Wednesday, November 12, 2008

11. nóvember

bekkpressa 130 kg 3 reps
þröngur bekkur 80 kg 3x8
skábekkur 60 kg 2x8

aukaæfingar.....

Æft var í Big daddy gym. Því miður kom það í ljós á mánudaginn að flugfarið var allt of dýrt til Vínaborgar og það kom ekki til greina að borga 130.000-140.000 þúsund fyrir ferðina. Formið var ekkert sérstakt, en ég reiknaði með að taka 260 kg í réttstöðunni. Það hefði hugsanlega fært mér gullið í flokki 40-45 ára. Ég ákvað því að hætta endanlega við ferðina og sendi skeyti til farastjóranna, þar sem ég baðst afsökunar á að hringla með þetta. Því miður er ekki víst að maður fái annað tækifæri á að komast á stórmót, en maður verður líka að vera betra formi og sýna þar með íþóttinni meir virðingu. Draumurinn um stórmót er þó ekki úr sögunni, því ég ætla að halda fund með nokkrum félögum mínum þar sem við lofum almættinu því að keppa á stórmóti árið 2009. Annað hvort Evrópumóti í Amsterdam eða HM í Las Vegas. Þar verður maður að að minsta kosti að taka 300 í réttstöðu og ekki minna en 200 kg í bekkpressu.

Ég uppgötvaði svo um kvöldið að ég hefði getað tekið flug Ryanair frá London til Bratizlava. Þaðan er bara klukkutíma akstur í til Vínarborgar. ég veit það vegna þess að ég kom þangað haustið 2007. Flugið með Rayanair hefði bara kostað rúmlega 80 pund! Það gengur bara betur næst!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home