Saturday, June 25, 2011

Gamli Meistarinn

GAMLI MEISTARINN Josef Csorja varð að láta af hendi öll raw-heimsmet sín í M2 í 110 kg flokki hjá GPC heimssambandinu og evróputitil í raw-kraftlyftingum. Jóseph er núverandi heimsmeistari í M2 hjá GPC, en hann fór þó ekki slippur og snauður heim frá Evrópumótinu í Eger, því hann vann evrópu-gull í sínum flokki í 110 kg M2 í margföldum útbúnaði. Svo náði hann auðvitað í silfur í Raw keppninni eftir mikla baráttu við íslenska Víkinginn :)

Thursday, June 16, 2011

Em í Eger 2011

Lagði af stað til Ungverjalands á sunnudagskvöldi. Missti af rútunni kl. 22.30. Fékk rangar upplýsingar og því bað ég móður mína að skutla mér út á flugvöll. Kom þangað í tæpa tíð. Vélin fór í loftið kl 1.00 eftir miðnætti og var lent í Copenhagen kl 4.00 um nóttina á íslenskum tíma, eða 6.00 á dönskum tíma. Beið svo 3. tíma eftir vélinni minni til Prag, en hún fór kl. 9.00. Var svo mættur í Prag rúmlega kl tíma seinna, þar sem ég beið í um tvo tíma og fór svo í pínulitílli rellu til Budapest, en ferðin tók um klukku tíma. Var svo lentur í Budapest kl. 13.30, en ég þurfti ekki að bíða lengi þar til Robbi Sam mætti að taka á móti mér. Hann var á góðum sendibíl, sem hann geymdi mótuhjólið í að aftan, en hann hafði ferðast rúmlega fjögra tíma leið frá Slovakíu. Við rendum aðeins til Budapest og keyrðum í gegnum borgina áður en við fórum til Eger. Lítið var um að vera í borginni, enda Annar í Hvítasunnu. Við héldum svo til Eger og vorum mættir þangað kl. 17.00. Sáum meira að segja síðustu keppnisgrein dagsins í powerkeppni í léttari flokkum, en fékk svo að vikta mig eftir að verðlaunaafhendingu var lokið. Vigtaðist 108,6 kíló.

Við fórum svo upp á herbegi og klæddum okkur í betri fötin, en boðum svo góða máltíð á hótelinu sem kostaði 27 evrur fyrir tvo, með coladrykkjum. Þetta fannst Róba anzi dýrt, en sættist á að fá sér ærlega að éta í boði Gunz. Svo var aðeins kíkt á rólegt næturlíf í Eger drukknir nokkrir bjórar og svo fór maður upp á hótel og steinsofnaði, enda sofið lítið síðasta sólahring.

Vaknaði kl 7.00 og dreif mig í morgunmat og svo í smá hvíld. Mótið byrjaði svo 9. 30 með hnébeygju. Einhver miskilningur var þannig að ég byrjaði að hita upp með 100 kg flokkum, en ég átti að vera í öðru holli. Það breytti litlu og ég byrjaði bara að hita upp aftur. Upphitun gekk vel og Róbó var ágætur í að vefja, enda hafði hann verið aðstoðarmaður í gamla daga og keppt sjálfur.

Byrjaði öruggt með 200 kg, fór svo í 227.5 kg sem fór upp, var næstum dottin aftur fyrir mig, en meldaði svo 245 kg í síðustu umferð. Hûn fór svo upp eftir smá vesen. Þetta var jafnt mínu besta í búning, og 10 kíló bæting raw. Það skal taka fram að allar beygjurnar voru heimsmet í raw, 110 kg flokki í M2, en gamla metið var c.a 190 kg! Fór svo í bekkpressuna, 142,5 kg, 152,5 kg, en klikkaði því miður á 157.5 kg sem var jafnt mínu besta í raw. Báðar lyfturnar voru heimsmet. Deddið olli pínu vonbrigðum, tók 255 kg, 277.5 kg, en klikkaði svo á 292.5 kg. Var að vonast eftir að það færi upp. Það var komin deddþreyta í karlinn, enda stutt frá síðasta móti. 277.5 kg lyftan var einnig heimsmet.

Þessar lyftur minar verða að öllum líkindum fyrstu Íslandsmet Power Global Iceland í 110 kg flokki raw. Ekki er ljóst hvernig metin verða skráð, eða hvort við munum skrá öldungarmet, en sennilegast er að það verði sér metaskráningar fyrir raw og útbúnað.

Var nokkuð sáttur að hafa komist í gegnum mótið frekar öruggt. Tók ekki mikla áhættu, eins og úti í Bath og var mun skynsamari. Hefði viljað sjá betri bekk og dedd, en það var vissulega gaman að verða fyrstur Íslendinga að keppa á GPC evrópumóti. Fannst það bara skylda mín að vera með og miðla svo til félaga minna á Îslandi. Vona að við verðum fleirri á næstu GPC stórmótum. Náði ekki að hitta marga toppa hjá sambandinu, en þeir voru mjög vingjarnlegir og mótið var frábært. Gat því miður bara stoppað tvo daga, en sé ekki eftir að hafa skellt mér á þetta stórmót

Videó:

Gunnar bekkpressa hér:
Gunnar bekkpressa hér:
bEKKPRESSA MÍN GRÚBBA hér:
Raw dedd 255 kg hér:
1 umferð konur, sloppabekkur hér:
Unglingur 312,5 kg raw dedd hér:
292.5 kg dedd hér:
Gamli meistarinn deddar hér:
Gunz M2 Raw heimsmet í 110 kg flokki hér:

Fleirri myndbönd og myndir væntanleg.....

Saturday, June 11, 2011

Hungary

Stefni að taka þátt í mínu öðru evrópumóti á nokkrum dögum. Þetta var löngu ákveðið og erfitt að baka þegar maður hafði greitt þáttttökugjald og hótelherbergi :) Svo er einnig tilgangurinn að ljúka keppnistímabilinu með einhverru nýju. Fer því miður bara einn á mótið, en Rôbert Samúelsson gamall Orkulindar-moli er á staðnum og ætlar að vera mér til aðstoðar. Því miður þurti ég að sleppa bekkressumótinu vegna tíma og peningaleysis, en ég keppi þarna á mínu fyrsta evrópumóti í power og það meira að segja RAW í þetta skiptið. Hef unnið 5. gull á evrópumóti, en allt í singlelift (bekkur 3x og dedd 2x).

Môtið verður mjög fjölmennt. Síðustu tölur frá því í byrjun júní:

Stats on European Championships Entries so far:
Benchpress Raw - 92 lifters
Powerlifting Raw - 65 lifters
Benchpress Equipped - 79 lifters
Powerlifting Equipped - 80 lifters
...Total - 316
Countries: 14
Hluti af keppendalistanum...

Bench Raw
-56 (F) Dominika Hojsikova 19 Slovakia T3
82.5 Istvan Juhasz Hungary Open
90 Andras Marko 17 Hungary T2
90 Onozo Szabolcs 41 Hungary M1
100 Demeter Daniel 15 Hungary T1
100 Sallai Lajos 21 Hungary Jnr
110 Szendrei Jazon 23 Hungary Jnr

Powerlifting Raw
82.5 Daniel Kovacs 17 Hungary T2
82.5 Modos Attila 22 Hungary Jnr
90 Robert Rokai Serbia 44 M1
90 Sandor Jungwirth 45 Hungary M2
100 Zoltan Minihoffer 33 Hungary Open
100 Aleksandar Rahocevic 33 Hungary Open
110 Jozsef Csorja 49 Hungary M2
110 Attila Sandor 58 Hungary M4
125 Laszlo Hunusz 34 Hungary Open
125 Frantisek Makransky 49 Slovakia M2
140+ Szabo Zsolt Hungary Open
(Mark Griffiths & Istavan Debus have gone from raw to equipped)

Benchpress Equipped
82.5 Istvan Juhasz Hungary Open
90 Abraham Tamas 21 Hungary Jnr
100 Aleksandar rakocevic 49 Montenegro M2
140 Alexei Bragov 54 Russia M3

Powerlifting Equipped
75 Debus Istvan 21 Hunary Jnr
90 Jakub Velgos 16 Slovakia T2
100 Mark Susovits 23 Hungary Jnr
100 Attila Elek ( from 90-100)
110 Jozsef Bartal 20 Hungary Jnr
110 Jozsef Csorja 49 Hungary M2
125 Mark Griffiths GB Open (from Raw)
125 Istvan Debus 43 Hungary M1 (From raw)

Áður komnir í Raw mótið..

GPC European Championship
Powerlifting RAW
11-19.06.2011. HUNGARY, Eger

PL. Name Age Nation Age category
Female - 48 kg

Female - 52 kg

Female - 56 kg

Female - 60 kg
DAHER Martina 26 Czech Rep. Open
PINTÉR Ilona 47 Hungary M2
Female - 67,5 kg
Iris SHEKHTER 32 Israel Open
NÉMETH Zsuzsa 55 Hungary M4
Female - 75 kg
ROHRMANN Katalin 57 Hungary M4
GRUBER Anna 62 Hungary M5
Female - 82,5 kg

Female - 90 kg

Female + 90 kg

Male - 52 kg
Pavel BALAZIK 31 Slovakia Open
Male - 56 kg

Male - 60 kg
ANTAL Ottó 51 Hungary M3
Male - 67,5 kg

Male - 75 kg
ÉGEI Dániel 19 Hungary Teen3
Györfi Dániel 18 Hungary Teen3
DEBUS István ifj. 21 Hungary Junior
Sandi GOLUBIC 23 Slovenia Junior
Erni GREGORCIC 34 Slovenia Open
KATÓ Zoltán 42 Hungary M1
VARGA István 42 Hungary M1
VEREBI István 60 Hungary M5
Veres BARTOLOMEJ 76 Slovakia M8
Grigori RUBIN 75 Israel M8
Horváth Gusztáv
Male - 82,5 kg
FODOR Csaba 20 Hungary Junior
Simon VELDIN 28 Slovenia Open
Gaál Péter 47 Hungary M2
KARDOS Miklós 59 Hungary M4
Ian MORRIS 72 Ireland M7
Male - 90 kg
CSÁKFALVI József Hungary Open
Nino PEVEC 29 Slovenia Open
Adam BROOKS 31 England Open
Dr. BUDAI Balázs 32 Hungary Open
SMUK Ferenc 59 Hungary M4
SZTANKE József 56 Hungary M4
Male - 100 kg
JUHÁSZ Péter 17 Hungary Teen2
FODOR Nándor 17 Hungary Teen2
Jiri TKADLCIK 21 Czech Rep. Junior
SZŰCS Attila 35 Hungary Open
TÓTH Attila István 41 Hungary M1
POSTA István 41 Hungary M1
LOMBOSI János 58 Hungary M4
GRUBER Vilmos 68 Hungary M6
Male - 110 kg
JÓNÁS Sándor 21 Hungary Junior
Lukas MASAR 22 Slovakia Junior
Jiri MATEJ 22 Czech Rep. Junior
RAJNA Krisztián 25 Hungary Open
HABLICSEK Norbert 37 Hungary Open
BÁN Lajos 34 Hungary Open
Martin KOBLIHA 33 Czech Rep. Open
GYENGE Róbert 31 Hungary Open
KISS László 42 Hungary M1
Gunnar Freyr Rúnarsson 45 Iceland M2
Male - 125 kg
MAKOVICS Zsolt 35 Hungary Open
Mark GRIFFITHS 37 England Open
ÁRVAI István Hungary Open
DEBUS István 43 Hungary M1
FÜLÖP Róbert 45 Hungary M2
Gary BOULTON 46 England M2
HAJDÚ Kemény Imre 45 Hungary M2
Peter SZABO 46 Slovakia M2
Male - 140 kg
Gregor JANKOVIC 34 Slovenia Open
Male + 140 kg
FISHER Gábor Hungary M1

Írland

Lagði af stað til Írlands á miðvikudagsmorgun. Fór einn, því félagarnir Flosi og Kári fóru deginum áður. Flaug til London þar sem ég beið bróðurpartinn úr deginum og svo var haldið til Shannon flugvallar á Írlandi sem var einungis í tæplega hálftíma fjarlægð frá Limrick þar sem Evrópumótið fór fram. Kâri og Flosi lentu hins vegar í hremmingum deginum áður, enda flugu þeir til Dublin og tóku svo einhverja sveitarútu á leiðarenda. Á hótelinu hittum við marga góað félaga m.a Anitu ritara GPC sambandsins. Birgir Þorsteinsson (Fúsi) kom svo seint á föstudagskvöld.

Ég keppti á laugardaginn í singlelift í bekkpressu og réttstöðulyftu. Þetta voru tvo aðskilin mót, en ég hafði ákveðið að leggja meirir áheyrslu á réttstöðulyftu, þar sem ég var ákveðinn að reyna við M2 heimsmetið í 110 kg flokki.

Bekkpressa: Var eiginlega hálf áhugalaus um bekkinn, Æfingar höfðu ekki gengið neitt svakalega vel. Var ekki nógu áægður með sloppana mína. Sá stærri er orðinn ansi teygður og sá minni hef ég ekki náð að lyfta almennilega í. Þetta er auðvitað spurning um hugarfar, því á sama tíma í fyrra geislaði maður af sjálfstrausti. Var að tala um að taka þetta 220 kg á Akureyri, Núna var ég að velta fyrir mér að keppa bara RAW til að skemma ekki fyrir deddinu. Bekkurinn gekk þó þokkalega og niðurstaðan var ágæt. Spilaði rétt og öruggt úr spilunum. Fór að mestu sjálfur í minni sloppin. Náði að snúa vel upp á ermar, þannig að hann virkaði. Fôr með allar lyftur í gegn: 180, 192,5 kg og 202,5 kg. Âtti sennilega nokkuð inni, ef ég hefði verið með aðstoðarmenn til að laga sloppin enn betur. Flosi réttt klikkaði á 210 kg og endaði sama og ég, en Birgir var hel sterkur í víðum slopp. Fêkk dæmt 200 kg ógilt í annari og fór svo ðruglega upp með þá tilraun í þriðju. Næstum Raw því hann var í svo víðum slopp.

Réttstöðulyfta: Það var reyndar lítil hvíld á milli. Deddhollin voru bara tvö en ekki þrjú eins og upphaflega var áætlað. Upphitun gekk sæmilega. Stöngin var hundleiðinleg bæði gróf og svo snérist hún ekkert. Var að vonast til að keppnisstöngin væri betri, en hún var það því miður ekki. Bara eitthvað jarnadrasl, sem er mun verra en við höfum prófa áður. Eflaust verið góð í hnébeygjur osf. Tók 265 kg frekar létt í fyrstu tilraun, en fór svo beint í 305.5 sem því miður gekk ekki. Þriðja tilraun bar engan árangur. Er sannfæður um að ef stöngin hafi verið sú sama og notuð er á Íslandi og í Bath sem dæmi, þá hafi þetta átt að fljúga upp. Einnig spilaði það inn í að mjög sterkur hollenskur deddari tók þátt. 50. ára gamall með yfir 330 kg nýlega. Ef hann hefði ekki verið með, hefði maður átt raunhæfan möguleika á stigabikar öldunga í deddi. Þá hefði maður farið í 292.5 kg í annari til að trygga þau verðlaun (hugsanlega). Hollendingur þessi keppir bara í power, en að þessu sinni tók hann þátt í single lift.

Að lokum: Svaka vonbrigði með deddið. Best að vera ekki að gera sér of háar vonir. "Árangurinn" í bekknum kom út af því að ég stillit mig í hóf.

Það kann aldrei góðir lukka að afsaka árangur sinn, en í þessu tilviki var það augljóst að dedd-stöngin var ekki að gefa neinum af þessum tröllum neitt. Að öðru leiti var mótið frábært í alla staði. Mæli með þessum stað, því HM GPC verður þarna í nóvember og HM hjá WPF verður haldið þarna að ári, ef ég man þetta rétt.

Á í tæknilegum örðuleikum með að koma með videó af mótinu, en þau eru á leiðinni. Flestar myndirnr eru í súpergæðum og tölvurnar mínar ráða bara ekki við það :)

Nánari úrslit á KRAFTAHEIMUM:

Videó munu koma hér:
(Er í vinnzlu)

Bekkur 73hér:
Bekkur75 hér
bekkur 77 hér:
Dedd 85 hér:
Dedd 86 hér
Dedd 87 hér:
Dedd 88 hér
Dedd 89 hér:
Dedd 90 hér:
Dedd hér:
Dedd hér:
Kári beygjir á EM, 2. tilraun hér:
Kári beygir á EM hér: