Wednesday, May 30, 2007

Að vera

Núna er komið að smá barnaheimspeki. Hvað er það að vera? Ég lærði m.a mína heimspeki hjá Þorsteini heitnum Gylfasyni og hafði miklar mætur á þeim manni. Ekki situr svo sem mikið eftir af spekinni sem ég lærði hjá honum, en ég man þó eftir nokkrum gullkornum frá honum. Einnig eftir fyrsta tímanum hjá honum, sem var ein skemmtilegasta kennslustund sem ég hef upplifað. En hvað um það, þá sagði Þorsteinn okkur dæmisöguna um elstu skófluna á Siglufirði. Skóflan var ævaforn og stórmerkileg vegna aldurs hennar, en það var reyndar búið að skipta fimm sinnum um skaft á skóflunni og sjö sinnum um blað. Var þetta þá sama skóflan? Er ég t.d sami maðurinn og fyrir sjö árum síðan? Nei ekki endilega, því líkaminn endurnýjar sig reglulega og hver einasta fruma mín fyrir sjö árum er núna dauð og aðrar komnar í staðin, samkvæmt einhverri lífefnafræði-kenningu. Líffærin eru ný, m.a augun sem hafa endurnýjað sig á sjö árum. En andinn sjálfur? Sálin er hún ekki sú sama? Þú gengur aldrei tvisvar út í sömu ána, sagði sá mikli heimspekingur Herakleitus. Já, hvað er það að vera? Hvað er Íslendingur? Mér var líka hugsað til gamla hússins á Austurstræti 2, sem hét síðast Pravda og svo margir sjá núna eftir. Húsið sem var eitt af elstu húsum landsins var orðið vel yfir tvöhundruð ára, en var nokkuð upprunalegt í húsinu, nema þetta blessaða eldstæði? Var þetta sama húsið og fyrir rúmlega tvöhundruð árum?

Ástæðan fyrir þessum hugrenningum mínum eru frábærir tónleikar sem ég fór á í Laugardalshöll á sunnudagskvöldið. Þar léku tvær fornfrægar sveitir, m.a Uriah Heep og Deep Purple. Ég hlustaði mikið á Uriah Heep sem unglingur, enda hafði ég eignast flestar plötur þeirra og hafði gaman að. En er þetta sama hljómsveitin og ég fílaði hér áður fyrr. Er hljómsveitin ekki bara nafnið. Dæmi um plathljómsveitir eru m.a Bech Boys, Platters osf, þar sem langflestir af upprunalegu meðlimum hljómsveitanna eru hættir. Í sumum tilfellum eru tvær hljómsveitir með sama nafni að túra um heiminn og mig grunar að "hljómsveitin" Bech Boys sé til í tveim eða þrem eintökum, þar sem einn aðalstofnandi sveitarinnar túrar um heiminn með eigin hljómsveit, meðan tvær aðrar hljómsveitir bera Bech Boys nafnið. Sem dæmi, þá byrjaði söngvarinn í Urriah Heep, Bernie Shaw í hljómsveitinn mörgum árum eftir að ég hætti að hlusta á þá. Gítarleikarinn Trevor Bolder er upprunalegur. Bassaleikarinn byrjaði í hljómsveitinni árið 1976, eða löngu áður enn ég byrjaði að hlusta á þá. En trommuleikarinn var lang bestur. Hvenær byrjaði hann eiginlega í hljómsveitinni? Það sama má segja um Deep Purple, því Ian Gillan söngvari, Roger Glover bassaleikari og Ian Paice trommuleikari eru upprunalegir. Aðalgaurinn gítarleikarinn Ritchie Blackmore hætti í sveitinni fyrir þrjátíu árum, en það er eitthvað við söng Ian Gillans, sem gefur hljómsveitinni trúverðugleika. Jú ég var að horfa á hinar raunverulegu hljómsveitir og þetta eru alvöru rokkbönd. Ég er ekki frá því að Urriah Heep hafi slegið í gegn, með frábærri frammistöðu. Deep Purple voru góðir en stóðu Uriah Heep langt að baki í kraftmiklu spili.

Svei mér þá ef ég er ekki kominn með áhuga á að pæla í gömlu rokki og hlusta á þessa gömlu tónlist upp á nýtt. En fyrst þarf maður að verða sér út um alvöru hljómflutningstæki.

Uriah Heep

1. Easy Livin

2. Lady in Black

3. Gypsy

Deep Purple

1. Child in time

2. Smoke on the water

3. Black Night

Monday, May 28, 2007

Aftur til fortíðar

Ég ætla að byrja á því að bölva þessu Moggabloggi, því það er mjög auðvelt að eyða heilu færslunum áður enn maður hefur "seifar" þeim. Maður dettur bara á einn takka og allt er ónýtt og ekki er hægt að kalla það fram. Þetta er alveg óþolandi!

En hins vegar liggur mér það á hjarta að einu sinni verður gamall maður barn. Þetta sagði gamall skjólstæðingur við mig um daginn þegar ég var að hjúkra honum. Veit ekki hvaðan þessi setning kemur, eflaust úr Hávamálum, biblíunni eða frá Laxness. Skiptir ekki máli, en í þessari setningu fellst samt mikil speki. Ég hef síðustu dag gengið í barndóm, þegar ég ákvað að ná í gömlu vínilplöturnar mínar til mömmu. Valdi sérstaklega úr Urriah Heep og Deep Purple. Hlustaði mikið á þessar sveitir í gamla daga, en er samt löngu hættur að pæla í rokktónlist. Eiginlega missti ég áhugann strax þegar rokk í Reykjavík kom út á sínum tíma, en hef þó staðið á hliðarlínunni og fylgst með eins og hálfviti. Fór m.a á Metalicu tónleikana um árið og sór þess dýran eið að fara aldrei aftur á rokktónleika. Þoli ekki troðninginn og vitleysuna. Rokktónleikar eru bara fyrir unglinga og heilaskemmt fólk. Eða hvað? Mig langar samt rosalega að fara á tónleikana með þessum hljómsveitum á morgun. Hef núna sett upp gömlu vínilgræjurnar upp í geymslunni heima með gamla leðursófann hans Narfa fyrir framan þær og ætla að hlusta á þessar gersemar í kvöld og á morgun og reyni síðan kannski að redda mér miða áður en það verður of seint. Vill einhver koma með mér á tónleikana á morgun? Þori ekki einn!

Thursday, May 24, 2007

Úr einu í annað

Skil ekki hvað er að gerast með mig, því ég hef ekki bloggað um neitt annað en pólitík síðustu vikur. En ég hef hvorki áhuga á pólitík né vit á þeirri tík. Sagði Albert heitinn ekki að hún væri skrítin tík þessi pólitík. Veit bara að það er komin ný ríkisstjórn og ég spáði nokkuð rétt um ráðherravalið. Hjá Samfylkingin var ég með 5 af sex réttum, en hjá Íhaldsflokknum var ég með fjóra af sex. Ekki svo slæmt. Ég er bara óhress með einn ráðherra af tólf og það er ekki svo slæmt. Ég mun sérstaklega fylgjast með honum og senda honum jákvæða strauma.

Annars hefur mikið verið að gerast hjá mér síðustu daga. Það er helst að sólahringurinn er alltof stuttur og því þyrfti maður að skipuleggja tíma sinn betur.

Í gær fékk ég langþráða sendingu þegar bekkpressusloppurinn var sendur heim til mín, en ég hafði beðið rúmlega tvo mánuð eftir að fá hann og misst af tveim Íslandsmótum í millitíðinni. Skipti ekki svo miklu máli, því ég keppti á þeim þrátt fyrir það og var ekki að geta neitt í pressunni, en núna verð ég að sýna bolnum þá virðingu að koma helsterkur á næsta mót og bæta mig. Ég mun vonandi æfa þrisvar sinnum í viku í sumar, en kemst vonandi með fjölskylduna til Spánar í eina viku. Svo mun maður nota hvert tækifæri til að bregða sér í sumarbústað, annaðhvort með vinum eða ættingjum. Sveitin heillar eins og fyrra og fjallgönguskórnir, veiðigræjurnar og golfsettið verður tekið fram eins oft og kostur er.

Svo náði ég þeim langþráða áfanga að útskrifast sem sjúkraliði, en ég kláraði síðast tímann fyrir nokkrum dögum og skilaði lokaverkefninu og tók sjúkrapróf í hjúkrun í síðustu viku. Ekki hafði ég eirð í mér til að lesa mikið, því prófið var á mánudegi eftir kosninga&Eurovisionhelgina. Ég náði þó að klára og verð útskrifaður með pompi og prakt á morgun. Reyndar er hálf skrítið að útskrifast úr fjölbrautaskóla árið 2007, þegar ég útskrifaðist BA úr Háskóla Íslands árið 1999. Það sama átti við um félagsliðanámið, sem ég kláraði í fyrra, en ég stundaði nám í báðum fögum á sama tíma og sé ekki eftir því. En þetta nám sem ég klára núna gefur manni þó meiri möguleika, eins skrítið og það er. Ég ætla þó ekki að láta staðar numið og ætla að velta fyrir mér frekara námi, en ég verð þá að gefa mér meiri tíma í næsta skref, en í sjúkraliðanum var ég oftar en ekki að láta vinnu og áhugamál ganga fyrir náminu. Ég vil líka þakka þeim sem stóðu að félagsliðanáminu fyrir að ég fór í sjúkraliðann, því eftir eina önn í félagsliðanum var ég svo ósáttur að ég byrjaði í sjúkraliðanum næstu önn á eftir. Í kvöld ætla ég svo að bjóða fjölskyldunni í kaffi í kjöfar þessara "merku" tímamóta.

Á morgun ætla ég svo að halda upp á áfangann og fara í betri fötin og setja rauða og hvíta nelliku í brjóstmálið. Svo tímdi ég ekki að kaupa mér sjúkraliðahúfu, þannig að ég mun nota svarta stúdentskollinn, sennilega í fyrsta sinn. Ég minnist þess ekki að hafa sett upp húfuna áður. Ekki einu sinni, þegar ég útskrifaðist sem tæknistúdent árið 1993, þá var Iðnskólinn ekki með neina formlega útskrift fyrir brautskráða nema.

Ég setti inn skoðunarkönnun á Moggablogginu og spurði hvað blogg maður ætti að haldi sig við. Flestir kusa að ég ætti að halda mig við barnasíðuna, sem kennd er við Viktoríu. Númer tvö endaði svarta síðan hjá blogspot.com (gamla síðan) eftir harða samkeppni við Moggabloggið. Ég er alveg sammála um að barnasíðan er eina vitið, en ég mun eflaust halda mig við Moggabloggið og svörtu síðuna á næstu misserum.

Næsta skoðunarkönnun mun fjalla um framtíðina, því hún er ennþá óskrifuð eins og alltaf. Eflaust held ég áfram að vinna á sama stað en núna sem sjúkraliði á mun betri launum. Núna opnast hins vegar margir möguleikar í framhaldinu. Þegar ég hugsa til baka var einn ókunnur maður sem hvatti mig áfram árið 1989, þegar mér datt í hug að skella mér og skoða tölvubraut Iðnskólans. Þá hafði ég fyrir löngu ákveðið að læra ekki meira, en ég hafði tekið örfáa kúrsa í MH og hafði ekki áhuga á að eyða meiri tíma í framhaldið. Maðurinn sem ég talaði við var feitur og pattaralegur ungur maður, sem stjórnaði tölvubraut Iðnskólans. Hann talaði mig inn á að prófa, en næstu þrjú ár voru ein bestu skólaár mín, því ég gat í þrjú ár einbeitt mér að tölvu og tæknibrautinni á fullum námslánum. Þessi maður hét Gunnar Svavarsson og er núna nýorðinn þingmaður og ráðherraefni í framtíðinni. Enn einn tilvonandi þingmaðurinn sem orðið hefur á vegi mínum.

En hvað á ég að spúnkast til að læra? Þetta verður að vera létt og þægilegt nám, þannig að ég geti stundað 120% vinnu með, en samt bætt við mig einni gráðu í viðbót. Skoðunarkönnunin hljómar svona. Hvað á ég að stúdera næst?

A. Framhaldsnám í Geðsjúkraliða, 1. ár

B. Hjúkrunarfræði td í fjarnámi

c. Mastersnám í Sagnfræði

D. Thailensku, arabísku og spænsku

E. Guðfræði

F. Eitthvað nýtt, sb viðskiptanám á Bifröst

G. Ekki neitt, nóg komið. Skóli er fyrir letingja.

Baugs-stjórnin

Ég verð að viðurkenna að mér finnst nafnið sem Framsóknarmenn gáfu hugsanlegri stjórn Samfó&íhalds alveg bráðfyndið. Í fyrsta lagi vegna þess að Framsóknarmenn voru gífurlega tapsárir og gera sig að algerum fíflum með þessum barnaskap. Í öðru lagi vegna þess að einn ráðherra í fyrirhugaðri Baugstjórn mun heita Björn Bjarnason Baugsráðherrann sjálfur. Það verður erfitt fyrir forustu flokksins að ganga fram hjá Birni því Björn er síðasti Móhíkaninn í Davíðsarminum, en ekki má styggja leifarnar af þeim armi, þótt maðurinn hafi fallið í prófkjöri gegn Guðlaugi Þór og almennir flokksmenn strikað hann út í massavís vegna þess að maðurinn er alger tímaskekkja. Hann er nú í þriðja sæti í Reykjavík suður, en verður eflaust ráðherra í Baugstjórninni alræmdu.

Ég er samt ekki viss um að þessi stjórn verði að veruleika ef Davíð væri nú froðufellandi af reiði upp í Seðlabanka. Það er nefnilega Davíðsarmurinn sem stundaði fullorðins einelti gegn einstaklingum og fyrirtækjum m.a Samfylkingunni og Ingibjörgu sérstaklega og kaupsýslumönnum eins og Jóni Ólafssyni sem þurfti að flýja landi og Baugsfjölskyldunni. Þessir menn muna aldrei sætta sig við Ingibjörgu og Samfylkinguna, en því má ekki gleyma að þessir menn hafa lítil sem engin áhrif í flokknum lengur fyrir utan Björn Bjarnason. Davíð er innmúraður í Seðlabankanum, Jón Steinar í þagnarbindindi í hæstarétti, Kjartan frændi var settur af sem framkvæmdastjóri flokksins en Styrmir Gunnarsson er þó ennþá á Mogganum. Morgunblaðið er því ennþá mjög tortryggið gagnvart þessu samstarfi, eins og kom skýrt fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn. Þessir menn eru ennþá lifandi og það er þess vegna sem maður hafði skilning á auglýsingu eins og þeirri sem Jóhannes í Bónus kom með rétt fyrir kosningar. Auglýsingin leiddi m.a til þess að Björn Bjarna þurfti því miður að fresta ráðningu í embætti ríkissaksóknara, en verðlauna átti Jón H. B fyrir dygga liðveislu í Baugsmálinu.

Ef þessi stjórn verður ekki að veruleika fáum við vonandi að sjá langþráða vinstri stjórn, en því miður féll stjórnin ekki í kosningunum og því verðum við "jafnaðarmenn" að horfa á þetta stjórnarsamstarf með jákvæðum augum. Íhaldið hefur fengið allt aðra ásýnd og ráðandi armur flokksins stundar ekki barnalegt einelti eins og forðum. Sagt er að það fari vel á með Ingibjörgu og varaformanninum Þorgerði Katrínu. Stjórnin mun þá lýta svona út að mínu mati.

Geir Haarde forsætisráðherra, Kristján Júlíusson samgönguráðherra, Bjarni Ben dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra & Árni Matt fjármálaráðherra .

Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir heilbrigðisráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðar&viðskiptaráðherra, Jón Baldvin landbúnaðarráðherra, Kristján Möller félagsmálaráðherra & Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.

Eflaust gleymir maður einhverjum ráðuneytum, en ég tel að hvor flokkur fái sex ráðherra og nokkrar hrókeringar verði eftir c.a tvö ár, þegar Jóhanna Sig og Össur muni víkja fyrir yngra fólki eins og Ágúst Ólafi og Björgvin Sigurðssyni og Björn Bjarna víki fyrir Guðlaugi Þór. Samfylkingin mun taka einn mann af "götunni" eins og Jón Sigurðsson eða Jón Baldvin.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst nafnið sem Framsóknarmenn gáfu hugsanlegri stjórn Samfó&íhalds alveg bráðfyndið. Í fyrsta lagi vegna þess að Framsóknarmenn voru gífurlega tapsárir og gera sig að algerum fíflum með þessum barnaskap. Í öðru lagi vegna þess að einn ráðherra í fyrirhugaðri Baugstjórn mun heita Björn Bjarnason Baugsráðherrann sjálfur. Það verður erfitt fyrir forustu flokksins að ganga fram hjá Birni því Björn er síðasti Móhíkaninn í Davíðsarminum, en ekki má styggja leifarnar af þeim armi, þótt maðurinn hafi fallið í prófkjöri gegn Guðlaugi Þór og almennir flokksmenn strikað hann út í massavís vegna þess að maðurinn er alger tímaskekkja. Hann er nú í þriðja sæti í Reykjavík suður, en verður eflaust ráðherra í Baugstjórninni alræmdu.

Ég er samt ekki viss um að þessi stjórn verði að veruleika ef Davíð væri nú froðufellandi af reiði upp í Seðlabanka. Það er nefnilega Davíðsarmurinn sem stundaði fullorðins einelti gegn einstaklingum og fyrirtækjum m.a Samfylkingunni og Ingibjörgu sérstaklega og kaupsýslumönnum eins og Jóni Ólafssyni sem þurfti að flýja landi og Baugsfjölskyldunni. Þessir menn muna aldrei sætta sig við Ingibjörgu og Samfylkinguna, en því má ekki gleyma að þessir menn hafa lítil sem engin áhrif í flokknum lengur fyrir utan Björn Bjarnason. Davíð er innmúraður í Seðlabankanum, Jón Steinar í þagnarbindindi í hæstarétti, Kjartan frændi var settur af sem framkvæmdastjóri flokksins en Styrmir Gunnarsson er þó ennþá á Mogganum. Morgunblaðið er því ennþá mjög tortryggið gagnvart þessu samstarfi, eins og kom skýrt fram í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins á sunnudaginn. Þessir menn eru ennþá lifandi og það er þess vegna sem maður hafði skilning á auglýsingu eins og þeirri sem Jóhannes í Bónus kom með rétt fyrir kosningar. Auglýsingin leiddi m.a til þess að Björn Bjarna þurfti því miður að fresta ráðningu í embætti ríkissaksóknara, en verðlauna átti Jón H. B fyrir dygga liðveislu í Baugsmálinu.

Ef þessi stjórn verður ekki að veruleika fáum við vonandi að sjá langþráða vinstri stjórn, en því miður féll stjórnin ekki í kosningunum og því verðum við "jafnaðarmenn" að horfa á þetta stjórnarsamstarf með jákvæðum augum. Íhaldið hefur fengið allt aðra ásýnd og ráðandi armur flokksins stundar ekki barnalegt einelti eins og forðum. Sagt er að það fari vel á með Ingibjörgu og varaformanninum Þorgerði Katrínu. Stjórnin mun þá lýta svona út að mínu mati.

Geir Haarde forsætisráðherra, Kristján Júlíusson samgönguráðherra, Bjarni Ben dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín sjávarútvegsráðherra & Árni Matt fjármálaráðherra .

Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir heilbrigðisráðherra, Össur Skarphéðinsson iðnaðar&viðskiptaráðherra, Jón Baldvin landbúnaðarráðherra, Kristján Möller félagsmálaráðherra & Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra.

Eflaust gleymir maður einhverjum ráðuneytum, en ég tel að hvor flokkur fái sex ráðherra og nokkrar hrókeringar verði eftir c.a tvö ár, þegar Jóhanna Sig og Össur muni víkja fyrir yngra fólki eins og Ágúst Ólafi og Björgvin Sigurðssyni og Björn Bjarna víki fyrir Guðlaugi Þór. Samfylkingin mun taka einn mann af "götunni" eins og Jón Sigurðsson eða Jón Baldvin.

Friday, May 18, 2007

Korter eftir

Maður er mjög glaður í dag, því að mín kona Ingibjörg Sólrún kemst sennilega að kjötkötlunum. Að sjálfsögðu vildi maður sjá vinstri stjórn, en það var meira að segja vitleysingi eins og mér ljóst strax fyrstu dagana eftir kosningar að Framsóknarflokkarnir tveir, Framsókn og Vinstri Rauðir gátu ekki unnið saman. Svo fóru úrslit kosninganna þannig að stjórnin hélt velli og kaffibandalagið varð úr sögunni. Geir Haarde hafði því öll spil á hendinni og gat því myndað stjórn með hverjum sem var. Hins vegar hefði verið möguleiki á vinstri stjórn ef Skallagrímur og Framsóknarmenn hefðu verið aðeins klókari, en ég var að hlusta á gáfaðasta mann Íslands Jón Baldvin í útvarpinu áðan og hann var að bera saman atburði ársins 1995 og 2007, en árið 1995 var Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn í nákvæmlega sömu stöðu og Framsókn er í dag. Íhaldið byrjaði að tala við Framsókn á bak við gamla Alþýðuflokkinn eftir þær kosningar, en það nákvæmlega sama gerðist núna. Jón Baldvin veit núna að það var Björn Bjarnason sem ræddi við Guðmund Bjarnason á meðan Íhaldið hélt uppi fölskum viðræðum við Alþýðuflokkinn. Við vitum ekki núna hvaða leikrit var í gangi árið 2007, en við vitum hvaða refskák var spiluð fyrir rúmlega áratug. En ég styð þessa nýju stjórn heilshugar, því það er lífsnauðsynlegt fyrir Imbu mína að komast að kjötkötlunum eins og áður sagði, en vinstri stjórn er þó ennþá fræðilegur möguleiki.

Við megum ekki heldur gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn í dag er ekki sami flokkurinn og var fyrir nokkrum mánuðum. Valdaskipti hafa farið fram í flokknum og mun hófsamri og betri menn hafa tekið við flokkseigendafélaginu. Guðlaugur Þór felldi Björn Bjarnason af stalli. Davíð hætti á miðju kjörtímabili og hinn hófsami Geir tók við. Kjartan Gunnarsson frændi var látinn hætta sem framkvæmdarstjóri og Vilhjálmur Vilhjálmsson felldi Gísla Martein sem oddvita í borginni. Það er semsagt búið að þurrka út gömlu Davíðklíkuna úr öllum æðstu embættum flokksins. Gömlu Baugshatursmennirnir hinir innvígðu og innmúruðu eru núna bara minni spámenn hjá Íhaldinu. Styrmir ritstjóri er ennþá ritstjóri Moggans, en hann var einn af upphafsmönnum Baugsmálsins. Sumir af gömlu Davíðsklíkunni voru hreinlega froðufellandi á hliðarlínunni meðan Baugsmálið gekk sem hæst, m.a Björn Bjarnason sem tjáði sig í viðtölum, bloggi og blaðagreinum á mjög hlutdrægan hátt um Baugsmenn. Davíðsarmurinn allur stóð sig mjög vel í ófrægingarherferð sinni gegn auðmönnum eins og Jóni Ólafsyni og Baugsfeðgum. Þetta var hin sovéska aðferð sem var að ryðja sér til rúms, en sem betur fer er þessi tími nú á enda og gamli Sjálfstæðisflokkur þeirra Gunnar Thoroddsen, Ólafs Thors og Jóns Þorlákssonar er að koma aftur til baka. Það er þessi flokkur sem klofningsmenn frá Íhaldinu hafa iðulega verið að tala um, m.a Albert Guðmundsson og Sverrir Hermannson, sem báðir þurftu að kljúfa sig úr flokknum vegna ofríkis flokksforustunnar.

En hvað er eiginlega að gerast? Mér var fyrst verulega brugðið þegar ég sá auglýsingu Jóhannesar í Bónus gegn Birni Bjarnasyni. Mér fannst hún pínulítið ósmekkleg og í öðru lagi var ég verulega undrandi þegar hann hvatti menn til að kjósa Íhaldið og stroka í leiðinni út Björn Bjarnason, vegna árása hans á Baugs-fjölskylduna og vegna fyrirhugaðrar ráðningu Jón Snorrasonar í embætti ríkissaksóknara. En ég sem hélt Jóhannes væri Samfylkingarmaður! En síðan rann það upp fyrir mér að Davíðsarmurinn hafði í árásum sínum á Baugsfjölskylduna hamrað á tengslum Ingibjargar Sólrúnar og auðmannanna. Ég var sjálfur farinn að trúa lyginni í þeim að þeir væru allir orðnir félagar í Samfó. En núna skil ég plottið hjá Baugsveldinu. Þeir eru flestir á leið í flokkinn aftur vegna valdaskiptanna. Hreinn Loftsson og Baugsmenn gáfu út auka DV fyrir kosningar þar sem ný Viðreisnarstjórn er draumastjórn þeirra. Allir gömlu Baugsandstæðingarnir í þungavigtinni eru horfnir á braut. Aðeins átti eftir að leggja Björn Bjarnason, En þá væri bara eftir Styrmir Gunnarsson og nokkrir ungir blaðasnápar, sem sjálfkrafa myndu þagna. Allt tal um hina vondu Ingibjörgu, Borgarnesræðu, auðmenn Baugs osf mun heyra fortíðinni til. Sögulegar sættir eru í nánd. Það er þess vegna sem ég styð þessa stjórn, vegna þess að ég er Samfylkingamaður og stuðningsmaður Baugsveldisins.

Þá er spurningin hvort ég eigi að vera að blogga á Moggavefnum hans Styrmis. Morgunblaðið sem hefur verið í stanslausum árásum á Ingibjörgu Sólrúnu, Samfylkinguna, Hæstarétt og Baug. Morgunblaðið sem flestir héldu að væri orðin alvöru fjölmiðill eftir að flokksblöðin lognuðust út af, hefur farið hamförum hin síðari ár gegn fyrrnefndum aðilum. Gjörsamlega óskiljanlegt að þetta einelti fékk að viðgangast í nútíma samfélagi. Björn Bjarnason er sennilega síðasti móhíkaninn i þessum leik og vonandi er þetta einræðistímabil á enda. En ég er samt hálfsmeykur við Moggann ennþá. Ég prófað að færa bloggið mitt þangað í tilraunaskyni, en vildi ekki hætta hjá blogger.com, heldur bara sjá hvernig þetta kæmi út hjá mér. Morgunblaðsbloggið er reyndar mjög þægilegt, en ég er ekki ennþá búinn að ákveða mig hvar ég ætla að blogga áfram. Því hef ég síðustu daga gert copy/paste af öllum skrifum, en vil samt minna á skoðunarkönnun sem ég setti upp um daginn. Hvar á ég að blogga í framtíðinni? Gefnir eru upp nokkrir möguleikar, m.a barnasíðan (http://viktoriajohnsen.blogspot.com/) sem hefur verið í mestu uppáhaldi hjá mér síðustu misseri. Endilega segið mér hvaða síða er skást! Skoðunarkönnunin er á tilraunablogginu: http://gunz.blog.is/blog/gunz/

1. http://chess4cubalibre.blogspot.com/
2. http://gunzfreyr.blogspot.com/
3. http://gunnarfreyr.tk/
4. http://viktoriajohnsen.blogspot.com/
5. http://gunz.blog.is/blog/gunz/

Korter fyrir (final)

1. Munið eftir Írakstríðinu
2. Munið eftir Baugsmálinu
3. Munið eftir eftirlaunafrumvarpinu
4 . Munið eftir einkavinavæðingunni
5. Munið eftir gjafakvótakerfinu
6. Munið eftir Jónínumálinu
7. Munið eftir öllum hinum glæpunum

Kjósið rétt. Burt með glæpamennina í jakkafötunum

Korter fyrir VI (X-V)

