Friday, November 20, 2009

Heimsmeistaramótið í Vegas














Þá er maður kominn heim frá Vegas eftir að hafa tekið þátt í sínu fyrsta heimsmeistarmóti í kraftlyfingum. Mótið var mjög vel heppnað og náði ég að hluta til þeim árangri sem stefnt var að. Ætlaði mér að reyna að koma með eitt gull, eitt silfur og eitt brons heim. Taka c.a 740-50 kg í samanlögðu í kraftlyftingum og aðalmarkmiðið einhverja hluta vegna var að taka 300 kg í réttstöðulyftu.

Hins vegar þegar fór að nálgast mótið fór maður að fá bakþanka með mótið í kraftlyftingum. Mundi það ekki örugglega skemma fyrir hinum mótunum. Ég átti líka í baráttu við tvo mjög sterka kraftlyftingamenn á því móti.

Kraftlyftingamótið (fimmtudaginn 12. nóv). Ég hafði hitt keppinauta mína á Riviera hótelinu, facebookvin minn Dave Smiley frá Pittesburg Pensilvaníu & Peter Bongers frá Hollandi. Þegar til kastana kom hafði Peter Bongers borðað yfir sig og viktaðist í næsta flokk fyrir ofan. Eftir að hafa hitað upp með hnébeygjur tognaði ég á kálfa í upphitun, eftir að Flosi Jónsson hafði vafið mig með miklum látum. Ég þorði ekki annað en að létta byrjunarþyngdina úr 215 kg niður í 200 kg til að vera örugglega inni í mótínu. Beygjurnar gengu svo mun betur en á horfðist og ég tók seríuna, 200, 220 & 240.5 kg sem var bæting. Ekki veit ég hvað ég átti mikið inni, enda lyfturnar hraðar og léttar. Í bekknum var serían: 175 kg, 190 kg en fór svo upp með 200 kg, en fékk ógilt mér til mikilla vonbrigða. Andstæðingur minn Smiley gerði hins vegar afdrifarík mistök þegar hann féll úr á byrjunarþyngdinni sem var 235 kg og var nálægt heimsmeti hans.
Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum, en seinna frétti ég að hann hefði átt við svipuð meiðsli og ég að stríða í framhandlegg, sem varð til þess að hann gat ekki rétt úr sér með þyngdina. Ekki hef ég fengið fullar skýringar á því hvers vegna Dave náði ekki að lækka byrjunartölur sínar, en með þessu var margra mánaða vinna farinn í súgin, en karlinn átti sér draum sem flaug út um gluggann. Ég gat ekki fagnað neitt svakalega enda fann ég til með karli. Ég lækkaði svo byrjunarþyngdina í deddi til að tryggja gullið, en ég hafði meldað 270 kg. Byrjaði á 250 kg og stökk svo beint í 287.5 kg sem var bæting. Sú lyfta var þyngri en ég átti vona á og síðan var sett 292 kg á stöngina sem ekki fór upp. Niðurstaðan var óvænt gull í 110 kg flokki í M1 (40-44 ára) og 720 kg í samanlögðu sem var bæting. Bætti mig því í þrem greinum af fjórum á þessu móti. Bætingarnar voru samt hænuskref en samt bætingar. (Á sunnudaginn átti ég svo eftir að bæta bekkinn líka).












Bekkpressumótið (sunnudaginn 15. nóvember). Á bekkpressumótinu vorum við bara tveir skráðir til leiks, en óvænt bættist við nautsterkur Rússi á síðustu mínútu. Ekki var það samkvæmt reglunum, en bandaríski keppandinn fullyrti við mig að svo hafi verið, þs Rússanum hafi verið laumað inn. Keppinautur minn var heimsmethafinn í single lift í bekkpressu í þessum flokki (Dave Smiley er heimsmethafinn í bekkpressu í kraftlyftingum í þessum flokki) en hann heitir Jim Chaaban. Ég byrjaði í 170 kg fór svo í 190 kg en setti svo 200 kg á stöngina eftir að hafa ráðfært mig við félagana. Var að drepast í framhandleggnum og hafði ekki mikla trú á þessu. 200 kg fóru þó létt upp og langþráð bæting á móti var staðreynd, en mér telst til að ég hafi fjórum sinnum farið upp með 200 kg á móti, en ekki fengið náð fyrir augum dómara. Jim setti heimsmet í sinni fyrstu tilraun, en hann vissi ekki frekar en ég að sterki Rússinn laumaðist fram úr honum og tók svo heimsmetið af Bandaríkjamanninum. Niðurstaðan var gott brons í bekkpressu í 110 kg flokki M1 (40-44 ára).










Réttstöðulyftumótið (sunnudaginn 15. nóvember). Á réttstöðulyftumótinu vorum við tveir skráðir til leiks, en einhver keppandi hafði þyngt sig í flokkinn. Í upphaflegu skráningunni var ég bara einn, en vissi að það gæti auðveldega breyst. Markmiðið var að taka gott dedd til að ná gullinu með stæl og verða bæði evrópu og heimsmeistari í réttstöðulyftu í mínum flokki. Því miður var þreytan frá fyrra móti áberandi í deddi og ég þorði ekki öðru en að byrja rólega. Lækkaði byrjunaþyngdina úr 250 kg í 240 kg og tók hana lét. Meldaði svo 270 kg í annari, en frétti svo af því að keppinautur minn reyndi að komast fram úr mér en hann tók 242.5 kg í annari tilraun. Sem betur fer fór 270 kg upp, en ég tognaði í þeirri tilraun og fann það strax. Fann það svo enn betur eftir mótið, en ég lét mig þó hafa það að fara í 290 kg sem hafðist því miður ekki, en það vantaði ekki mikið upp á. Sat því eftir með 270 kg sem voru mikil vonbrigði, en gullið var mitt og það var að vissu leit fagnaðarefni og markmiðið að verða heimsmeistari í deddi hafðist.


















Liðakeppni þjóðanna. Ísland varð óvænt í öðru sæti í liðakeppni þjóðanna í kraftlyftingakeppninni og unnum við m.a Íra, Breta, Þjóðverja og Hollendinga. Í liðinu auk mín voru, Fjölnir Guðmannsson, Páll Logason, Jón Gunnarsson, Sigfús Fossdal og Valdimar Valdimarsson. Við náðum silfri sem var ótrúlega gott. Lykillinn að árangrinum í liðakeppninni var góður árangur Sigfúsar sem átti bestu lyftu Íslandssögunnar í bekk og í beygjum. Páls sem tók svakalegar þyngdir í unglingaflokknum, Jóns Gunnars með sínar góður tölur og Valdimars sem átti mjög gott mót í erfiðum 100 kg opnum flokki. Ég reiknaðist líka ágætur inn sem öldungur og Fjölnir náði líka góðum persónulegum árangri.













Uppskera mótsins: Tvö gull (pover & dedd), silfur (liðakeppni) og brons í bekkpressu. Hljómar mjög vel og það má alveg gera það.

Að lokum: Ferðin heppnaðist mjög vel og ég ákvað eftir miklar bollaleggingar að taka fólkið mitt með, þ.s konu og tvö lítil börn. Þau skemmtu sér mjög vel og þrátt fyrir miklar annir var það skemmtilegt að vera með börnunum sínum í smá fríi eftir mjög erfiðan vetur, þar sem vinnan tók sinn toll. Ég hafði unnið mjög mikið til að láta drauminn rætast og að öllum líkindum of mikið á kostnað æfinga og hvíldar, en ég viktaðist bara 105-6 kíló yfir mótsdagana sem þýðir að ég var allt of léttur. Ég var líka gagnrýndur fyrir að vera allt of stressaður og taugaveiklaður á mótum þrátt fyrir meira en 10 ára reynslu. Ég veit ekki hvað á að segja, en þetta var mitt fyrsta alvöru heimsmeistaramót og að sjálfsögðu vildi ég klára gullið sem ég var svo spenntur fyrir. Ég gerði heldur engin sérstök mistök vegna reynsluleysis heldur valdi yfirleitt þyngdir af mikilli kostgæfni. Fór með 12 lyftur af 15 í gegnum öll þrjú móitin sem ætti að vera ágætt. Tók svo á föstudeginum alþjóðlegt dómarapróf og stóð það með glans (held ég).

Framtíðin: Þýðir ekki að hætta núna, meðan gigtin lætur ekki bola á sér. Trúi því að ég sé enn óskrifað blað í hnébeygjum meðan maður er enn heill. Kannski næ ég að klára 260-280 kg á næsta ári. Því ætti það ekki að vera hægt? Bekkurinn getur líka orðið enn betri eftir að hafa klárað 200 kg múrinn á móti og fengið það út úr hausnum. Bekkpressusloppurinn er helvíður og nægar bætingar handan við hornið. Réttstaðan kemur með betri stíl. Stefni því á a.m.k tvö alþjóðleg mót á næsta ári.














Árangur Íslendingana:

8. gull, 1 silfur, 1 brons & silfur í liðakeppni þjóðanna. Auk nokkra heimsmeta.

1. Kári Elíson, páver, öld. fl. 55-59 ára 75kg
Kári köttur kláraði 150-120-200=470kg GULL
2. Valdimar R Valdimarsson, páver, opinn fl. 100kg
Valdi Kerfis tók 315-205-302,5=822,5kg
3. Páll Sigurðarson, páver,opinn fl.100kg
Palli Patró tók 200-140-235=575kg
4. Fjölnir Guðmannsson, páver,opinn fl.110kg
Tvisterinn tók 237,5 - 187,5 - 225 = 650kg
5. Sigfús Fossdal,páver og bekkur,opinn fl.140+kg
Skyrfús tók 435 - 345 - 310 = 1090kg, svo tók hann 342,5 í bekk. Silfur og GULL
6. Páll Logason, páver,unglingafl. 140kg
Fermeterinn tók 400-280-355=1035kg. GULL
7. Gunnar Rúnarsson, páver,bekkur og rstl. öld,fl. 40-44 ára 110kg
Masterinn tók 242,5 - 190 - 287,5 =720kg svo tók hann 200 í bekk og 270 í deddi. Tvö gull & brons
8. Jón Gunnarsson, páver,öld.fl. 50-54ára 100kg
Bóndinn tók 320 - 200 - 300 = 820kg. GULL
9. Flosi Jónsson, bekkur,öld.fl.55-59ára 90kg
VöffluFlosi tók 162,5 í bekk. GULL
10. Ingvar Ingvarsson, bekkur,öld.fl.45-49ára 110kg
Ringó tók 300 í bekk. GULL
11. Þröstur Ólason. réttstöðulyfta,unglingafl.90kg
datt út í deddinu þegar hann hafði ekki byrjunarþyngd.

Sunday, November 08, 2009

Þá er bara að gera sitt bezta

Nú er hafinn hvíld fyrir mótið. Æfingar gengu þokkalega, en í bekknum varð sá miðaldra fyrir því áfalli að sloppurinn rifnaði. Sloppur sem var svo þröngur um framahandleggina að það stórsá á mánninum. Samt komst hann á sinni annarri alvöru æfingu niður með 202.5 kg og pressaði það léttilega upp. Hinn sloppurinn er aðeins stærri og væntingarnar því mun minni.

Hnébeygjan hefur ekki gengið eins vel. Æfingarnar hafa ekki verið markvissar og væntingun því líka slegið í hóf. Td. mistókst ein grundvallaræfing fyrir mánuði þegar beygja átti 230 kg léttilega. Eftir það náðist andinn aldrei á flug, en væntanlega verður bara toppað vel á næsta ári.

Réttstaðan þarf kannski ekki eins miklar æfingar og útbúnað. Í réttstöðunni er bara hreinn kraftur án aukaútbúnaðar. Gæta skal vel að ofþjálfun í deddi. Vonandi verður maður bæði sterkur og frískur. Ef ekki þá bæti ég líka úr því eftir rúmlega hálft ár.

Skrítið að verða orðinn miðaldra....

Wednesday, November 04, 2009

Hvað á ég að gera?

Þar sem ég tek nú þátt í þrem kraftlytingamótum eftir viku, þá er ég í smá vandræðum. Hef sennilega sjaldan eða aldrei verið í betra formi, en málið er ekki svo einfalt

Ég er skráður til leiks í þrem mótum. Í kraftlyftingamóti á fimtudaginn þar sem keppt er í öllum þrem greinum kraftlyftinga. Þar mæti ég rosalegum andstæðinum sem eru margfaldir meistarar, m.a Heims & evrópumeisturum og heimsmethafar. Í kraftlyftingunum ætti ég að bæta minn samanlagða árangur. Er reyndar ekkert eins góður í hnébeygjum og ég vonaði og bekkurinn hefði líka mátt vera betri.

Ég er skráður til leiks í bekkpressu á sunnudaginn þar sem ég mæti sjálfum heimsmethafanum í bekkressu í flokki 40-44 ára í single lift. Er ekkert sérstakur í bekkpressu og er í frekar víðum slopp, eftir að hafa rifið nýja sloppinn minn um daginn. Ég ætti samt að bæta mig.

Ég er skráður til leiks í réttstöðulyftu þar sem mínir mestu möguleikar liggja. Stefni á bætingu c.a 290-300 kg.

En hvað á ég að gera? Á ég að taka endalaust á því í öllum mótunum, vera ferskur í fyrst og spara mig fyrir deddið osf. Ég get eiginleg ekki ákveðið mig og bið því um smá hjálp.

2009 WPF WORLDS -- LAS VEGAS, NEVADA, USA !!

November 10-15