Thursday, September 28, 2006

Víkingur

Hið "geysivinsæla" Víkingaskákmót var haldið um miðjan mánuðinn að heimili Magnúsar Ólafssonar höfundar leiksins. Um var að ræða Reykjarvíkurmót í leiknum og voru allir sterkustu Víkingaskákmenn landsins mættir til leiks. Mótið hafði yfir sér alþjóðlegan blæ, því tveir keppendur voru af þýsku bergi brotnir, en stefnt er að því að breiða leikinn út meðal heimsbyggðarinnar enda stefnt að því að fjölga í hópnum á næsta móti. Leikar fóru þannig að ég sjálfur náði að vinna mótið og þar með náði ég að vinna öll þrjú mótin á þessu ári og þar með talið Íslandsmótið í vor og hin umdeilda al-heimsmeitaratitil. Því miður missi ég að öllum líkindum af Jólamótinu, því þá verð ég út í Thai, en þá verður bara nýr meistari krýndur. Gott mál fyrir hann, en þá hefur maður eitthvað til að stefna að, þs að hirða fyrsta sætið aftur. Ég náði að vinna meistara síðustu ára, Svein Inga í fyrstu umferð, en rétt náði svo að hanga á jafntefli gegn Haldóri Ólafssyni í síðustu umferð, því hann féll á tíma með gjörunnið tafl.
Úrslit
1. Gunnar Fr. Rúnarsson 4,5 vinn
2. Sveinn Ingi Sveinsson 4.0
3. Halldór Ólafsson 3.5
4. Sigurður Narfi Rúnarsson 2.0
5. Hjalti Sigurjónsson 1.0
6. Silfurskottan 0.0

Tuesday, September 26, 2006

Við förum

Við förum í sumarhúsið okkar á næstu dögum. Þetta verður auðvitað bara fjölskylduferð, þar sem Siggi fer á sínar heimaslóðir. Hvað sjálfan mig áhrærir, þá verður maður að bíta á jaxlinn. Ég hefði getað klárað sjúkraliðann fyrir jól, en þessi ferð setur auðvitað strik í reikninginn. Einnig er staðurinn það norðarlega að öll venjuleg rútína dettur uppfyrir, sb lyftingar. En ég reyni að heimsækja Hótelsundlaug, sem hefur yfir litlum tækjasal að ráða. Ekki fullkominn, en ætla samt að vona að þeir hafi bætt við tækjum. Annars panta ég bara lyftingasett frá Bangkok. Svo er það bara að leggjast í skriftir og innhverfa íhugun. Velta fyrir sér, hvert maður stefnir og hvert liggur leið. Besti staðurinn fyrir sjálfskoðun er auðvitað hinm meginn á hnettinum. Svo er það spurning hvort ég reyni ekki að læra tælensku & Laou. Eða spurning hvort ég fari ekki í massífa Muy-Thai þjálfun. Ég er nefnlilega í frekar slöppu formi, þannig lagðað séð. Hef aðeins verið að taka á lóðunum í sumar, en hefði viljað fara í smá herþjálfun. Ég æfði fyrir mörgumn árum karate hjá Atla karatemeistara og kunni nokkur góð pungspörk. Einnig var ég í Júdó á sínum tíma hjá Ármanni og hefði viljað ná upp sama formi og í denn. ("Þegar ég var moli", eins og Viddi orðaði það). Held að Thaiboxið sé málið, því ekki veitir af að komast aftur í karateform á þessum síðustu og verstu tímum.

Friday, September 22, 2006

Ég er

Ég er hættur að vera FRAM_ARI. Hreinar línur. Allavegana ætla ég að íhuga það rækilega hvort hverfislið mitt verði ekki sett í salt um óákveðinn tíma. Núna er ég eingöngu að gagnrýna stjórn Fram í bæði fótbolta og handbolta. Við munum hvernig stjórn handboltadeildar kom fram við Heimi Ríkharðsson á sínum tíma. Sannur Framari var rekinn vegna þess að það átti að ráða einhvern betri. Reyndar varð Fram síðar Íslandsmeistari með Guðmund Guðmundsson í fararbroddi, en það breytir því ekki að menn eiga að koma vel "FRAM" við eðal Framara . Síðan kom stjórnin skelfilega fram við leikmenn sína og nefni ég bara Sverrismálið sem dæmi, þegar það átti að blóðmjólka miljónir fyrir hálffertugan handboltamann, sem þráði að spila í Bundeslíkunni eftir að hafa landað Íslandsmeistaratitli fyrir Framara. Núna segir stjórn knattspyrnudeildar Fram upp Ásgeiri Elíasyni sem kom Fram upp í Úrvaldsdeildina aftur með heil níu stig fyrir ofan næsta lið. Ég er klár á því að Olla vini mínum og eðal-Framara er ekki skemmt. Gel trúað því að hann sé núna alveg brjálaður eins og svo margir gamlir góðir Framarar. Ásgeir Elíason er í mínum huga holdgerfingur Framarans. Í honum slær Framhjarta og hann kom liðinu til hjálpar eftir að liði féll um deild á síðasta ári. Ásgeir hefur marg oft komið Fram til hjálpar og gert þá að Íslandsmeisturum. Ég get alveg skilið að menn taki pokann sinn, ef árangur næst ekki, en það á ekki að segja sigursælum þjáfar upp, til þess eins að koma einhverju frægu nafni í starfið. Af hverju segir ekki þessi formaður bara sannleikann, að þeir vilji fá Gauja Þórðar til að þjálfa liðið, en sleppa því að skíta Ásgeir út í Fréttablaðinu í dag. Þetta er eiginlega barfa viðbjóðslegt. Maður fylgist með á næstu dögum og fer svo bara að halda með Þrótti á næstu árum. Ég hef alltaf haft taugar til þeirra af sögulegum ástæðum. Meðan stjórn Fram situr áfram, mun ég ekki gangast við þessu félagi. Fellum stjórnina, eða förum eitthvað annað. Áfram Þróttur.

Tuesday, September 19, 2006

Söngur fyrir Tiger

Fly me to the moon
And let me play among the stars
Let me see what spring is like
On Jupiter and Mars
In other words hold my hand
In other words darling kiss me

Fill my life with song
And let me sing forevermore
You are all I hope for
All I worship and adore
In other words please be true
In other words I love you

Sunday, September 17, 2006

Barcafárið

Ég hafði alveg gleymt að óska Señor Eiði Smára til hamingju með "framistöðu" sína hjá Barca. Hann kom inná í fyrsta leiknum í deildinni og skoraði flott mark, en síðan hefur hann mátt verma bekkinn að hluta, en kemur oft inná til að hvíla súperstjörnuna Eto'o. Í kvöld kom hann inná þegar nokkrar mínútur voru eftir og fiskaði vítaspyrnu. Hlutverk Eiðs er alveg klárt að mínu mati. (þótt ég hafi ekkert sérstakt vit á fótbolta). Hann á að koma inná gegn slakari liðum deildarinnar eins og Levante, Getafe, Racing og Gymastic þegar staðan er kannski 5-0 fyrir Barca til að hvíla stórstjörnur eins og Eto'o og Ronaldinho. Keppnistímabilið er langt, keppnirnar eru margar og menn eiga eftir að meiðast. Eiður skilur held ég alveg stöðu sína sem súpervaramanns. Annars er þetta orðið eitthvað tískufyrirbæri að halda með Barca. Núna er fullt af liði hætt að halda með Chelsea og farið að horfa á Barca. Kosturinn er sá að núna þarf maður ekki lengur að fara á reikmettaða drykkjubúllu eins og Ölver til að horfa á Barca, því Sýn hefur sýnt flest alla leikina með Barca hingað til. Það er auðvitað gaman að hitta menn eins og Olla og Skolla á Ölveri, en núna horfir maður bara heima og er blessunalega laus við reyk og bjór. Annars er maður eiginlega alveg hættur að horfa á boltann. Maður kveikir á sjónvarpinu og fer svo bara í tölvuna og rétt lítur upp, þegar einhver skorar mark. Samt má maður aldrei missa af leik! Í vetur fór ég samt á nokkra leiki með Barca í Ölveri, en þar voru alltaf sömu karlarnir að horfa á okkar lið. Núna eftir að Eiður kom hefur örugglega fjölgað í hópnum og aðdáendaklúbbnum, sem mér skilst að hafi verið til fyrir tíma Eiðs. Hlakka samt til að fara á Camp Nou á næsta ári með einhverjum góðum hóp. Eigum við að segja í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Annars eru einhverjir aðdáendur búnir að stofna flotta heimasíðu fyrir klúbbfélaga á Íslandi, BARCELONA.IS

Saturday, September 16, 2006

World Stongest

Við kíktum á Sterkasti maður heims fatlaðra niðri á Lækjartorgi í gær. Þar fara fram hrikaleg átök um titilinn í flokki sitjandi og standandi. Eftir að hafa fylgst með fyrstu greinunum þá sér maður hversu flott þetta mót er og hefur alþjóðlegt yfirbragð. Eftir fyrsta daginn í flokki standandi er Kristbergur Jónsson efstur, en ég var búinn að spá Vigni Unnsteinssyni efsta sætinu, en eftir að hafa séð Kristberg heljarmenni í brjálaðis ham verð ég að spá honum titlinum. Þeir Hörður Harðviður og Daníel Unnar fylgja honum fast á eftir, en Harðviðurinn á alltaf séns, þótt hann hafi ekki æft neitt. Sama á við um Daníel, sem er hefur mikinn styrk, en er ennþá að læra tæknina. Þrír fyrrum meistarar taka þátt í flokki standandi að þessu sinni, þeir Magnús Magnússon, Krístbergur og Harðviðurinn. Í flokki sitjandi eru nokkrir Íslendingar, M.a Þorsteinn Sölvason, en þeir eiga í höggi við hrikalega bekkpressara frá Finnlandi og Svíþjóð. Sá finnski á m.a vel yfir 200 kg í bekk. Keppnisgreinar í mótinu eru ekki fyrir hvern sem er og fékk ég sjálfur að reyna Uxargönguna, þs að ganga með tæplega 200 kg á öxlunum nokkra vegalengd. Fáir keppendur náðu reyndar að klára þá grein, en Emil Tölvutryllir sem keppir fyrir Færeyjar var hrikalega öflugur þar. Hann er að byrja aftur eftir langt hlé, en mætir samt helbrjálaður til leiks með færeyska fánann á skallanum. Keppninni líkur í dag laugardag kl. 14.00 við íþróttahús fatlaðra í Hátúni.







































Friday, September 15, 2006

Erfitt mál

Það er ekki svo auðvelt að fá aukavinnu, þegar maður maður er skráður í orlof. Ætli maður verði ekki að tína flöskur eins og Óli. H, eða að græða á spilakössum eins og Franklín. Ég spyr bara, hvernig á maður að komast í fríið ef maður hefur varla efni á því. Erfitt mál?

Thursday, September 14, 2006

Ekkert mál

Ég fór á myndina "Ekkert mál", en hún fjallar um líf Jón Páls Sigmarssonar. Ég valdi að sjálfsögðu afmælisdag minn til að sjá myndina og sé svo sem ekki eftir því. Með mér á myndinni var systursonur minn Benjamín, en hann er fæddur árið 1996 og er það mesta furða hversu vel hann þekkir gulltímabilið hans Jóns Páls, sem dó um þrem árum áður en Benjamín fæddist. En ég hefði samt frekar viljað fara á forsýningu myndirinnar deginum áður, þar sem ég hefði getað fengið miða og þar með hitt marga marga gamla powermenn, yfir léttum veitingum. Mér fannst myndin að mörgu leiti mjög góð, því ég féll gjörsamlega inn í tíðaranda myndarinnar, en myndir lýsir vel þessum árum frá 1984 til síðasta árs Jóns Páls árið 1993. Þetta tímabil er stundum kallað tímabil áttunda áratugarins, þar sem tónlistin og persónur myndarinnar endurspegluðu tíðarandann mjög vel, eins og Þorgrímur Þráinsson og alheimsfegurðardrottningarnar Hófí og Linda voru fegurstar allra kvenna árið 1986-1990. Við Íslendingar áttum sterkustu mennina og fallegustu konurnar og hingað komu Reagan og Gorbatsjov og menn hlustuðu á Duran Duran og Wham. Mér fannst þó myndin vera helst til löng, þar sem líf Jóns í Skotlandi fékk mjög ýtarlega umfjöllun, en hins vegar voru árin hans í Finnlandi ekki gerð nein sérstök skil. T.d átti hann marga góða vini í því landi og bjó þar um þó nokkurn tíma að því er sagt var. Hins vegar fékk annar "Finni" mikið pláss í myndinni, en það var Finnur Karls, sem rak um skeið eina stærstu líkamsræktarstöð landsins í Borgartúni. Komment hans í myndinni um ýmsar nafngreindar persónu orka tvímælis, en fyrir utan hann voru flestir viðmælendur myndarinnar mjög jákvæðir og einna skemmtilegast þótti mér viðtölin við Kazmaier. Á tímabil þótti mér myndin fara of mikið fram og aftur í tíma. Svo hefði alveg verið hægt að hafa fleirri leikin atriði og smella þá ljósum lokkum og gleraugu á Sæma Kálf Sæmundsson, sem er hrikalega massaður, en líktist Jóni Páli lítið í þeim atriðum sem hann lék í. Einnig var gaman að sjá heljarmennið Vilhjálm Bjarnason í hlutverki kraftamannsins á barnum. En kannski eru sveppir eins og ég ekki dómbær á mynd sem fjallar um þann tíma sem um ræðir. Ég þekkti að að sjálfsögðu aðalpersónuna mjög vel í gegnum fjölmiðla því hann var mikið idol hjá mér. Einnig kannaðist ég við aðra hverja persónu í myndinni því öll þessi gullár Jóns Páls voru svo sterk í minningunni, þar til Jón Páll dó, snemma árs 1993. Þá dó einhver hluti innan í mér, eins og svo mörgum öðrum sem dýrkuðu Jón Pál. Ég fékk aldrei sama áhuga á sportinu aftur og horfði mun minna á kraftakeppnir eins og World Strongest næstu ár á eftir. En hvernig er myndin fyrir þá sem standa fyrir utan íþróttina og þeirra sem þekkja ekki þetta tímabil í Íslandsögunni? Á myndin eftir að falla í kramið hjá hinum almenna áhorfanda? Vona að svo sé, því litli frændi minn sem þekkir þetta tímabil bara af afspurn hafði rosalega gaman af þessari heimildarmynd. Honum fannst hún bara svo svakalega sorgleg. Það fannst mér líka og verð að viðurkenna að ég var næstum farinn að gráta í lokinn.
Einkunn: þrjá og hálfa stjörnu af fimm.

Monday, September 11, 2006

Hvar varst...

Hvar varst þú, þegar þú fékkst fréttirnar um hryðjuverkin 11. september? Ég man allavegana hvar ég var. Ég var vakinn um hádegi af Narfa bróður, sem sagði mér að kvekja á CNN og Sky, því þar væri mikið að gerast. Annar turninn væri hruninn og hinn stæði í sljósum logum. Síðan horfði ég á seinni turninn hrynja í beinni....

Tímamót

Í gær var fékk svo litli nafn og í leiðinni ákváðum við Deng að ganga í það heilaga. Aðdragandinn var reyndar mjög stuttur. Fyrst var ég auðvitað ákveðinn í að hafa einhverja skírnarveislu, en var alltaf að draga hana á langinn. Það er nefnilega rammíslenskur siður að skíra barn, en vandamálið var það að ég sagði mig úr þjóðkirkjunni á síðustu öld, en það breytir samt ekki hugmyndum mínum um gamla íslenska siði. Annar íslenskur siður er sá að barn má helst ekki vera óskilgetið. Þs getið utan hjónabands. Siðan finnst mér nauðsynlegt að rækta sambandið við gamlar frænkur, því flestir eru sammála um að fólk hittist aðeins í skírnarveislum, brúðkaupum og að lokum í jarðarförum. Það sem í upphafi átti bara að vera einföld nafnaveisla varð svo líka brúðkaup. Félagi minn Davíð var síðan fulltrúi sýslumanns og því nokkurskonar yfir klerkur. "Skírnin" og giftingin tók bara nokkrar mínútur. Farið var með tvær bænir. Sungin voru tvö lög og síðan fórum við bæði með eina setningu. Einhverjum gesta varð að orði að aðeins hefði vantað að Dabbi hefði jarðað okkur líka, því allt var framkvæmt í einum grænum. Annars fannst mér aðalhöfuðverkurinn hverjum ég ætti að bjóða. Ekki var t.d möguleiki að bjóða öllum systkinabörnum mínum, en hins vegar vildi ég bjóða þeim sem höfðu áður boðið mér í samskonar veislur. Eitt dæmi var til dæmis ein frænka mín, sem náðist ekki í fyrr en í tveim tímum fyrir veisluna. Hún sagðist ekki hafa verið móðguð en hefði orðið það hefði ég ekki náð í hana. Því miður náði ég ekki í alla, sem ég "skuldaði" boð. Sum syskinabarna minna hafa haldið tvöhundruðmanna boð án þess að bjóða mér, en önnur hafa boðið mér og þeim vildi ég endurgjalda boðið. En því miður náði ég ekki í þessa fáu einstaklinga. En Marín frænka mín kom sem betur fer, því henni ætlaði ég að bjóða. Suma hafði ég því miður ekki tíma til að ná í. Skrítnar pælingar ekki satt. Sumum þýðir reyndar ekkert að bjóða, því þeir eru ekki mikið fyrir svona, en maður býður þeim þá bara uppá grín. Annars er þetta allt liðin tíð. En aðalatriðið er þetta. Tiger litili fékk nafnið: Sigurður Rúnar Phuangphila Gunnarsson. Ég tel að þrátt fyrir hrikalegt skipulagsleysi af þeim sem þetta skrifar, þá trúi ég að "athöfnin" hafi heppnast vonum framar. Held að veislugestir hafi verið milli 60-70 og niðri voru margar tælenskar vinkonur, sem rúlluðu upp heilu matarboði á nokkrum mínútum, en síðan voru hefbundin íslensk tertuveisla. Athöfnin var haldin að Kistufelli á stað sem áður hét Neðri-Gröf (vonandi rétt munað) í stórfenglegu umhveri, þar sem fjöllin Mosfell og Kistufell mætast. Að mínu mati allveg ótrúlega vanmetinn og lítið þekktur staður við rætur Esju. Hvernig stendur annars á því að enginn virðist rata þangað. Fólk þekkir ekki kennileitin eins og Helgafell, Mosfell, Kistufell, Mósgilsár og Leirvogsá. En allir þekkja Kárahnjúkasvæðið þótt enginn hafi komið þangað.

Friday, September 08, 2006

Ég á

Ég á afmæli í dag, en hef um allt annað að hugsa. Í dag er líka frumsýnd myndin um Jón Pál (forsýnd í gær). Svo er fjölskylduhátíð um helgina. Nánar um það síðar. Annars fékk ég boðsmiða á sýninguna í gær í dag. Tveir miðar. Geymi hann bara til minningar.

Býr guð í fjöllum

Hvar er guð var spurt í einhverjum þætti á NFS í vikunni. Þar sátu guðfræðingar og prestar sitthvorum megin við borðið og ræddu um fjallaferðir og pílagrímaferðir. Flestir voru þeir sammála um að í náttúrunni kæmust menn í nánara samband við sjálfan sig og þar með guðdóminn. Annar presturinn var toppmaður, sem þýðir það að hann vildi komast á toppinn á sem flestum fjöllum og þar fyndi hann trúarlega upplifun. Annars er ég kominn út á hála braut, því ég er fyrir löngu hættur að velta fyrir mér almættinu. Þ.s að reyna að skilgreina guð, hann er ofar mínum skilningi. Það er frekar að menn eins og Kraftaklerkurinn geti frætt mig um guðdóminn. Ég var minntur á það um daginn að Kraftaklerkurinn hefði blessað Stevegym á sínum tíma. Ég var ekki viðstaddur þann gjörning, þannig að ekki er hægt að kenna "heiðingja" eins og mér um þessa blessun. Reyndar þyrfti klerkurinn að gera meira en að blessa staðinn þegar hann kemur frá Hamborgaralandi, heldur þarf núna að reka út illa anda úr húsinu. Annars er ég dálítið upptekin af fjöllum þessa dagana. Það er einhver ólýsanlegur kraftur sem kemur úr náttúrunni. Ég er búinn að labba nokkra "hóla" með félögum mínum í sumar, m.a Laugavatnsfjall, Snorrastaðafjall, Úlfarsfell og Grimmansfell, þar sem sjálfur Laxnes fékk sína andargift. Ég fyllist alltaf einhverum skáldlegum anda, þegar ég kem á slóðir Nóbelsskáldsins. Annars er ég enginn sérstakur fjallamaður ennþá. Ég á mjög góða fjallaskó, sem ég keypti fyrir tveim árum, en vantar alvöru fatnað og svo að komast í gott úthaldsform. Ég fór m.a með nokkrum félögum á þverfellshornið (Esjuna) í gær. Hef sennilega farið upp á þetta blessaða Þverfellshorn í um 5-7 sinnum, en man það ekki. Í gær hættum við hjá Steini, en þá er maður búinn með 5/6 hluta leiðarinnar. Niðurgangan af Esjunni er líka alltaf erfið fyrir mig, því ég fer alltaf fram í skóna og fæ mikið af blöðrum. Ég þoli líka illa þessa brjálæðinga, sem hlaupa upp og niður fjallið á mettíma og maður horfir undir iljarnar á þeim. Annars er að undibúa fjölskylduhátíð um helgina, sem verður líka útí náttúrunni. Þar mun guð blessa litlu fjölskylduna.

Tuesday, September 05, 2006

Úr gymminu

Í gymminu á föstudaginn voru nokkrir fræknir karlar. Einn af þeim var Sigfús Fossdal Norðlendingurinn sterki, sem er í dag á leiðinni til Búlgaríu, en ekki í einhverja flengingaferð heldur er stefnan sett á heimsmeitaramót unglinga 23. ára og yngri. Annars hélt maður að Fúsdalinn væri mun eldri, en man eftir honum fyrst á síðustu öld, þar sem hann var að byrja að keppa, þá um 90 kg að þyngd. Núna er Fúsdalinn kominn í súperflokkinn og er duglegur við að keppa. Ég sá hann taka 250 kg á sínni síðustu æfingu fyrir mótið og virkaði sú lyfta mjög góð. Því miður var ég ekki með litlu kvikmyndavélina við hendina, því hún var út í bíl. Fúsdalinn er á góðri leið með að verða einn albesti bekkpressari á Íslandi og vonandi kemur hann heim með eðalmálm frá Búlgaríu. Helst gull.














Sunday, September 03, 2006

Saturday, September 02, 2006

Kárahnjúkar

Þrátt fyrir mikinn áhuga á náttúru Íslands, þá hafði ég svo sem engan sérstakan áhuga á virkjunarframkvæmdum fyrir austan. Vegna margra ástæðna tel ég að málið sé ekki svo einfalt. Minnist þess að á sínum tíma var allt vitlaust vegna Eyjabakka. Undirskriftalistar gengu um landið og margir vildu tjá sig um það mál og er mér minnistætt þegar ein fyllbitta í Stjórnarráðinu varð að orði að hann vissi ekki hvar Eyjabakki væri og hélt að þeir væru einhverstaðar í Breiðholti. Síðan varð Káranjúkavirkjun fyrir valinu og því miður var þetta samþykkt af kjörnum fulltrúum okkar líka Samfylkingamönnum, en aumastir af öllum í umræðunni í dag eru einmitt "mínir" menn í Samfylkingunni. Hvað ef sérstakir fulltrúar okkar geta ekki tekið ákvörðun, hver á þá að gera það. Hins vegar átti Samfylkingin ekki að samþykkja þetta, þótt kerlingin hún Valgerður hafi stungið skýrslu Gríms undir stól. Og ef Valgerður segir ekki af sér eftir þetta rugl þá mun enginn ráðherra segja af sér nokkurn tíman. Annars átti Guðmundur Árni ekki að segja af sér á sínum tíma. Ástæðan fyrir afsögn hans eru reyndar allir búnir að gleyma. En aftur að Kárahnjúkum, þá er ég reyndar sannfærður um að enginn þekkti þetta svæði vel hér áður fyrr. Þarna komu nokkrir smalar, Ómar flaug þarna yfir og menn eins og Ari Trausti höfðu skoðað svæðið. Sjálfur hef ég ekki verið í aðstöðu til að ferðast um hálendið, hvorki fyrr né síðar. Hef einu sinni farið þarna um fjallabaksleiðir, komið í Landmannalaugar og nokkrum sinnum í Þórsmörk og í Kaldadal. (Hef aldrei haft aðgang að góðum fjallabíl og á enga ættingja eða vini sem eru fjallabílafólk) Hef þó gífurlegan áhuga landinu, en á samt eftir að skoða heilan helling á mínum radíus. Hafði t.d aldrei komið í Skammdal fyrr en í síðustu viku. Frábær staður þar sem ég ætla að kaupa "dúkkukofa" til að drekka kaffið mitt. Á suðvesturhorninu eru gífurlega mikið af náttúruperlum í göngufæri frá höfuðborginni. Er td á leiðinni að ganga á nokkur fjöll, eins og Akrafjall, Skarðsheiði, Heklu osf. Tel að landið sé stórt að það muni ekki um nokkra ferkílómetra. Á þetta blessaða Kárahnjúkasvæði höfðu menn aldrei komið. Hjörleifur Guttormsson lýsti þessu svæði í grein fyrir tuttugu árum og lýsti þessu svæði ekkert sérstöku. Þangað kæmi enginn nema einstaka smali. Núna snúa hins vegar margir Vinstri-Rauðir við blaðinu og geðtruflast. Halldór Faaborg fór um þetta svæði um daginn og ég verð að taka hann trúanlegan þegar hann segir að þetta svæði sé ekki það sérstakt að ekki megi gera smá lón þarna okkur öllum til hagsbóta. Sjálfur mun ég seint koma þarna, því mér vinnst ekki aldur til að skoða allt landið. Það tæki mörghundruð ár. Ætla bara að einbeita mér að suðvesturhorninu næstu árin. Annars er það mín skoðun að vegna fiskveiðistjórnunarkerfisins hafi byggðarlögin fyrir austan þurft að blæða. Álver átti að vera lausnin, en ég hef enga trú á því að þessar framkvæmdir verða arðbærar þegar til lengri tíma er litið. Eflaust verður þetta mál mesta hneyksli Íslandssögunnar, því þetta var keyrt í gegnum þingið og að þessu máli komu fjölmargar persónu sem greiddu götu þess. Er reyndar sammála Ill(h)uga Jökulssyni um að það ætti að reysa styttu úr áli af öllum þeim sem komu mest að þessu hneyksli. Stytturnar eiga að vera af Valgerði, Davíð (fyrir áhugaleysi hans), Halldóri Ásgríms, Sif Friðleifs (fyrir að hafa greitt götu málsins sem Umhverfisráðherra) og Friðriki Sóphussyni. Síðan á að sökkva þessum styttum í lóninu, þannig að eftir mörg hundruð ár geta menn framtíðarinnar skoðað minnisvarða um þetta góða fólk. Hver vill annars vinna í álveri? Hér muna koma mikið af austurevrópubúum sem munu vinna í þessu álveri í Reyðarfirði, því ég efast um að Íslendingar vilja vinna þarna. Held að það sé svosem besta mál að fá hérna hundruði Pólverja til landsins, en það var samt ekki hugmyndin með þessari atvinnustarfsemi, því hún átti að bjarga byggðarlögunum. Annars ætla ég að skoða álverið í Straumsvík á morgun, til að fá meiri innsýn í Álversvinnu. Sá einhverstaðar að þar væri opið hús. Kveðja Ragnar Reykás.