Þá er komið að lokaumfjöllun minni um flokkana sem bjóða fram. Sá síðasti stendur mér kannski næst hugmyndafræðilega, en hefur samt frá upphafi skapað einhver ofnæmisviðbrögð. Ég hef lengi dáðst af sögu kommúnismans og sósíalismans heiminum, enda tel ég að um óumflýjanlegt náttúrulögmál hafi verið að ræða þegar fátæklingar heimsins gerðu uppreisn gegn auðvaldinu. Ég er ekki svo rosalega vel að mér um upphafið. En með kenningum Marx og Engels byrjaði nú allt. Á 19. öld var mikill umrótartími og ekkert ósvipaður því sem nú er að gerast á 21. öldinni, þar sem hinir ríkari eru að verða ríkari og fátækari fátækari. Marxspáði alræði öreigana, en hafði ekki hugmyndaflug til að ímynda sér að byltinginn myndi byrja í fætæku bændasamfélagi eins og því rússneska. Lenin og Stalín tóku svo við kyndlinum og voru dáðir og dýrkaðir um allan heim ásamt ýmsum glæsiherrum eins og Maó, Trotsky og Castro svo dæmi séu tekin. Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður árið 1930, en breyttist seinna í Sósíalistaflokkinn, sem árið 1968 varð Alþýðubandalagið, en endaði svo í Vinstri Grænum.
Eini munurinn er sá að þegar þeir rótækustu úr Alþýðubandalaginu ákváðu að vera ekki með í Samfylkingunni, var til flokkur Vinstri Grænna. Eftir hrun kommúnismans í Evrópu hafa íslenski kommar hlaupið í felur og hefur það farið gífurlega í taugarnar á mér sem hörðum Kúbukomma að sjá menn afneita uppruna sínum og fela rauða byltingarlitinn bak við þann græna. Stofnaður var græningjaflokkur, sennilega að þýskri fyrirmynd. Gömlu kommarnir hafa ekki viljað kenna sig við kommúnisma eða sósialisma og ég tók eftir því um daginn að Steingrímur Sigfússon var spurður hvort hann teldi sig sósialista. Svarið var, nei en ég er rótækur vinstri maður. Þetta er þræl sniðugt hjá honum því með því að fela fortíðina, þá er líklegra að umhverfisverndarfólk sjá ekki rauða þráðinn sem liggur til upphafsins, sem er Kommúnistaflokkur Íslands. Og stóri Íhaldsflokkurinn er hættur að uppnefna þá komma, því Vinstri Grænir voru í miklu uppáhaldi hjá Íhaldinu, þangað til þeir fóru að mælast með þrefalt fylgi. Þá fyrst urðu þeir óvinurinn aftur.
Vinstri Grænir eru með einvalalið á sínum lista, meðal annar Nikov, Kolbrúnu Halldórs og Jón Bjarnason sem býr í félagslegri íbúð í kjördæmi sínu, meðan fullt af fólki býður eftir húsnæði. En mestu vonarstjörnu flokksins tel ég vera Guðfríðu Lilju, sem er hrein hugsjónarmanneskja og flokksforingi framtíðarinnar. Kom mér mikið á óvart að stúlkan væri græn, því bræður hennar eru allir bláir í gegn. En hvað um það þá eru Vinstri Grænir á blússandi siglingu og allt lýtur út fyrir stórsigur á morgun. Þá munu Vinstri Grænir og Samfó setjast saman að samningaborðinu og ekki una hvíldar fyrr, en stjórn verðu mynduð. Ef til vill þurfa þeir að taka Frjálslynda upp í vagninn, en það verður bara þræl gaman að fá þá Magnús Þór, Guðjón digra og Jón Magnússon í ríkisstjórn. Ég segi bara eins og maðurinn forðum, Allt er betra en íhaldið.
XV.is

Korter fyrir V (X-I)

Núna er kominn tíminn til að brjóta upp þetta fjórflokkakerfi. Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að fjórflokkakerfið á Íslandi væri náttúrulögmál. Skiptir þá engu hvaða ný framboð koma fram, því öll gefast þau upp á endanum og ganga aftur inn í gömlu fjórflokkana. Þekkt dæmi eru Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag Jafnaðarmanna, Borgaraflokkurinn, Þjóðvaki, Flokkur mannsins,Kvennalistinn osf. Reyndar er Frjálslyndiflokkurinn hans Sverris ennþá lifandi, en ég er þeirrar skoðunar að ef svo ólíklega vill til að hann lifi af fleiri kosningar, þá verði það á kostnað Framsóknarflokksins. Annarhvor flokkurinn mun lifa af eða þeir sameinast eða nýtt miðjuafl verði til. Fjórflokkakerfið mun alltaf standa fyrir sínu. Skipti þá engu þegar jafnaðarmenn ætluðu að sameinast um árið (Alþýðuflokkur og Alþýðubandalagið), þá klufu Skallagrímur og félagar sig úr og stofnuðu einhvern Græningjaflokk að þýskri fyrirmynd, en kominn og sósíalistinn var falinn bak við græna litinn. Fjórflokkakerfið lifði af þessa árás eins og allar aðrar árásir. Eins og ég segi þá mun einn flokkur eyðast út á næstu misserum, en hvort það verði Frjálslyndir eða Framsókn veit guð einn.
Hins vegar kom núna í vor fram nýtt og stórmerkilegt framboð, þegar grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Ómar Ragnarsson skaust fram á sjónarsviðið með nýtt og ferskt afl. ég verð að viðurkenna að ég er mjög hrifinn af þessu framboði, því hugjónir Ómars og félaga eiga svo sannarlega skilið að fá að heyrast. Í raun eru 70-80% landsmann sammála Ómari í grænu málunum. Fólk í öllum flokkum vill losa okkur við þennan stóriðjuhrylling, eins og ganga Ómars niður Laugaveginn sýndi fyrir nokkrum misserum. Það var alveg ótrúlegt umhverfisslys að virkja Kárahnjúka og daðra við bandaríska álrisa. Þess vegna á framboð Ómars fullan rétt á sér. Þegar Margrét Sverris var í Frjálslyndaflokknum var ég ekkert sérstaklega hrifinn af henni því hún var of mikill tilfinningapólitíkus og átti það til að sleppa sér, en það fannst mér alla veganna Hins vegar er ég mjög hrifinn af henni núna, þótt ég efast um að hún hafi viljað tala mikið um ESB og umhverfismál fyrir nokkrum mánuðum. En Ómar og Margrét þurfa bara c.a 2% fylgi í viðbót til að komast að með þrjá menn inn á þing. Það væri svo sannarlega gott fyrir þjóðina og lýðræðið. En er ég að kasta atkvæðinu út um gluggann ef ég kýs þau skötuhjú. Á ég ekki bara að kjósa Samfylkinguna eins og ég ætlaði mér alltaf.
Man alltaf þegar ég var krakki og var viðstaddur skemmtilega orðræðu milli tveggja góðra manna. Kosningar um forseta áttu að fara fram á næstu dögum og árið var 1980. Guðmundur gamli bakari sem var mikill vinur minn, sagðist vilja kjósa Albert Guðmundsson, en því miður hefði hann mælst svo lágt í skoðunarkönnunum, þannig að Guðmundur sagðist ætla að kjósa Guðlaug Þorvaldsson (sem var í hörkubaráttu við Vigdísi um efsta sætið). Guðmundur var sannfærður um að hann væri að henda atkvæði sínu út um gluggann með því að kjósa Albert og því vildi hann kjósa næst besta kostinn sem var í hörku baráttu um æðsta embætti þjóðarinnar. Margeir Pétursson þá ungur lögfræðinemi skammaði þá karlinn og sagði að hann væri að gera alrangt. Menn yrðu að kjósa eftir sinni sannfæringu. Sem dæmi tekið ætlaði Margeir að kjósa frænda sinn Pétur Thorsteinsson sendiherra (sem hafði eins og Albert ekki skorað hátt í könnunum) og Margeir var sannfærður um að hann væri að gera rétt með því að kjósa eftir sannfæringu sinni en ekki einhverjum könnunum. En Guðmundur ætlaði hins vegar að kjósa Guðlaug, enda sannfærður um að með því væri hann að nota atkvæði sitt rétt. Að sjálfsögðu skildu þeir sáttir, en hvorugur tókst að sannfæra hinn.
Eftir því sem árin hafa liðið hefur maður margoft heyrt menn rökræða um þetta atriði, en þetta samtal í denn hefur alltaf verið mér mjög minnistætt. Á maður að kjósa eins og hjartað segir manni eða á maður að kjósa eftir skynseminni. Ef hjartað mitt fengi að ráða myndi ég kjósa Ómar og veita honum þá hjálp sem þarf til að ná þessum 2-3 % sem upp á vantar til að Íslandshreyfinginn fái ekki engan þingmann heldur heila þrjá. En ef skynsemin fengi að ráða myndi ég kjósa Sannfylkinguna til að fella stríðs&kvótaflokkana úr ríkisstjórn. Svona er nú kosningakerfið hjá okkur. Ég held að það verði mjög gott fyrir lýðræðið ef það kæmu þrír hugsjónamenn inn á þing til að reyna að stoppa þessa stóriðjubrjálæðinga. Ómar yrði mjög skemmtilegur þingmaður.
XI.is

Thursday, May 10, 2007

Ríkistjórnin er fallin. (loksins)

Tuesday, May 08, 2007

Korter fyrir IV (X-F)

Ef ég kýs ekki Samfylkinguna, þá er bara einn flokkur sem kemur til greina. Það er Frjálslyndiflokkurinn. Frjálslyndiflokkurinn vegna þess að hann er einn af fáu heiðarlegu stjórnmálaöflum sem er með alvöru mál á sinni könnu. Þá er ég að tala um mesta rán Íslandsögunnar, kvótamálið alræmda. Um miðjan níunda áratugsins hófst þessi óskapnaður, en upp úr 1990 hófst frjálsa framsalið, þar sem útgerðamennirnir sem fengu aflaheimildirnar frá stjórnvöldum að gjöf, fóru að selja og veðsetja óveiddan fisk úr sjónum á miklu yfirverði. Allskonar rugl hefur verið í gangi þessi ár, meðal annars hafa sjómenn hent fiski í sjóinn í tonnavís til að koma með sem stærstan fisk að landi. Þetta hefur milljón sinnum verið bent á og verið sannað, m.a í Kompásþætti í vikunni. Heilu byggðarlögin hafa lagst í eyði vegna þess að kvótinn hefur verið seldur burt, en ekkert hefur verið gert til að breyta kerfinu þannig að gömlu sjávarútvegsbæirnir héldu velli. Kerfið hefur engum árangri skilað og er er bæði óhagkvæmt og ósanngjarnt. Fiski er kastað í sjóinn og kvóti er seldur & leigður á okurverði osf. Samt vilja stjórnarflokkarnir engu breyta og þjóðfélagið er svo rotið að þingmenn úr flestum flokkum stunda hagsmunagæslu fyrir kerfið. M.a var einn af upphafsmönnum kerfisins og seinna sjávarútvegs&forsætisráðherra að verja kerfið alla tíð, en vitað var að fjölskylda hans hafði hagnast um hundruðir milljóna á kvótanum. Þegar hann var spurður út í þessi tengsl varð hann brjálaður og talaði um ofsóknir fjölmiðla gegn fjölskyldu sinni. Jónína Bj notaði sömu rök þegar fjölmiðlar fóru að spyrja réttlátra, en óþægilegra spurninga, hvers vegna stúlka sem bjó á hennar heimili fékk ríkisborgararétt eftir rúmlega eitt ár á Íslandi. Svo er það annað að það sem ég upplifi í starfi mínu síðustu tíu ár get ég ekki fjallað um, því ég verð að halda trúnað. Ég má því ekki segja dæmisögur um fólk sem hefur misst allt sitt vegna þess að kvótinn var fluttur úr byggðarlaginu, eða fólk sem keypti kvótalausa báta osf. Fólk sem var í sjálfsvígshættu vegna þess að sjálf lífsbjörgin var tekin frá þeim og byggðarlaginu af því að einhver kvótagreifi sem fengið hafði óveiddan fiskinn í hafinu gefins seldi kvótann úr byggðarlaginu. Hagsmunagæslan er svo hrikaleg að 80% þingmanna standa vörð um þetta mesta rán Íslandssögunnar. Meira að segja fiskifræðingarnir í Hafrannsóknastofnun eru flæktir í svindlið. Síðast var skákfélagi okkar Helgi Áss farinn að verja kerfið með lagaflækjum, en eitt fyrsta starf hans sem nýútskrifaður lögfræðingur er að verja þetta góða kerfi með styrk frá LÍU.

Það hefur verið svo mikið skrifað um kvótakerfið og margar kosningar farið fram þar sem almúginn gat fellt kvótakarlana af þingi og fengið réttlætinu fullnægt. En það hefur ekki gerst og mun örugglega ekki gerast úr þessu. Hugsanlega verður of seint að hrufla við þessu viðbjóðslega kerfi eftir einhver ár, en sagnfræðingar framtíðarinnar munu mikið skrifa um hvers vegna stjórnmálamenn og almenningur lét þetta kerfi líðast. En fræðingar framtíðarinnar munu samt vita að það var bara einn flokkur sem sagði sína skoðun afdráttarlaust. Tökum sem dæmi núverandi sjávarútvegsráðherra Einar Guðfinnsson sem alla tíð var á móti þessu kerfi, þangað til hann settist sjálfur í stól sjávarútvegsráðherra. Það er aumkunarvert að sjá hann verja þetta kerfi sem er að leggja Vestfjarðarkjálkann í rúst. Vestfirðir eru æskustöðvar forfeðra minna í föðurætt, en forfeður mínir sóttu sjóinn mann fram að manni í margar aldir og enginn bannaði þeim að sækja lífsbjörgina í hafið.

Annað nauðsynlegt stefnumál Frjálslyndaflokksins er skýr stefna þeirra í málefnum útlendinga. Hann er eini flokkurinn sem vill stoppa endalaust flæði útlendinga frá austur Evrópu, sem hingað koma stjónlaust frá evrópska efnahagssvæðinu. Fyrst var ég auðvitað rosalega reiður þegar ég heyrði málflutning þeirra og enn reiðari þegar flestir rasistakaffihúsaspekingar landsins fóru að styðja flokkinn. Flestir af þroskahefta liðinu sem hafði verið að gæla við fasisma fór að styðja flokkinn og ég og margir vinir mínir sem tengdust útlendingum fóru að gefa skít í Frjálslynda, en síðan fór maður að hugsa málið betur. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekkert á móti útlendingum, né heldur á móti fólki frá þriðja heiminum, sem hvort eð er fær ekki að koma hingað lengur. Frjálslyndi flokkurinn vill bara stíga rólega til jarðar og forðast að hér fyllist allt af fátækum austurevrópubúum sem hingað mega koma óheft í hundraða, þúsunda og jafnvel milljóna tali án þess að hafa hér atvinnuleyfi. Hingað á eftir að flæða glæpamenn og dópsmyglarar frá eystrasaltslöndunum og frá Rúmeníu og Búlgaríu munu koma betlarar og rónar. Hingað munu þeir koma óheft þangað til við rönkum við okkur og förum að stjórna flæðinu. Fyrir þrem vikum bankaði maður hjá mér og vildi selja mér blóm til styrktar götubörnum í Rúmeníu. Ég lokaði hurðina á hann, en sé mest eftir því að hafa ekki hringt á lögregluna, því svona safnanir eru ólöglegar. Viku síðar var ég að keyra í hjarta Reykjavíkur og sá þá rúmenskan Síguna, sitja með harmoniku sína og var að betla með harmonikuspili. Þetta var á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti í innsta hjarta Reykjavíkur, þar sem við mér blasti ný og óhugnanleg sýn. Eldri tatarakona sat við hlið hans og út úr Landsbankanum í Austurstræti komu svo tveir Sígunar í viðbót með ókeypis kaffi í plastmáli. Ég stoppaði bílinn og lamaðist eitt andartak. Mér hefur í raun aldrei brugðið eins mikið af minna tilefni og fór að hugsa hvað væri eiginlega að gerast. Í fréttum Rúv í kvöld kom svo fram að tugir Rúmena af Sígunaættum væru á leið úr landi, eftir að hafa verið hér í dularfullum erindagjörðum. Flestir voru þeir með harmonikuna um hálsinn og ætluðu að betla pening á Íslandi. Ekki miskilja mig því ég vil fá hingað útlendinga í hæfilegum skömmtum frá öllum löndum heims, en ef við opnum landið alveg fyrir örfáum þjóðum austur Evrópu, en lokum á allar aðra þá erum við á rangri leið.
XF.is

Monday, May 07, 2007

Glitnir

Glitnir er minn viðskiptabanki. Ég byrjaði reyndar í gamla Alþýðubankanum á Suðurlandsbraut, sem seinna gekk inn í Íslandsbanka, en heitir í dag Glitnir. Ég kýs hins vegar að kalla bankann minn Íslandsbanka áfram og kæri mig ekki um að nota þetta Glitnis nafn. Græðgisvæðing samtímans leiðir til þess að flest fyritæki skipta um nafn til að ganga í augun á erlendum viðskiptavinum. Af hverju mega þessi fyrirtæki ekki heita góðu nöfnum eins og Búnaðarbankinn, Esso, Íslandsbanki osf? Þetta er auðvitað algerlega óþolandi. Eins og áður sagði byrjaði ég í gamla Alþýðubankanum á Suðurlandsbraut, þegar allir starfsmenn Verkamannabústaða í Reykjavík var þröngvað til að geyma launin sín í bankanum. Ég hef haldið tryggð við þetta útibú 526 síðan þótt að bankinn hafi tvívegis skipt um nafn á tímabilinu. Um nokkra ára skeið fór ég að skipta við Spron, en kom sem betur fer alfarinn heim fyrir nokkrum árum og haldið mig við útibúið á Suðurlandsbraut. Ég rálegg fólki eindregið að segja skilið við Spron. Þeir eru fínir meðan vel gengur, en þegar harðnar á dalnum hjá einstaklingum er Spron skítafyrirtæki. Það voru þeir sem plötuðu fult af viðskiptavinum til að fá sér VELTIKORT. Hundruðir manna fóru hreinlega á hausinn eða eru ennþá að berjast í bökkum eftir þann glaðning. Bloggarinn fékk m.a sent veltikort á sínum tíma og var mörg ár að vinna sig út úr vandræðunum. Sumir félagar bloggarans hafa hins vegar aldrei komist út úr vítahringnum. En Spron voru hins vegar góðir við mig um daginn þegar þeir gáfu Sigurði Rúnari litla disk með Eiríki Haukssyni. Kannski eru þeir ekki svo slæmir eftir allt saman.

En Glitnir komu hins vegar ómerkilega fram við Bjarna Ármannsson, þegar þeir sögðu honum upp störfum og réðu hálgerðann ungling í starfið. Eftir að eignarhald á bankanum breyttist varð Bjarni að víkja og nýju eigendurnir hafa bannað Bjarna að vinna við aðrar bankastofnanir næstu misserinn og hann fær bara smánarskaðabæur sem duga varla fyrir salti í grautinn. Bjarni hefur fyrir mörgum munnum að sjá, en hann fær bara skítnar 800 milljónir auk þess lítilræðis sem hann hafði hagnast áður á hlutabréfakaupum. Það er auðvitað algert hneyksli að borga manninum ekki almennilegar skaðabætur, því ekki hleypur þessi maður í nýja vinnu. Ég hef því ákveðið að hefja söfnun til styrktar Bjarna svo hann eigi fyrir salti i í grautinn. Ég finn virkilega til með honum. Ég vona líka svo sannarlega að þegar minn gamli vinnufélagi í unglingavinnuni, Sigurjón Árnason hættir hjá Landsbankanum þá muni Björgúlfsfeðgar koma betur fram við hann en hrottarnir hjá Glitni komu fram við Bjarna. Það er lágmarkskrafa að þessir menn fái góða starfslokasamninga, en ekki einhverja smáaura eins og rétt var að Bjarna.

Og annað tengt þessu. Fyrir um áratug prófaði ég að æfa karate í nokkra mánuði hjá Karatefélagi Reykjavíkur. Þar æfði ég meðal annars með Guðmundi Helgasyni gömlum lyftingamanni og nokkrum fleirri góðum mönnum og konum. Þeir sem voru að þjálfa okkur voru meðal annars Atli Erlendsson, Grétar Haraldsson og bróðir hans Vilhjálmur, sem þá var bara unglingur. Einnig var þarna ungur maður um tvítugt, sem mig minnir að hafi verið að byrja í viðskiptafræði í háskólanum. Sá ungi maður hét Lárus og var bara ágætis náungi, en maður tók eftir því að hann var að byrja að grána í vöngum svo eftir var tekið. Lárus þessi stjórnaði oft æfingunum hjá okkur þegar meistararnir voru fjarverandi. Ég var alveg búinn að gleyma þessum tíma, þegar ég sá rétt rúmlega þrítugan gráhærðan mann í sjónvarpinu í vikunni, en hann var í viðtali í tilefni þess að hann hafði tekið við aðalbankastjórastöðu hjá Glitni. Eitthvað kannaðist ég við andlitið á þeim gráhærða og þegar að viðmælandi hans spurði um áhugamál, sagði nýráðni bankastjórinn að hann hefði stundað karate í mörg ár. Aðalbankastóri minn er því gamli karatekennarinn minn.

Saturday, May 05, 2007

Korter fyrir III (X-S)

Jæja, hvað á maður að kjósa? Fyrst ætlaði ég að kjósa íhaldið mitt, en fór svo að hugsa um grænu karlana í Framsókn, en núna er maður að hugsa heim og kjósa minn gamla flokk Samfylkinguna, Minn flokk segi ég, því ég er skráður félagi í þeim merka flokki. Skráði mig í hann um árið til að styðja nokkra góða í prófkjöri, m.a Mörð Árnason, Ingibjörgu Sólrúnu, skákvin minn Össur og Guðrúnu Ögmundssdóttir. Það var eins gott að Guðrún sé hætt, því ef hún væri í framboði þá myndi ég strika hana út, vegna klíkuskaparins í Jónínumálinu. Ég bakka ekkert með það að ég tel að með því að veita þessari stúlku ríkisborgararrétt eftir aðeins 15. mánuði sé Íslandsmet. Bendið mér á eitt sambærilegt dæmi og ég mun éta svörtu stúndenthúfuna mína. Ef nefndarmenn í allsherjarnefnd hafa fallið í þá gryfju að vorkenna einum umsækjanda vegna skerts ferðafrelsis, þá er það bara brandari. Allir útlendingar sem hingað koma frá þriðja heiminum búa við skert ferðafrelsi. Svona er því miður heimurinn og við öll höfum þurft að kyngja því að búa við þessa múra. Þessi stúlka hefði bara þurft að fara í biðröðina eins og þúsundir annara sem hérna dvelja. Hún og fjölskylda ráðherrans þurfa að beygja sig undir m.a Schengensamninginn, en sá samnigur býður þó upp á að fólk frá þriðja heiminum geti ferðast innan svæðisins að vild, en reyndar ekki til Bretlands.

