Sunday, October 31, 2010

Viðtöl á kraftamiðlum

Landsliðsmenn Íslands voru kynntir til leik á Kraftaheimum og á Vodvafikn.net. Fékk við mig tvö athyglisverði viðtöl þar, þar sem ég fór yfir æfingatölu og helstu vonir og væntingar. Væntingarnar eru nú að bæta sig. Deddið er alltaf sp. um dagsform. Æfingar hafa gengið vel þrátt fyrir smávægileg veikindi og ofþreytu. Bekkur hefur valdið vonbrigðum og áhuginn á honum minnkað. Bekkur verður bara aukagrein að þessu sinni og vonandi lendir maður ekki í vandræðum með byrjunarþyngdina. 220-30 kg er óraunhæft að þessu sinni, en vonir standa til að ná að taka svipað og á Akuryeri í sumar.

Viðtalið á Vöðvafíkn hér:
Viðtalið á Kraftaheimum hér:

Thursday, October 28, 2010

Hófstilltur

Ég vil reyndar bæta við að það er rétt að stilla væntingunum í hóf. Hef verið lasinn undanfarna daga og vikur. Venjulegt haustkvef og verið hálf slappur oft á æfingum (þó ekki alltaf)., Fôr á læknavaktina og ég reyndist vera með smávægilega sýkingu í lungum. Fer á sex daga sýklalyfjaprógram. Vona að þetta eigi ekki eftir að draga úr manni allan kjark. Treysti á læknavísindin og guð að ég verði orðinn góður 7. nóvember. Svo skiptir miklu máli hvernig sjálfstraustið og hausinn verði. Annars er bara að detta í bjór og hafa gaman að þessu.

Wednesday, October 27, 2010

Síðustu æfingar fyrir mót

Æfingarnar fyrir sjálft heimsmeistarmótið gengu þokkalega síðust daga fyrir mót. Það var helst bekkpressan þar sem mistök voru gerð, því þungar æfingar í slopp varð oftar en ekki að fresta vegna vinnu, fjölskylduástæðna og síðast en ekki síst vegna þess að fáir félagar voru tilbúnir að mæta þegar maður sjálfur var tilbúinn að sloppast. Æfingar í slopp krefst þess að ákveðinn fjöldi aðstoðarmanna verður að vera á svæðinu, m.a menn sem eru vanir að klæða menn í nýju ofursloppana.

Bekkurinn: Náði bara þrem æfingum í slopp. Sú fyrsta var tekin í nýja sloppnum númer 49, um það bil mánuði fyrir keppni. Þorði ekki að fara nema niður á tvö búkka á þessari æfingu. Tók þó 220 kg x 3 á þrefaldan búkka og er það mesta þyngd sem Master hefur nokkurn tíman tekið á búkka. Umb tíu dögum seinna var svo aðalæfingin þar sem flest fór úrskeiðis. Slopppurinn er frekar þröngur og því misheppnaðist lyfta með 200 kg, sem reyndar var tekin aftur en þá heppnaðist hún betur. Svo var farið i 210 kg, sem því miður fór ekki upp. Síðasta vor náði Marsterinn hins vegar að taka 217.5 kg þyngst. Á lokafingu fyrir mótið viku síðar (og 10. dögum fyrir Barth) þorði Masterinn ekki öðru en að fara aftur í sloppinn hans Ingvar, sem er númer 52. Fór tvisvar sinnum í 190 kg sem var ekki eins létt og vonast hafi verið til. Bekkurinn hefur því valdið töluverðum vonbrigðum og óvíst hvor sloppurinn verður fyrir valinu á mótsdag. Sennilega verður nýji sloppurinn fyrir valinu, en ekki er búist við miklum bætingum í bekkpressu á þessu móti. Þó er ekki útilokað að 215 kg bæting muni verða niðurstaðan. Það verður bara að koma í ljós.

Réttstöðulyfta: Deddæfingar gengu mun betur en bekkurinn. Þyngt var um 10 kíló á 7-10 daga fresti. Fyrst, 220 kg x 3, svo 230 kg x3 og svo í útbúnað 260 kg x 3 og 270 kg x 3. næsta æfing á eftir gekk ekki eins vel þegar 283 kg fór upp einugis eitt reps. Viku síðar var svo mun skárri þegar Masteinn bætti sig og tók 280 kg x 3 í ágæti repsabætingu.

Nú er bara spurning hvað mikil vikt verður tekin á heimsmeistaramótinu í Bath. 290, 295, 300, eða 305.5 kg. Sú tala er heimsmet í single lift í M2 flokknum í 110 kg flokki.

Að lokum:

Ómögulegt er um að spá hvernig fer. Markmiðin í Bath eru að bæta sig í bekk og Deddi. 215 kg í bekk og 300 kg í deddi. Tíminn verður að leiða í ljós hvort það takist.

Nokkur myndbönd frá síðustu dögum:

280 kg x 3 hér:
270 kg x 3 hér:
260 kg x 3 hér:
220 kg í búkkabekk hér:
Bjarki Þór tekur 300 kg í squat hér:
Kári beygir hér:
Flosi tekur 195 kg í bekkpressu hér:

Tuesday, October 19, 2010

Bekkur & dedd

Síðustu æfingar hafa gengið svona upp og ofan í bekk og deddi. Prógrammið er hið vinsæla simple & stupid, sem Stefán Foringi innleiddi hér forðum. Þungur dagur & léttur dagur til skiptis, og taka frískt og helst engar aukaæfingar, eins og niðurtog og annað slíkt. Þar með yrði maður brottrækur úr stöðinni. Hef þó tekið allar svoleiðis æfingar í WC á léttari deginum. Ef ég hefði ekki haft WC sem stað til að æfa á milli væri maður ekki að tala um keppni í Englandi. Því miður fær fjölskyldumaður með tv0 lítil börn ekki allan þann tíma sem hann óskar sér og er WC fínn staður til að æfa á morgnana á undirbúningstímabilinu og staður til að taka léttari æfingar á osf. Æfingar í fyrir HM í Bath hafa gengið þannig fyrir sig síðustu vikurnar:

Hnébeygja: Engar þungar hnébeygjur, en þó tekið "þungt" á því á þeim degi sem ekki er réttstöðulyfta. Mest tekið 120-50 kg 3-5 reps eftir hentugleika. Mest þrjú þung sett. Ekki æft í útbúnaði eða með belti (til að styrkja mjóbakið) og teknar svokallaður heigh bar beygjur, en á eftir beygjum var svo oftast tekið tog (en stundum létt dedda af palli), með mestu þyngdum frá 120-40 kg og togað var með böndum. Þessi æfing hefur verið vinsæl í áratugi og m.a tók Skúli Óskarsson togið milli deddæfinga, þegar hann setti heimsmet sitt 315 kg forðum. Skúli fór mest í 180 kg í togi mest fyrir heimsmet sitt.

Bekkpressa: Stöðugt var var verið að fikra sig upp í bekknum frá því síðsumars. Hækkað um c.a 5-10 kíló á viku og endaði í 150 kg x 3 á kjötinu fyrir c.a 3. vikum, en hef síðan bara tekið eina sloppæfingu því miður. Fór þá í 220 kg af þrem búkkum. Á miðvikudaginn 18 okt verður hins vegar dómsdagur, en þá verður loksins farið í þyngd niður á kassa í nýja sloppnum. Annars verið tekið mikið af búkka og keðjum í góðum fíling í september og október.

Réttstöðulyfta: Var að fikra mig áfram í deddinu í september og október. Þyngdi um 10 kg c.a vikulega, fyrst 220 x 3, svo 230 x 3, 240 x3, 250 x 3 og svo í deddbrók, 260 kg & 270 kg x 3 á sömu æfingunni. 270 kg eftir 260 kg tók mikið á skjóðuna og um níu dögum síðar fór meistarinn í 283 kg sem hann ætlaði að repsa í fíling, en þá fyrst kom "slæmi" dagurinn. Tók þetta bara einu sinni. Ekki verður tekið þyngra dedd fyrir Hm í Bath, en vonir standa til að klára loksins 300 kg múrinn á mótinu.

MEGI GUÐ STANDA MEÐ KARLINUM Â PALLINUM Í BATH:)

Myndir frá síðust æfingum fara að detta inn, m.a 270 kg x 3 í deddi og búkkabekkur með 220 kg.