Saturday, May 25, 2013

Bekkur

Tók smá raf (raw) bekk upp í 160 kg x 2, en fór svo í 200 kg x 3 af búkka.  Ætlaði mér í 225 kg x 3, en það voru svo fáir í gymminu og svo var maður illa sofinn og upplagður með verki.  Það var því fínt að bíða eina viku og lenda ekki í ofþjálfun.  raw bekkurinn var vissulega sá besti í c.a 2. ár.

Það gæti því farið að styttast á raf-tölur á bekk sem ég hef aldrei séð áður, en þetta er einungis til gamans gert, enda er maður ekki að fara að keppa í raw.  Einhverntíman tók ég 177.5 kg í æfingabekk, en á mest á móti bara 160 kg, sem reyndar er enn heimsmet í mínum aldurs&þyngdarflokki hjá GPC, en metið í single í mínum gamla þyngdarflokk er í kringum 190 kg.

Reyndar virðist ég vera kominn í nýjan þyngdarflokk og er að nálgast 120 kg :)

Gunz tekur160 kg x 2 í raw bekk hér:

0 Comments:

Post a Comment

<< Home