Tuesday, July 20, 2010

Sjúkraæfingar

Eftir margar vikur í meiðslum hófst endurhæfingin nýlega. Vikurnar sem ég hreyfði ekki hnébeygju eða réttstöðulyftu voru að öllum líkindum 15. Núna skal hins vegar stefnt á HM í Bath í Englandi. Þó verð ég að passa mig að taka ekki of þunga beygju sem rústa batanum, en ég mun eingöngu keppa í réttstöðulyftu og bekkpressu á mótinu.

1. æfing: Hnébeygja 60 kg x 3 & réttstöðulyfta 160 x3
2. æfing: Hnébeygja 80 kg x 3 & réttstöðulyfta 180 kg x 3 & hjólað í 5. mín á þrekhjóli.
3. æfing: Hnébeygja 100 kg, 3x3 & dedd 200 kg x 3
4. æfing: Hnébeygja 110 kg x3 & létt dedd
5. æfing: Hnébeygja létt & dedd, 210 kg x3 & hlaupið 2-3 km með Herði harða.
6. æfing: Hnébeygja 120 kg x 3 og létt dedd af palli
7. æfing: Hnébeygja létt og meðalþungt dedd þs 210 kg x 3.
8. æfing: Hnébeygja 130 kg x 3 og létt dedd af palli.
9. æfing: Hnébeygja létt og 220 kg x 3

...................

Eftir þessa æfingu komu nokkrar æfingar þar sem unnið var í þyngdunum. Ekki var horft í tölur heldur fleirri sett tekin í staðin. Mikið tekið dedd af upphækkun, af búkka og keðjudedd. Það sama átti við um bekkinn, þar sem þungi dagurinn var tekinn í steve-gym og létti í WC.

1. æfing: Bekkur 130 kg x3
2. æfing: Dedd lyft 230 kg x 3 og léttar hnébeygjur
3. æfing: Bekkur 140 kg x 3
4. æfing: þungar hnébeygjur c.a 150 kg heigh bar repsað og létt dedd

Næsta deddæfing: 240-50 kg repsað í útbúnaði...Þetta er allt að verða rosalega fínt fyrir HM í Bath :)

Monday, July 05, 2010

Evrópumótið 2010

Evrópumótið á Akureyri var ekki eins fjölmennt og búast hefði mátt við vegna gosins í Eyjafjallajökli. Svo tók evrópusambandsarmur WPF sambandsins mótið af Íslendingum, en það var svo sett á aftur um hálfum mánuði seinna, en þá var gosinu að mestu lokið. Við það fækkaði því miður hinum erlendu keppendum um heilan helling.

Mótið var mjög skemmtilegt, en hvað persónulega árangur varðaði, þá bætti ég mig um 10 kíló í bekkpressu á móti. En ég hafði samt tekið 217.5 kg um þrem vikum áður og það var sú þyngd sem ég ætlaði að taka. Þegar myndbandið er skoðað af þeirri lyftu sést að hún er frekar hröð, þótt hún hafi verið ólölgeg, þs ekkert stopp og fjósið lyftist. Það voru því smá vonbrigði að lyfta ekki örlítið meira, því þá hefði maður í leiðinni lyft meiru í bekk, en Aðal-Fúsi, Valdimar Valdimars og Jón Gunnarsson. Það skal þó taka fram að þeir kepptu í öllum greinum á Akureyri, en það hefði samt verið gaman að taka þriðju mestu þyngd mótsins. Lyftan mín var sú næst þyngsta sem tekin var í bekkpressukeppninni og sú þyngsta sem öldungur yfir 40+ tók á því móti. Þrír menn lyftu yfir 210 kg í báðum mótunum, þs Ísleifur 235 kg í bekkpressumótinu, Þrumu-Þór 235 kg í bekkpressu í kraftlyftingakeppninni og Valdimar Valdimars tók 212 kg í bekkpressu í kraftlyftingakeppninni. Jón Gunnars (í powerkppninni), Aðal-Fúsi og ég tókum 210 kg.

En 210 kg er samt sæmileg tala og gefur vonandi góð fyrirheit um framhaldið. Ég gerði ákveðin tæknimistök, sem urður þess valdandi að ég lyfti ekki meiru. Kom of seint á mótsstað á laugardegi, var veikur nóttina áður, auk þess sem ég var hálfsvefnlaus. Var ekki vel fjáður vikurnar á undan og gat því ekki heldur fjárfest í örlítið þrengri bol.

Því verður næsta mót HM í BATH á Englandi og þá er markmiðið að taka yfir 500 pundinn í bekkpressu. Það skal taka fram að heimsmetið í M2 í bekkpressu er 227.5 kg, þs í kraftlyftingum í WPF sambandinu í þessum aldurs&þyngdarflokk. Þá verð ég líka að keppa í öllum greinum, ef ég ætla að eiga séns í það met. Samt mun ég við núverandi aðstæður bara skrá mig í bekk og dedd á mótinu. Hef aldrei getað neitt í hnébeygjum eða hef verið duglegur að æfa þær. Læt því bara þessar tvær greinar duga og stefni á að taka 220-230 kg í bekkpressu og 290-305 kg í réttstöðulyftu.

Úrslit á EM má nálgast
powerkeppnin hér:
bekkpressan hér:
réttstöðulyftan hér:

Thursday, July 01, 2010

Síma-myndbönd frá Evrópumótinu

Tók nokkur símamyndbönd frá evrópumótinu á Akureyri síðustu helgi. Því miður er ekkert af sjálfum mér, en Haukur Þvottur mun koma með fullkomna útgáfu af lyftum okkar fljótlega.

Bjarki Geysir reynir við heimsmet, 330 kg hér:

Catzilla (Sir-magister) reynir við 260 kg heimsmet hér:

Bjarki geysir setur heimsmet, 321 kg hér:

Rick Fricker tekur heimsmetið í öldungasúper hér:

Ómar stangamaður með 280 kg heimsmet hér:

Þröstur Ólason með 290.5 kg heimsmet hér:

Ísleifur með 235 kg í bekkpressu (heimsmet) hér:

Þrumu-Þór með 235 kg í bekkpressu hér:

Valdi Kerfis með 212.5 kg í bekkpressu hér:

Aðal-Fúsi (Birgir Þorsteinsson) með 210 kg bekkpressu hér:

Jón Gunnarsson með met-hnébeygju hér: