Sunday, October 23, 2011

Október

Mjög skrítin andinn þetta haustið. Það er að sjálfsögðu stefnt á stóra HM mótið eins og tvö undanfarin ár. Í fyrra gerði ég mér þó þá grillu að ég ætti séns í WPF heimsmetið í mínum aldursflokki í deddi. Ég var ekki langt frá því. Núna er hins vegar metadraumar ekki raunhæfir. Einnig eru meiðsli eins á sama tíma í fyrra í Bath, en þá keppti ég bara í singlelift eins og núna. Bekkurinn hjá mér heldur hins vegar áfram að gefa góð fyrirheit:

Mánudagar: Eru þungir dagar í deddi. Síðast tók ég 235 kg x 3 raw og nokkrar góðar aukaæfingar. Vikuna áður tók ég 220 kg raw x3 á sama prógrammi. Næstu viku tek ég væntanlega 250 kg x 3 í útbúnaði. Þá ætti ég að vera tilbúinn fyrir gott dedd á bilinu 280-300 kg í nóvember.

Föstudagarnir: Er tekin þungur bekkur. Í síðustu viku fór ég í 200 kg x 2 á tvöfalda búkka mjög ferskt, en fór svo í 210 kg x 2 létt, en seinna repsið fór reyndar úr ferli. Tók 150 kg x 3 raw bekk þar á undan. Vikuna áður tók ég 195 x 2 á einn búkka létt og bara 152 x 1 raw. Bekkæfingarnar hafa ekki verið nógu markvissar, en vissulega frískar á köflum. Næst verður farið í 220 kg á tvo búka og c.a 200 kg frá brjósti.

þriðjudagar og fimmtudagar: Léttur bekkur á þriðjudögum og léttar beygjur á fimmtudögum.

Videó:

220 kg x 3 raw dedd, hér:
235 kg x 3 raw dedd, hér:
195 kg bekkur, einn búkki hér: