Æfingablogg
Það hlaut að koma að því að maður þurfti að fara að æfa aftur. Ég keypti mér kort upp í Gym80 fyrir þrem vikur síðan og byrjaði auðvitað rólega eftir að hafa tekið góða pásu í sumar. Reyndar kom það ekki til að góðu, því ég hef verið að kljást við leiðindameiðsl sem hafa hrjáð mig frá miðju sumri. Það kom því sterklega til greina að hætta alveg að skúnkast í líkamsrækt og snúa sér að meðalmennsku í einhverju öðru sporti, en ég hef þó ákveðið að reyna að þrauka eitthvað áfram. Kannski verður það bara gæfa mín að geta ekki æft karlmennskuæfingu númer eitt þs deddið (réttstöðulyftu), því þá get ég jafnvel snúið mér að því eingöngu að geta eitthvað á bekk. Ég æfi því bara tvisvar sinnum í viku meðan skjóðan er svona slæm, en æfingafélagi minn í bekkpressunni er gamall jaxl, sem á m.a sjálfur vel yfir 200 kg í bekkpressu og er sagður getað tekið 300 kg í réttstöðu meðan báðir fætur ganga uppréttir. Hér áður fyrr drukkum við saman brennívín og bjór fram á morgun og máluðum bæinn rauðann, en núna erum við báðir frelsaðir frá þessari vitleysu og reiknum með að eiga smá "comeback" í ellinni. Núna erum við að fikra okkur upp í bekkpressunni og síðasta mánudag tók ég 125 x3, en það er bara ágætt fyrir blýantsnagara eins og mig, sem er nú kominn í tveggja stafa tölu í líkamsvigt. Vigtaðist semsagt 99.99 kíló um kvöldið sem er auðvitað alveg skelfilegt. Ég er semsagt orðinn andlegur og líkamlegur krypplingur.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home