Wednesday, October 22, 2008

21. október

Bekkpressa 120 kg 3x3
þröngur bekkur 110 kg 2x5
axlarpressa 20 kg 3x8

aukaæfingar...................

Bekkpressan er öll að koma til og þrátt fyrir að æfa í "krypplingagymmi", þá verður maður klárlega fljótur að taka 200 kg í ofurslopp, þegar maður fer að æfa með stóru strákunum. Ég get því miður ekki hugsað mér að æfa í ákveðnu gymmi, sem félagarnir eru nú að æfa og þá koma ekki mörg gym til greina. Það er ekki svo slæmt að æfa í háskólagymminu, en það vanar oft einhvern til að hvetja mann áfram. Það eru margir sterkir strákar að æfa þarna og það er bara óframfærni í Masternum að fá þá ekki til að standa við, td í bekkpressunni. Stebbi Kommi og fyrrum lyftingakappi er þó farinn að æfa í stöðinni. Hann er aðalega í fittness, en vonandi á maður eftir að fá fleirri lyftara yfir í gym-ið.

Hörður Harðviður er sterkasti fatlaði maður heims árið 2008. Þetta er virkilega hraustur náungi og góður drengur. Spurning hvort hann vilji tefla með Víkingaklúbbnum C-sveit næsta ár, en í okkar sveit er m.a Kristbergur fyrrum sterkasti maður heims auk Emils Ólafssonar kraftamanns. Fleirri kraftamenn eru á leiðinni til okkar, enda erum við sannkallaður Víkingaklúbbur.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home