Svo mætti maður í Bath á þriðjudegi 2. nóvember með alla fjölskylduna með sér. Auðvitað er þetta ekki auðvelt en ég vildi reyna á þetta einu sinni enn. Það voru ekki margar lausnir í stöðunni. Kærði mig ekki um að vera í heila viku burtu í móti eftir alla vinnutörnina sem undan var gengin. Það má segja að í Vegas hafi þetta sloppið, enda gott veður og gott hótel með allt sem hægt er að bjóða uppá m.a sundlaug, barnaleiktæki og allt það. Bath var aðeins öðruvísi, enda hótelin gamaldags og umhverfið ekki alveg eins barnvænt. Hefði átt að fljúga út á föstudegi og koma heim á mánudegi og vera þá einn með sjálfum mér. Þetta hefði verið lítið mál, enda gerðu Benni Tjakkur og frú þetta, enda eiga þau 2 x tvíbúbura á öðru ári. Eftir á að hyggja tók þetta streð of mikið úr manni þvi miður. En þá að eigin árangri....
Ég náð að koma heim með tvo heimsmestaratitla í 110 kg M2 flokknum, eins og í Vegas. Í Vegas var ég á síðasta ári í M1 flokknum og fékk þá gull fyrir power og réttstöðu, en núna náði ég að vinna bæði bekkpressu og réttstöðu.
Bekkpressan: Því miður gekk bekkpressan ekki nógu vel. Það voru samt vísbendingar um að þetta yrði ekki mitt mót. Sloppurinn var hálf skrítinn og hef ekki lyft miklum þyngdum íi honum þó númer passi mér alveg. Greinilega einhver hönnunargalli, því ég er allur skakkur í honum. Byrjaði á 190 kg, en gerði því miður tæknifeil og ákað að taka það aftur. Sú tilraun var lauflétt og því hoppaði ég í þyngd sem ég hélt ða væri örugg, en 205 kg fóru ekki upp. Stoppaði á leiðinni og skekktist svo. Endaði þó sem heimsmeistari.
Réttstöðulyftan: Var vel stemmdur fyrir hana, Tók fyrst 260 kg til að stimpla mig inn, en hoppaði svo beint í 290 kg. Þegar sú lyfta fór upp frekar örugglega ákvað ég að stökkva beint í heimsmetið, 305,5 kg sem ég hafði verið að stíla á, en því miður fór það ekki upp. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en það er mjög líklegt að 300 kg hafa steinlegið ef ég hefði farið í þyngdina. Þá hefði örugglega verið lítið púðureftir í aukatilraun við heimsmetið. En samt hefði verið gaman að klára 300 kg þarna.
Myndir sem Haukur Þvottur tók koma fljótlega á vefinn.