HM í Florida
Heimsmótið í Florida gekk bara vel. Reyndar voru ekki miklar væntingar í farteskinu í haust. Kom smá bakslag þegar maður hætti að geta tekið hnébeygjur í nokkar vikur. Ákvað þá að bekkpressan yrði grein númer eitt að þessu sinni, en framan af ári gekk bekkpressan frekar illa, en í byrjun september fór svo loks að sjá til sólar. Àkvað í einhverju gríni að skrá mig í powerkeppnina á föstudegi, en var búinn að skrá mig í singlelift í bekk og deddi á sunnudegi. Það hefur eflaust ekki verið svo vitlaust, því á föstudeginum hafði ég mikinn stuðning, bæði sérstakur aðstoðarmaður Gunnar Skemmujarl og svo hjálpaði Baldvin líka til, en hans dagur var á sunnudegi, en þá var ég í aukahlutverki. Við vorum fjórir Íslenskir keppendur, Hroðinn sem keppti á miðvikudegi, Kári keppti á miðvikudegi, ég á föstudegi og sunnudegi (3. mót) og Baldvin keppti á bekk á sunnudegi. Svo var góður aðstoðarmaður, Gunnar Skemmurjarl og fólkið mitt, Deng, Siggi og Beggga.
Powerkeppninn: Ætlaði að sigla í gegnum powerkeppnina að öryggi og eiga eitthvað eftir þar til á sunnudegi. Fann þó skyndilega til verkjar í upphitun í beygjum, þegar ég var með 140 kg. Svo illa fannst mér þetta líta út að ég ákvað að hætta algjörlega við beygjur. Byrjaði á 150 kg. Var nú orðinn heitur og verkurinn skyndilega horfinn. Ákveðið var að laga töluna örlítið og farið í 200 kg frekar létt. Núna kom svo létt geðveiki og sett var 250 kg á stöngina sem fór upp frekar létt, en var því miður dæmt ógilt 1-2. Í bekknum gekk allt eins og í sögu. Byrjaði á 200 kg létt, en fór svo í 215 kg, sem fór upp en sú lyfta var ekki sérstaklega vel útfærð. Þetta var þó bæting um 5 kg á móti. Nú var lagst undir feld. Minnir að Kári hafi stungið upp á draumatölunni 500 pund, en Skemmujarlinn hafi bent mér á að fara í 220 kg. Sem var reyndar skynsamlegra, miðað við 2. tilraun. En það var ákveðið að setja geðveikina í þetta og fara í draumatöluna. Sú lyfta heppnaðist vel og var sennilega mín besta lyfta á ferlinum. Í deddinu var byrjað öruggt, 220 kg og svo 255 kg. Síðan var ákveðið að stökkva í 300 kg, en það vantaði eitthvað upp á, c.a 5-10 kg. Það skipti í raun litlu máli, því Peter Bongers Hollendingurinn var búinn að vinna flokkinn. Samt hefði verið möguleiki að vinna hann í totali, því ég lyfti 47.5 kg meira en hann í bekkpressu. Bongers átti þó góða beygju. Það hefði allt þurft að ganga upp í beygju og deddi til að vinna hann. Reiknimeistari sagði mér þó að ef ég hefði fengið gilda þriðju beygjuna, þá hefði 292.5 kg dugað til að vinna Peter í totali. Sorglegt. Svo var líka grátlegt að láta það eftir sér að fara í 300 kg, eftir mjög slakan undirbúning í deddi. 292.5 kg hefðu farið upp.
Bekkpressukeppnin: Keypti mér nýja bekkpressubol deginum áður og var ég bjartsýnn á enn meiri bætingu. Var í ágætu stuði, en bolurinn var rosalega þröngur um framhendleggina og ég var farinn að stífna upp. Byrjaði í 195 kg sem var ekki góð lyfta, en fékkst gild. Fór svo í 212.5 kg sem feḱkst ekki gild. Nú var svo komið að ég var að hugsa um að hætta keppni, en ákvað að setja rosa hörku í þetta og tók svo 212.5 kg í fínni lyftu. Var hrikalega feginn að komast úr græjunum áður en það myndi líða yfir mig. Gull í bekknum, því Rússinn sem keppa átti við mig hafði þyngt sig upp.
Réttstöðulyftumótið: Sigldi létt í gegn með öruggum tölum: 220 kg, 255 kg og 275 kg. Sennilega var ég upp á þetta 295 kg á föstudeginum. Alltaf sama ruglið að fara í 300 kg, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Náði gulli í mínum flokk og var með besta deddið af öldungunum.
Að lokum: Þetta gæti mögulega verið síðasta WPF mótið mitt erlendis. Hef þegar keppt á mínu síðasta móti innanlands fyrir Metal, nema með þeirri undantekningu að ég mun fylgja íslenska GPC sambandinu, Power Global Iceland fyrstu skrefin og keppa fyrir þá innanlands og vonandi á tveim GPC mótum í evrópu á næsta ári. Það er því ekki útséð með ferilinn. Vonandi lifir WPf sambandið góðu lífi áfram og maður getur vonandi hoppað upp í flugvél og hitt góða félaga frá mismunandi löndum sem maður hefur kynnst á þessum mótum. Það er oftar en ekki jákvætt andrúmsloft milli manna og menn hvetja hvern annan áfram og ný vinartengsl myndast. Því miður er ekki hægt að segja það sama um andrúmsloftið á Íslandi. En vonandi á mórallinn eftir að batna. En ég segi ekki meir.....
Video frá mótinu:
Baldvin með 232.5 kg hér:
Baldvin með 250 kg heimsmettilraun hér:
Gunz með 227.5 kg á bekk hér:
Gunz með 200 kg á bekk hér:
Gunz með dedd hér:
Kári með 260 kg hér:
Rússneski Hroðinn með heimsmet hér
úrslit hér:
Powerkeppninn: Ætlaði að sigla í gegnum powerkeppnina að öryggi og eiga eitthvað eftir þar til á sunnudegi. Fann þó skyndilega til verkjar í upphitun í beygjum, þegar ég var með 140 kg. Svo illa fannst mér þetta líta út að ég ákvað að hætta algjörlega við beygjur. Byrjaði á 150 kg. Var nú orðinn heitur og verkurinn skyndilega horfinn. Ákveðið var að laga töluna örlítið og farið í 200 kg frekar létt. Núna kom svo létt geðveiki og sett var 250 kg á stöngina sem fór upp frekar létt, en var því miður dæmt ógilt 1-2. Í bekknum gekk allt eins og í sögu. Byrjaði á 200 kg létt, en fór svo í 215 kg, sem fór upp en sú lyfta var ekki sérstaklega vel útfærð. Þetta var þó bæting um 5 kg á móti. Nú var lagst undir feld. Minnir að Kári hafi stungið upp á draumatölunni 500 pund, en Skemmujarlinn hafi bent mér á að fara í 220 kg. Sem var reyndar skynsamlegra, miðað við 2. tilraun. En það var ákveðið að setja geðveikina í þetta og fara í draumatöluna. Sú lyfta heppnaðist vel og var sennilega mín besta lyfta á ferlinum. Í deddinu var byrjað öruggt, 220 kg og svo 255 kg. Síðan var ákveðið að stökkva í 300 kg, en það vantaði eitthvað upp á, c.a 5-10 kg. Það skipti í raun litlu máli, því Peter Bongers Hollendingurinn var búinn að vinna flokkinn. Samt hefði verið möguleiki að vinna hann í totali, því ég lyfti 47.5 kg meira en hann í bekkpressu. Bongers átti þó góða beygju. Það hefði allt þurft að ganga upp í beygju og deddi til að vinna hann. Reiknimeistari sagði mér þó að ef ég hefði fengið gilda þriðju beygjuna, þá hefði 292.5 kg dugað til að vinna Peter í totali. Sorglegt. Svo var líka grátlegt að láta það eftir sér að fara í 300 kg, eftir mjög slakan undirbúning í deddi. 292.5 kg hefðu farið upp.
Bekkpressukeppnin: Keypti mér nýja bekkpressubol deginum áður og var ég bjartsýnn á enn meiri bætingu. Var í ágætu stuði, en bolurinn var rosalega þröngur um framhendleggina og ég var farinn að stífna upp. Byrjaði í 195 kg sem var ekki góð lyfta, en fékkst gild. Fór svo í 212.5 kg sem feḱkst ekki gild. Nú var svo komið að ég var að hugsa um að hætta keppni, en ákvað að setja rosa hörku í þetta og tók svo 212.5 kg í fínni lyftu. Var hrikalega feginn að komast úr græjunum áður en það myndi líða yfir mig. Gull í bekknum, því Rússinn sem keppa átti við mig hafði þyngt sig upp.
Réttstöðulyftumótið: Sigldi létt í gegn með öruggum tölum: 220 kg, 255 kg og 275 kg. Sennilega var ég upp á þetta 295 kg á föstudeginum. Alltaf sama ruglið að fara í 300 kg, en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Náði gulli í mínum flokk og var með besta deddið af öldungunum.
Að lokum: Þetta gæti mögulega verið síðasta WPF mótið mitt erlendis. Hef þegar keppt á mínu síðasta móti innanlands fyrir Metal, nema með þeirri undantekningu að ég mun fylgja íslenska GPC sambandinu, Power Global Iceland fyrstu skrefin og keppa fyrir þá innanlands og vonandi á tveim GPC mótum í evrópu á næsta ári. Það er því ekki útséð með ferilinn. Vonandi lifir WPf sambandið góðu lífi áfram og maður getur vonandi hoppað upp í flugvél og hitt góða félaga frá mismunandi löndum sem maður hefur kynnst á þessum mótum. Það er oftar en ekki jákvætt andrúmsloft milli manna og menn hvetja hvern annan áfram og ný vinartengsl myndast. Því miður er ekki hægt að segja það sama um andrúmsloftið á Íslandi. En vonandi á mórallinn eftir að batna. En ég segi ekki meir.....
Video frá mótinu:
Baldvin með 232.5 kg hér:
Baldvin með 250 kg heimsmettilraun hér:
Gunz með 227.5 kg á bekk hér:
Gunz með 200 kg á bekk hér:
Gunz með dedd hér:
Kári með 260 kg hér:
Rússneski Hroðinn með heimsmet hér
úrslit hér:
3 Comments:
Frábær myndbönd frá þér Master!..Meistaralegt þetta með rússneska hroðanum..
kv. Catzilla
Já, ég fékk allt í einu þá flugu í hausinn að ég hefði kannski sett Íslandsmet í opnum flokki hjá Metal. Fór að skoða dæmið. metið er ekki nema 200 kg í power. Mjög margir hafa reynt við það. m.a heizi sem byrjaði eitt sinn í 250 kg á móti í upphafi Metal. Já Geysir og Hriki hafa báðir klikkað á meti í þessum flokki. Magnús Ver og Ingvar hafa tekið mun meira í þessum flokki að sjálfsögðu, en þá í single. Og Ingvar fékk sín 300 kg bara gilt í M2 flokknum...en ég held að það sé búið að breyta þessu. Eða???
JÁ, þú átt þetta met núna með 227,5..Tvisterinn ætlar að ógna því á næsta ári
kv.Magister
Post a Comment
<< Home