fyrir utan hefði ég sett Eið Smára fyrir ofan þessa handboltastráka.

Sparikarlinn og Atlowitz eru núna lagðir af stað til Filipseyja þar sem þeir ætla að lenda í ævintýrum. Spari fer með sambýliskonu sinni og átta mánaða gamalli dóttur, en Atlowitz er að fara að hitta tilvonandi unnustu sína og eiginkonu, sem er gul og ramkaþólsk. Giftingin verður í næstu viku og þá fær hann fyrst að sofa hjá henni held ég! Veit ekki hvort þetta sé leyndarmál, en þá verður bara að hafa það. Atlowitz er bara gælunafnið á manninum, en hann ætlar að dvelja í um tvo mánuði á Filipseyjum, en hann eyddi tæplega þrem mánuðum á Pattayaströndinni í Thailandi snemma á síðasta ári. Atlowitz er því sannur ævintýramaður og kvennagull. Sparimaðurinn verður hins vegar bara einn mánuð í landinu og mun dvelja þarna á lúxushótelum og lifa eins og greifi. Hann má þó eiga það að hann er ekki eins vitlaus og ég, því hann krefst þess að vera í fyrsta flokks húsnæði í þessum löndum, því það er alger óþarfi að hafa það verra en heima hjá sér úr því maður verður að þvælast til þessara landa. En það er auðvitað alltaf hættulegt að ferðast í þessum löndum. Í Barcelona var einn skólafélagi minn ættaður frá Filipseyjum að segja okkur frá ástandinu í Manila höfuðborg landsins. Sagði það mjög algengt að menn væru rændir strax í leigubílnum á leið frá alþjóðaflugvellinum. Svo hitti ég konu í dag sem var að koma frá Kenýía. Hún bað farastjórann að fara með sig í fátækrahverfin í höfuðborginni Nairobi, því henni langaði svo að sjá hvernig fátækt fólk hefði það. Það væri ekkert mál var henni tjáð, en í besta falli kæmi hún fatalaus til baka þar sem fólkið væri þegar búið að selja af henni fötin fyrirfram, en í versta falli myndi aldrei til hennar spyrjast aftur. Blökkumaður sem var einn af farastjórum fyrir hópinn sagðist aldrei í lífinu voga sér í þessi fátækrahverfi, því það yrði hans bani. Samt er Kenyia eitt friðsamasta land í Afríku.
Já, það er vandlifað í henni veröld.

Gleðilegt ár

Þá er komið nýtt ár og þá er kominn tími til að stíga á stokk og koma með nokkur áramótaheit. Hvað ætlar maður sér á nýju ári.

1. Ætla að stunda heilsurækt, æfa hnébeygjur og pumpa lóð.
2. Byrja aftur í golfi á árinu. Stefni á að bæta forgjöfina. Óvíst með klúbb.
3. Stefni á áframhaldandi bindindi. En einn og einn ELLI er góður fyrir svefninn.
4. Draumurinn er að komast í stærra húsnæði á Íslandi á árinu 2007.

Annars var gamlárskvöldið rólegt hjá okkur. Byrjuðum vestur í bæ, þar sem við fórum í fjölskylduboð. Við vorum reyndar ennþá í þreytugírnum, þannig að við gátum ekkert talað við fólkið, en auka gestir voru stúlka frá Svíþjóð og svo vinur systir minnar. Því miður var vesen með sjónvarpið, en maður er svo hrikalega vanafastur að maður má helst ekki missa af annál ársins og fúlu skaupi. Svo nentum við ekki að ganga niðrá brennu sem var á Ægisíðunni. Sé dálítið eftir því, en í staðinn lagði maður sig fyrir skaupið. Eftir miðnætti fórum við svo heim í Mýrina, en þegar klukkan var að ganga tvö skrapp ég aðeins í partý á Vesturgötunni og þar sem maður er að verða löggilt gamalmenni, þá er maður ekki lengur neitt partýljón og eftir að hafa látið Faaborgmeistarann plata sig til að keyra sig upp í Breiðholt, þá fór ég heim að sofa fyrir kl. þrjú, enda átti ég að passa Tigerinn daginn eftir því frú Deng átti að byrja að vinna eldsnemma á nýársmorgun. En það skrítna gerðist að ég fékk dúndrandi hausverk á nýjarsdag og meiri þynku en ég hafði áður upplifað. Þessi veikindi stóðu frá hadegi til klukkan níu um kvöldið. Það skrítna var að ég hafði ekki verið að drekka vín, enda löngu hættur að drekka áfengi. Sennilega hefur þetta verið flassback frá fyrri árum, en ég var að því kominn að tilkynna veikindi í vinnuni um kvöldið, en ég átti byrja mína fyrstu næturvakt í nótt. En skrítið þetta með þynkuna, því ég var bláedrú að vanda, en verð þó að viðurkenna að ég hafði fengið mér hálfan ELLA.

Sigurður Rúnar varð 6. mánaða gamall í dag 1. janúar, en við héldum ekkert sérstaklega upp á það. Reyndar kom Helga amma í heimsókn, en þá var meistarinn sofnaður um klukkan níu um kvöldið. Þessi dulafulli hausverkur hjá mér kom svo í veg fyrir að við buðum fleirra fóki í afmælið, en hálfs árs afmæli eru merkileg tímamót að mínu mati. Við höldum bara upp á þetta í vikunni.

Ég sá í sjónvarpinu í kvöld að Guðni sjúkraliðanemi og kolleki minn við sundin blá hafði eignast fyrsta barn ársins með konu sinni Ástu. Báðar sjónvarpstöðvarnar birtu viðtal við fjölskylduna og myndir af litla barninu sem var rúmlega fjögur kíló við fæðingu. Guðni er því aftur farinn í fæðingaorlof, en fyrir áttu þau rúmlega ársgamalt barn. Ég vil óska þeim til hamingju með strákinn og tímasteninguna á fæðingunni. Sniðugt hja Guðna að búa til annað barna og komast aftur í fæðingarorlof. Ég væri alveg til í að komast aftur í fæðingarorlof á nýja árinu. Þetta er mikið afrek hjá geðdeildarfulltrúanum og ljóst að kaleshnikófinn er í góðu lagi á þeim bænum.