Monday, October 01, 2007

Ný skoðanakönnun

Ég er hættur að horfa á fótbolta! Kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt, en ég hef samt ekki horft á heilan fótboltaleik í sumar og haust vegna anna. Fór að sjálfsögðu aldrei á völlinn í sumar til að horfa á Framliðið og hætti síðan áskrift að Sýn um mitt sumar, þegar ráðamenn þar ákváðu að breyta áskriftinni. Þetta er í raun alger tímaeyðsla að horfa á þetta tuðruspark og ég læt mér nægja að horfa á mörkinn úr íslenska, enska og spænska boltanum í fréttum á stöð 2, Sky news & TVE. Fékk mér í staðinn áskrift að 32 sjónvarpstöðvum, m.a

En hvað um það þá reyni ég að fylgjast áfram með af veikum mætti. Reyni þá að fylgjast með liðum eins og Man. City, Newcastle, West Ham, Barcelona og Reggina. Ég spurði um daginn hvernig ég teldi að enska deildin myndi enda í vor. Flestir veðjuðu á Liverpool. Til hamingju með sigurinn Liverpool!

Hvaða lið vinnur ensku úrvalsdeildina í ár?
Man Utd 21,9%
Chelsea 6,2%
Liverpool 37,5%
Arsenal 12,5%
Man. City 9,4%
Newcastle 9,4%
Annað lið! 3,1%
32 svöruðu
1. Barcelona
2. Real Madrid
3. Sevilla
4. Mallorca
5. Atletico Madrid
6. Valencia
7. Espanol
8. Villareal
9. Annað lið

Veljið hér

0 Comments:

Post a Comment

<< Home