Gott og vel! Guðrún Ögmundsdóttir er hætt og ég get kosið Samfó með góðri samvisku. Ég er í raun vinstri kommi að upplagi, eða í versta falli vinsti krati eins og Ögmundur Jónasson, en hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinstri menn eigi allir að vera í einum stórum vinstri flokki. Þess vegna studdi ég samfylkingu vinsti manna í upphafi og bakka ekki með það. Þoldi heldur aldrei þessa vinstri Grænu í upphafi. Skallagrímur Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson ákváðu að kljúfa sig úr á síðustu stundu og skemmmdu allt plottið. Og aumast af öllu var sá feluleikur að breiða yfir kommastimpilinn og þykjast vera grænir, en ekki rauðir. Það var ég líka alltaf að segja Stebba komma félaga mínum að við Kúbúkommar ættum að vera í samfylkingu vinstri mann og seinna gera byltingu innan frá, en ekki að kljúfa okkur frá með sveitapakkinu og kvótakarlinum Skallagrími frá Þistilfirði.

Svo hef ég líka alltaf haldið svo mikið upp á Jón Baldvin eftir að hann lenti í götuslagsmálunum hérna um árið. Flestir kraftlyftingamenn elska hann eftir að molarnir björguðu karlinum þegar einhver durgur ætlaði að berja Jón fyrir utan Gaukinn fyrir meira en áratug. Jón tók víst hraustlega á móti, en þáverandi heimsmeistari í kraftlyftingum og nokkrir aðrir björguðu honum og Jón bauð þeim svo öllum á Vestugötuna í mikla gleði fram eftir nóttu, þar sem Bryndís frænka eldaði ofaní liðið. Enginn virðist lengur þora að steðfesta að þessir atburðir hafi í raun gerst og bera við minnisleysi eins og í Jónínumálinu, en margir unnendur kraftasports dýrkuðu Jón eftir þennan atburð og gera enn. Hins vegar þurfti Jón að hverfa frá sameiningu vinstri manna í áratug í einhver sendiráð. Flótti Jóns á sínum tíma voru svik og ég vissi um harða Alþýðuflokksmenn sem ætluðu að færa honum skít í poka fyrir þennan gjörning, enda var Jón afburðarmaður og átti að leiða okkur Samfylkingamenn til sigurs á sínum tíma. Núna stendur karlinn á hliðarlínunni og gerir okkur mikið gagn eða hitt og heldur með þessu daðri sínu við Íslandshreyfinguna og svo framvegis, en hann hætti auðvitað við á síðustu stundu og sagðist vera jafnaðarmaður og gæti ekkert annað. Upphlaup hans í Silfri Egils reglulega er auðvitað góð fyrir samstöðu okkar samfylkingamanna, svona út á við.

Svo eru auðvitað fullt af alvöru kommum sem eru í framvarðasveitinni, m.a vinur minn Össur fyrrum allaballi, Ingibjörg eðalkommi og rauðsokka, Mörður og svo auðvitað Margrét Frímannsdóttir. Við vorum stórir fyrir nokkrum árum og verðum stórir, enda eigum við að vera með rúmlega 30% fylgi. Merkustu hagfræðingar þjóðarinnar segja að við séum með bestu efnahagsstefnu sem í boði er, enda fengum við fyrrum seðlabankastjóra Jón Sigurðsson aftur í stjórnmálin. Ég er að meina Ísfirðinginn Jón Sigurðsson, en ekki þann græna og spillta úr Bólstarhlíðinni, en sá Jón er núna að ganga frá Framsóknarflokknum dauðum með "kjörþokka" sínum, því Framsóknar Jón græni lýtur út eins og róni á tveggja mánaða túr og getur því varla bjargað mínum gamla flokki frá hruni.


Ingibjörg Sólrún var stórstjarna í R-listasamstarfinu fyrir nokkrum árum, en eftir að hún fór í landsmálin féll stjarna hennar um hríð, m.a vegna eineltis pólitískra andstæðinga og Morgunblaðsins, en núna er stjarna hennar byrjuð að skína aftur. Jón Baldvin er kominn heim til okkar í Samfó og vinur minn og Ingibjargar Sólrúnar, Össur Skarphéðinsson er í fantaformi og við eigum klárlega eftir að vinna stórsigur í kosningunum eftir hálfan mánuð. Ég held að kjósendur til vinstri eigi ekki eftir að kjósa gerfikomma og Skallagrím, en þeir kommar fóru að mælast með risafylgi í nokkrar vikur. Kjósendur munu á endanum sjá í gegnum þá gerfirauðu og munu á endanum sameinast okkur í Samfylkingunni.

XS.is.


Frábært Jónína Bjatmarz

Ég er mjög ánægður með Jónínu mína Bjartmarz. Veit ekki hvernig þetta gat gerst, en ég hef aldrei heyrt að tvítug stúlka frá suður ameríku(afríku, asíu) fengi ríkisborgararétt eftir að hafa dvalið í landinutæplega eitt og hálft ár á námsmannavísa. Núna segja nefndarmenn í allsherjarnefnd að 30 prósent af þeim sem sækja um ríkisborgararétt séuí sambærilegri stöðu og unga konan. Frú Deng þurfti bara að bíða í sjö ár eins og hundruðir annara nýbúa. Auðvitað áttum við að tala beint viðJónínu Bjartmarz og hún hefði reddað málunum. Ég hvet alla útlendinga sem hafa verið hérna 12 mánuði eða meira til að sækja núna um til allsherjarnefndar um undanþágu á reglunum. Og verst að Guðrún Ögmunds sé að hætta á þingi, því ég ætlaði að tala við hana um að hjálpa fimmtíu tælendingum að sækju um ríkisborgararétt. Rosalega er ég svektur að hafa ekki fattað þessa leið fyrir Deng og alla hina. Núna beini ég öllum útlendingum sem ég þekki til Bjarna Ben og Jónínu Bjartmarz. Þetta er að sjálfsögðu enginn klíkuskapur og ég skil Jón Sigurðsson, Jónínu og alla góða framsóknarmenn að þeir séu að springa úr reiði yfir
þessum dylgjum blaðasnápa eins og Helga Seljans. Það er nefnilega miskilningur að það þyrfti að vera mjög sérstakar ástæður fyrir undanþágunni. Af hverju er alltaf verið að ráðast á okkur
framsóknarmenn? Djöfulsins skíthælar eru þið öll. Þetta var enginn klíkuskapur. En ég get bara ásakað sjálfan mig fyrir að hafa ekki talað við Jónínu Bjartmarz strax um aldarmótin. Þá hefði Deng getað ferðast um allan heiminn á íslensku vegabréfi. Tökum sem dæmi þegar við vorum
strandaglópar á landamærum Gibraltar af þvi að frú Deng fékk ekki að fara yfir á tælensku vegabréfi. Ég hafði borgað heimsferðum tvo rándýra miða til að skoða klettana, en Heimsferðir vildu síðan ekki bæta okkur þessar hundrað evrur og ég hef því ekki skipt við þá drulluhala síðan. Ári seinna vorum við stödd á landamærum Austurríkis og gátum ekki farið yfir til gömlu Júgóslavíu, Ungverjalands eða annara slavneskra landa vegna þess að við vissum ekki af Jónínu Bjartmarz. Ég segi því að minn flokkur er eini flokkurinn sem gerir eitthvað fyrir útlendinga. Og
hættið svo að ráðast svona á Jónínu Bjartmarz og Framsóknarflokkinn svona rétt fyrir kosningar. Helvítis lýðskrumararnir ykkar.
XB.IS