Eftir Evrópumótin tvö var ekki tekin löng hvíld, bara nokkrir dagar. Svo var haldið í World Class og tekið létt á lóðunum. Æfði fjórum sinnum í viku, nema þegar maður fór í sumarhúsaferð, Hveragerði, Flúðir, Úthlíð. Elska sunnlenskar sveitir. Eins var ferð í Aðalvík fyrirhuguð, en hún á ekki að vera löng. Datt stundum inn í Stevegym og hitti félagana í júlí. Ì stuttu máli þá fór ég aldrei yfir 100 kg í bekkpressu, var að leika mér 8 reps í bekknum. 120-30 kg í heigh-bar hnébeygjum og 180 kg í deddi. Var í grunnæfingum í sumar, auk þess sem maður lá í sólbaði eftir æfingar í WC. Þó var ákveðið að spíta í lófana og detta jafnvel inn á Guttormsmótið í deddi til að kanna sig. Því var hoppað á einni æfingunni úr 180 kg í 230 kg í deddi....
Föstudagurinn 15 júlí
Hnébeygjur: 20, 40, 60, 100, 120 x 4 x 4
Réttstöðulyfta: 120, 160, 180, 210, 230 x 3 (raw)
dedd áf búkka: 120, 160 x 5, 3 sett
Föstudagurinn 22 júlí:
Hnébeygjur: 20, 40, 60, 100 kg x 5
Réttstöðulyfta: 120, 160, 200, 220, 240, 250 kg x 3 (í búning)
Á næstu æfingu verður svo tekið c.a 265 kg x 3 í búning, að öllum líkindum 9-10 dögum síðar c.a mánudaginn 1. águst og jafnvel þungt eða meðalþungt níu dögum síðar miðvikudag 10. águst, en þá eru 10 dagar í mót.
laugardaginn 20 ágúst verður sett öðlingaheimsmet M2 í deddi. Nánar um það síðar :)