Monday, October 22, 2007

Við erum bestir!

Við í Víkingaklúbbnum erum núna í öðru til þriðja sæti í fjórðu deild eftir fyrri umferð á Íslandsmóti skákfélaga. Eftir áramót ætlum við okkur ekkert annað en sigur. Hér má sjá bikarana sem eru í boði. Ég held meira að segja að ég hafi unnið þá alla, þs þriðju og aðra deildina með Helli og svo tefldi ég eina skák fyrir N-V sveit TR, sennilega árið 1982 þar sem við unnum fyrstu deildina. Fjórðu deildina hef ég hins vegar aldrei unnið og það gerist næsta vor, ef Guð lofar!













Saturday, October 13, 2007

Víkingaklúbburinn

Í kvöld mætir Víkingaklúbburinn til leiks í fyrstu umferð á Íslandsmóti skákfélaga. Á leikskrá klúbbsins eru um þrettán víkingar og munum við hefja leik í fjórðu deild. Þótt liðið sé ágætlega skipað, þá eru liðin í fjórðu deild þrjátíu og eitt talsins og mörg þessara liða eiga sennilega vel heima í annarri deild, en þá deild þekki ég mjög vel. Fyrirliði Víkingasveitarinnar verða Þorgeir Einarsson og Gunnar Fr. Rúnarsson, en Víkingasveitin sameinaðist hraustri sveit Gottorms Tudda, en það lið hafði staðið sig með prýði í fjórðu deild í síðustu keppni. Fyrsta borðsmaðurinn þeirra er nú fluttur til Bahama, en verður með okkur, ef hann hefur tök á. Þegar tvö orkufyrirtæki sameinast þá verður til nýtt sterkt afl. Fyrirliði Gottorms Tudda er Þorgeir Einarsson bréfskákmeistari og verður hann annar af tveim liðstjórum sveitarinnar. Með Þorgeiri komu svo fjórir vaskir víkingar og samstarf klúbbana á vonandi eftir að verða farsælt, en við munum setjast niður fljótlega til að ganga frá samstarfinu og sameiningunni. Víkingameistarinn er því miður ekki alveg með söguna á hreinu, en hann vann m.a fyrstu deildina með NV liði TR, sennilega árið 1982, en þá tefldi hann eina skák á áttunda borði og fékk gullverðlaun í mótslok. Einnig tók hann sennilega þátt í vinna 3 & 2 deildina með Helli á sínum tíma, en því miður man ég þetta ekki svo glatt. En eitt er víst að ég hef ekki ennþá unnið fjórðu deildina og aldrei stjórnað liði áður í keppni. Þetta verðu rosalega gaman og ekkert verður gefið eftir. Ritstjóri skak.is spáir okkur 6. sæti, en að sjálfsögðu erum við ekki sammála honum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur að reka þessa spá ofaní hann, en spáin er að sjálfsögðu til gamans gerð. Sjálfur ætla ég að spá fyrir um röðina á Íslandmótinu, en það er kannski ekki við hæfi að maður sé að spá um gengi eigin liðs. En hvað um það áfram VÍKINGAR.

1.deild

1.TR

2. Fjölnir

3. Hellir

2. deild

1. Bolungarvík

2. Kátu biskuparnir

3. T.A

3. deild

1. KR

2. Hellir-c

3.Dalvík

4. deild

1. Víkingaklúbburinn

2. Bolungarvík-b

3.Fjölnir-b

DSCF0048

Gamli góði

Gamli góði Villi er bara orðinn gamli Villi sagði Alvar (karlinn sem hringir daglega í útvarp sögu). Gamli góði Villi er bara Spillti tryllti Villi, las ég síðan einhverju blaðinu. Hvað um það þá man ég ekki í fljótu bragði eftir annað eins fjölmiðlafári lengi. Man t.d einhver hvers vegna Þórólfur Árnason fyrrum borgarstjóri þurfti að segja af sér. Man t.d einhver hvers vegna Guðmundur Árni þurfti að segja af sér? Af hverju þurfa sumir að taka pokann sinn, en aðrir geta bara varpað ábyrgð sinni yfir á aðra. Reyndar hef ég nú ákveðið að styðja borgafulltrúann Björn Inga áfram. Í fyrsta lagi virðist hann hafa haldið fullkomni ró sinni, þrátt fyrir nokkur mistök. Hann vill t.d ekki selja þetta REI strax á brunaútsölu til auðmanna eins og íhaldið. Þá fyrst verður hneykslið svipað og þegar bankarnir okkar voru seldir nokkrum vildarvinum á sínum tíma. Hvers vegna voru ekki á þeim tíma pólitíkusar eins og Svandís Svarvarsdóttir að góla hástöfum. Þá værum við eflaust með gamla góða Landsbankann & Búnaðarbankann. Núna höfum við bara gamla Kaupþing.

Carpe Diem!

Það var góður dagur í Perlunni í gær, því þá var heljarinnar hátíð í tilefni alþjóða geðheilbrigðisdagsins. Glæsileg dagskrá þar sem frú Vigdís Finnbogadóttir sat á fremsta bekk og kvikmyndajöfurinn Þráinn Bertelsson var veislustjóri. Þá um morguninn hafði ég lesið athyglisverða grein í Fréttablaðinu, þar sem Þráinn afhjúpaði menningarmafíu Íslands á síðustu öld, en hún samanstóð af þeim Hrafni Gunnlaugs, Baldri Hermanns, Davíð Oddsyni og Rúnari Gunnarssyni. Þetta var flott grein hjá karlinum og var ég bara nokkuð hróðugur að var bendlaður við íslensku mafíuna. Það skildi þó aldrei vera að þessi sama mafía hafi afhent honum listamannalaunin á sínum tíma, en karlinn er klárlega einna bestur kvikmyndagerðamanna í landi voru.

Ég fór nokkuð snemma í Perluna, vegna þess að ég vildi sjá tælenska dansflokkinn á sviðinu, en Valgeir Guðjónsson kynnir tilkynnti að þessi dansflokkur hefði aldrei átt að dansa þarna og um einhvern misskilning hafi verið að ræða. Ég heyrði þetta ekki svo glöggt, en við Sigurður Rúnar urðum fyrir miklum vonbrigðum með að missa af góðum dansi.

Svo var sest að taflborðinu, í sjálfu geðverndarmótinu. Svo heppilega vildi til að flestir bestu skákmenn þjóðarinnar eru staddir hjá vinum okkar Tyrkjum í Evrópumóti taflfélaga. Keppendur voru samt um fjörtíu talsins og meðal keppenda var m.a Davíð Kjartansson einn besti hraðskákmaður landsins auk nokkra annarra víkinga. Það var því ekkert annað að gera en að bretta upp á ermarnar og tefla til sigurs og það ótrúlega gerðist svefnlausi næturvaktadraugurinn náði að leggja alla andstæðinga sína að velli. M.a Davíð fyrrnefndan, Stefán Bergsson, Jónas Spari og skákdrottninguna Guðfríði Lilju. Nánar á:

skak.is

redcross.is

hrokurinn.is

102_0429

Óþarfi

Það er alger óþarfi hjá þessum afturhaldskommatittum að stoppa þennan frábæra samruna. Ekki það að ég hafi mikið vit á málinu, en ég held að þetta sé meiriháttar gjörningur að stefna að því að einkavæða orkugeirann. Við höfum góða reynslu af fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem er sem betur fer að festa sig í sessi meðal landsmanna. Eins sé ég ekkert að því þótt aðrar auðlindir landsins séu einkavæddar, eins og fiskurinn í sjónum. Ég ætla rétt að vona að kommadóttirin nái ekki að stöðva framþróunina. Íslandsbanki fór alveg ótrúlega illa með hann Bjarna okkar Ármannson þegar þeir ráku hann frá sér slippann og snauðan. Núna er hann sem betur fer kominn í nýtt starf og er að sameina nýju orkuútrásarfyrirtækin á mettíma. Og Villi Vill er góður gæi, sem myndi aldrei standa í einhverju svínaríi. Bjarni Ármanns er t.d að leggja 1.5 milljarða af sínu eigin sparifé í þetta. Karlinn liggur á hrúgu á peningum og ekkert nema jákvætt um það að segja. Svo er bara besta mál að hann fái góðan kauprétt í þeim ofsagróða sem framundan er. Borgarstjóri vill einmitt jafna kaup starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur á hlutabréfum í REI. Það verður sko enginn einkavinavæðing í þessu REI dæmi.

Heimsmeistaraeinvígi

Gott mál Björn. Ég hef alltaf haft trú þér, jafnvel þótt að þú hefðir ákveðið að verða Framsóknarmaður um hríð. Þá skapar þetta einvígi ótrúlegan áhuga á skák á Íslandi aftur. Hingað munu koma fjölda fjölmiðlamanna og nokkrir tugir stórmeistara. Þá mun einnig verða söguleg stund því í Reykjavík mundu þá dvelja nokkrir heimsmeistarar á sama tíma m.a Bobby Fischer, Kramnik, Anand og sjálfur heimsmeistarinn í Víkingaskák. Hver sem hann nú verður á næsta ári?

Monday, October 01, 2007

Ný skoðanakönnun

Ég er hættur að horfa á fótbolta! Kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt, en ég hef samt ekki horft á heilan fótboltaleik í sumar og haust vegna anna. Fór að sjálfsögðu aldrei á völlinn í sumar til að horfa á Framliðið og hætti síðan áskrift að Sýn um mitt sumar, þegar ráðamenn þar ákváðu að breyta áskriftinni. Þetta er í raun alger tímaeyðsla að horfa á þetta tuðruspark og ég læt mér nægja að horfa á mörkinn úr íslenska, enska og spænska boltanum í fréttum á stöð 2, Sky news & TVE. Fékk mér í staðinn áskrift að 32 sjónvarpstöðvum, m.a

En hvað um það þá reyni ég að fylgjast áfram með af veikum mætti. Reyni þá að fylgjast með liðum eins og Man. City, Newcastle, West Ham, Barcelona og Reggina. Ég spurði um daginn hvernig ég teldi að enska deildin myndi enda í vor. Flestir veðjuðu á Liverpool. Til hamingju með sigurinn Liverpool!

Hvaða lið vinnur ensku úrvalsdeildina í ár?
Man Utd 21,9%
Chelsea 6,2%
Liverpool 37,5%
Arsenal 12,5%
Man. City 9,4%
Newcastle 9,4%
Annað lið! 3,1%
32 svöruðu
1. Barcelona
2. Real Madrid
3. Sevilla
4. Mallorca
5. Atletico Madrid
6. Valencia
7. Espanol
8. Villareal
9. Annað lið

Veljið hér

Víkingaklúbburinn

Nýjasta skákfélgagið í dag heitir Víkingaklúbburinn og hann mun byrja í 4. deild á Íslandsmóti skákfélaga.

d'Angleterre

Ég fagnaði því vel og innilega þegar íslenskt fjárfestingafélag keypti flaggskip dana. glæsihótelið d'Angleterre um daginn. Þetta er hótelið sem fína og fræga fólk heimsins dvelur á í Baunalandi, m.a dvöldu Halldór Laxness og Vígdís Finnbogadóttir eingöngu á fimm stjörnu hótelinu sem stendur við Kóngsins Nýtorg. Íslenskir auðmenn eiga nú rosalegar eignir í Danmörku og ég hitti gömul dönsk hjón í flugvél á leið til Asíu fyrir tveim árum og þau voru á þeim tíma meðvitum um hvað væri að gerast í höfuðborg þeirra, því íslenskir auðmenn voru á þeim tíma byrjaðir að eignast gersemin þeirra með skipulögðum hætti. Fræg er andúð mín á dönum og hef ég margoft lýst þeirri skoðun minni hversu erfitt mér finnst að koma til Baunalands. Maður hefur því margoft hangið allan daginn á Kastrupflugvelli frekar enn að hætta sér í bæinn til þeirra. Að sjálfsögðu finnst mér gaman að vera þarna í gömlu höfuðborg minni, ef innfæddir væru víðsfjarri. Ég var beðinn um það af danavini um daginn að koma með smá sagnfræði sem ég hafði lofað, m.a um afstöðu gömlu frelsishetjanna okkar um dani og Danmörk. Allir íslenskir menntamenn á síðustu öldum þurftu að sækja nám til Kaupmannahafnar, en flestir voru þeir þjóðernissinnar miklir og höfðu sínar skoðanir á "Baunum" og núna í sumar náði ég m.a að klára ævisögu frænda míns Einar Ben, en í þeirri sögu kom skýrt fram að Einar og samtíðarmenn hans voru svo sannarlega engar danasleikjur. Og ekki heldur voru Jón Sigurðsson og Fjölnismenn neinir Baunadindlar heldur, því þar fóru sannir ættjarðarvinir, sem því miður þurftu að dvelja um hríð með þessari góðu vinaþjóð.

Og annað þessu tengt, því ég hef lengi verið ofsareiður yfir því að ráðamenn þjóðarinnar gáfu fiskinn í sjónum fáum útvöldum, sem gátu seinna braskað með fiskveiðikvótann, leigt hann, selt og veðsett. Allir stjórnmálaflokkar Íslands hafa lagt blessun sína yfir athæfið að undanskildum Frjálslynda Nasistaflokknum, sem einn flokka hefur barist gegn kerfinu. Nokkrir menn sem óþarfi er að nefna högnuðust óheyrilega sjálfir, þs nánasta fjölskylda fékk þetta í gjöf. Núna geta börn útgerðamannanna sem í upphafi gátu braskað með frjálsa framsalinu nú gengið út með tugi miljarða í vasanum úr landi. Meira að segja formaður Vinstri Grænna er óvenju áhugalaus um þetta og það er samt alger óþarfi hjá mér að dylgja um tengsl Skallagríms og kvótagreifa. Sama á við um Samfylkinguna, því Ingibjörg Sólrún og félagar hafa sem betur fer fest kerfið í sessi. Sem betur fer segi ég því ég hef sjálfur algerlega kúvent afstöðu minni til kvótamálsins. Það rann upp fyrir mér ljós um daginn þegar ég komst að því að þetta kerfi er eitt besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.

Nú það eru tvenn öflug rök fyrir okkur að halda í þetta góða kerfi. Í fyrsta lagi rústar fiskveiðistjórnunarkerfið landsbyggðinni sem í fyrstu virðist vera skelfilegur glæpur, en í raun er það hið besta mál. Já besta mál því öll þessi litlu krummaskuð eru ekki lengur hæf til búsetu eftir að fólkið mátti ekki lengur sækja sér lífsbjörgina í hafið. Er þá ekki betra að leggja bara landsbyggðina niður á einu bretti og allir flytjist hingað á suðvesturhornið þar sem byggðirnar eiga að vera. Til hvers erum við skattgreiðendur að púkka upp á þessi sjávarþorp, sem sjálf kusu þetta kvótakerfi yfir sig á sínum tíma. Leggjum niður staði eins og Ísafjörð, Bolungarvík. Patreksfjörð og alla hina staðina í kringum landið. Meira að segja höfuðborg Norðurlands er búinn að vera og allir austfirðir mega mín vegna leggjast af. Fáskrúðsfjörður er t.d bara fyrir töffara á SPÍTT-bátum og hvað er hæfileikafólk eiginlega að hugsa með því að hanga á þessum stöðum. Það á bara að koma hingað suður. Hvað er t.d klár gaur eins og Björn-Arin að gera á Ísafirði eða Bolungarvík. Ég vill fá karlinn suður í menninguna. Hann á bara að flytjast suður, en ekki að hokra þarna á þessum ömurlegu Vestfjörðum endalaust.

Í öðru lagi hefur fiskveiðistjórnunarkerfið jákvæð áhrif á nýríka liðið. Við eigum ekki að vera með neina afbrigðissemi út í þetta fólk, þótt foreldrar þeirra eða makar hafi unnið hörðum höndum í útgerð, kannski í marga mannsaldra og afkomendur þeirra eiga svo sannarlega skilið að njóta afkasta forfeðrana. Hins vega ættum við að skikka þetta fólk, sem á annað borð fær marga milljarða gefins frá þjóðinni að fjárfesta í danaveldi. Hreinlega hafa það í lögum um frjálsa framsalið að ef menn selja sinn hlut og ganga út með tugi milljarða, þá á að skikka þá í staðinn að verja söluhagnaðinum í að kaupa upp þjóðargersemar dana. Þannig átti líka að skikka ljóshærða smjörgreidda bankastjórann minn sem fékk feitan starfslokasamning til að fjárfesta í Danmörku. Hann gekk út með hundruðir milljóna í vasanum, en var að sjálfsögðu ekki lengi að finna nýtt starf, þar sem hann gat margfaldað auð sinn.