Thursday, November 18, 2010

Meistaramót Stevegym í réttstöðulyftu 2010


Meistaramót Stevegym í réttstöðulyftu 2010
Stevegym 26 nóvember kl. 16.00
Lyftir Hrikinn yfir heimsmeti?
Tekur Masterinn ÞRISTINN?
Kemur Miðnæturdeddarinn aftur?
Birtist Þröstur og klárar dæmið?
Keppendur m.a:
Bjarki „Hriki“ Ólafsson - 125 kg
Gunnar „Master“ Rúnarsson -110kg
Sigurjón „Miðnæturdeddari“ Ólafsson -125kg
Jón „Lampi“ -82.5 kg
Haukur „Þvottur“ Pálsson -82.5 kg
Yfirdómari:
Kári „Catzilla“ Elíson
Viktun á staðnum og hefst kl: 15.30
Skráning í Stevegym og líkur fimmtudaginn 25. nóv

Tuesday, November 16, 2010

Nokkrar myndir frá HM í Bath



Næstu mót

Hugmyndin var að hvíla þetta brölt, en úr því bekkurinn misheppnaðist gjörsamlega á HM og markmiðin í réttstöðulyfu (300 kg eða 305.5 kg) gengu ekki eftir á mótinu, þá tekur maður amk eitt gym-mót í viðbót á þessu ári. Þs til að klára 300 kg plús á móti í deddi.

Næstu mót:

1. Meistaramót Stevegym í Deddi 26. nóv í Stevegym
2. Bekkpressa hjá Metal í Janúar (óljóst)
3. Îslandsmót Metal í power í april (til að taka M2 deddheimsmet í 100 kg flokki í power)
4. Evrópumót WPF á Írlandi í mai (taka heimsmet í M2 í deddi)
5. HM á Miami í Florída í nóvember (taka heimsmet í M2 í deddi)

300 kg dedd!

Tók 300 kg í deddi á æfingu 15. nóvember. Mætti frekar þreyttur eftir nv og var þá búinn að tefla nokkrar skákir í Rauðakrosshúsinu áður. Hitaði lítið upp og ætlaði ekki í neinar toppþyndir enda stílað inn á gymmótið þann 26. nóv. Steve rak mig hins vegar í 300 kg og vonandi skrifar einhver upp á þetta. Var ekki með tónlist, únliðsvafninga eða nægt púður. Ekkert þannig lagað undirbúinn, enda var lyftan þung. Vonandi hreinsar þó þessi lyfta hausinn og gefur manni sjálfstraust á mótinu eftir rúmlega 10. daga!!

Wednesday, November 10, 2010

Heimsmeistaramótið í Bath

Svo mætti maður í Bath á þriðjudegi 2. nóvember með alla fjölskylduna með sér. Auðvitað er þetta ekki auðvelt en ég vildi reyna á þetta einu sinni enn. Það voru ekki margar lausnir í stöðunni. Kærði mig ekki um að vera í heila viku burtu í móti eftir alla vinnutörnina sem undan var gengin. Það má segja að í Vegas hafi þetta sloppið, enda gott veður og gott hótel með allt sem hægt er að bjóða uppá m.a sundlaug, barnaleiktæki og allt það. Bath var aðeins öðruvísi, enda hótelin gamaldags og umhverfið ekki alveg eins barnvænt. Hefði átt að fljúga út á föstudegi og koma heim á mánudegi og vera þá einn með sjálfum mér. Þetta hefði verið lítið mál, enda gerðu Benni Tjakkur og frú þetta, enda eiga þau 2 x tvíbúbura á öðru ári. Eftir á að hyggja tók þetta streð of mikið úr manni þvi miður. En þá að eigin árangri....

Ég náð að koma heim með tvo heimsmestaratitla í 110 kg M2 flokknum, eins og í Vegas. Í Vegas var ég á síðasta ári í M1 flokknum og fékk þá gull fyrir power og réttstöðu, en núna náði ég að vinna bæði bekkpressu og réttstöðu.

Bekkpressan: Því miður gekk bekkpressan ekki nógu vel. Það voru samt vísbendingar um að þetta yrði ekki mitt mót. Sloppurinn var hálf skrítinn og hef ekki lyft miklum þyngdum íi honum þó númer passi mér alveg. Greinilega einhver hönnunargalli, því ég er allur skakkur í honum. Byrjaði á 190 kg, en gerði því miður tæknifeil og ákað að taka það aftur. Sú tilraun var lauflétt og því hoppaði ég í þyngd sem ég hélt ða væri örugg, en 205 kg fóru ekki upp. Stoppaði á leiðinni og skekktist svo. Endaði þó sem heimsmeistari.

Réttstöðulyftan: Var vel stemmdur fyrir hana, Tók fyrst 260 kg til að stimpla mig inn, en hoppaði svo beint í 290 kg. Þegar sú lyfta fór upp frekar örugglega ákvað ég að stökkva beint í heimsmetið, 305,5 kg sem ég hafði verið að stíla á, en því miður fór það ekki upp. Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en það er mjög líklegt að 300 kg hafa steinlegið ef ég hefði farið í þyngdina. Þá hefði örugglega verið lítið púðureftir í aukatilraun við heimsmetið. En samt hefði verið gaman að klára 300 kg þarna.

Myndir sem Haukur Þvottur tók koma fljótlega á vefinn.