Saturday, January 04, 2014

Janúar

Æft er fjórum sinnum í viku í World Class.  Reyni að auka þyngdirnar frá því í haust.  Bekkpressan er max 100 kg nokkur reps.

Árið 2013

Æfingaárið 2013 var reyndar mjög sérstakt.  Upphaflega var markið sett hátt, stefnt var á að fara á amk tvö heimsmeistaramót, í Chicago og GPC mótið í Eger.  Árið byrjaði frekar rólega, en þegar komið var fram í febrúar vildi maður herða stálið og stefnan var sett á Evrópumótið í Aldershot sem fram fór í byrjun júní. Öllum mótum innanlands var slegið á frest.  Kom nokkuð vel undirbúinn á evrópumótið, en því miður var árangurinn ekki eins góður og efni stóðu til.  Mótin um haustið duttu svo upp fyrir, en lengi vel þá stefndi ég á að fara á Heimsmeistaramót GPC með þeim félögum Rikka og Hemma.  Mótið í Chicagó fór á sömu leið, en þar kepptu engir Íslendingar.

Hef verið að æfa í World Class að mestu síðan Evrópumóptinu lauk í júní, tók fjórar æfingar í Jakabóli í ágúst og nokkrar æfingar í Stevegym.  Þegar þetta er skrifað er nýtt ár byrjað og stefnt er að því að koma sér aftur í form.  Ég seldi þrjá bekkpressusloppa í desember og því er ekkert vist að maður keppi aftur, en tíminn verður að leiða það í ljós.

Úrslit Íslandsmóts Power Global Iceland (GPC) 2013

Úrslitin má nálgast hér: