Víkingaskák
Heimsmeistaramótið í Víkingaskák var haldið í síðustu viku heima hjá Magnúsi Ólafssyni. Al-heimsmeistaramótið hefur verið haldið hér fyrir sunnan um nokkurt skeið, en er haldið að vestfiskri fyrirmynd, en Ísfirðingar héldu í nokkur ár heimsmeistarmót í leiknum á jafnframt einhverjum hátíðarhöldum. Við fyrir sunnan töldum okkur standa þeim framar í leiknum og því vildum við krýna okkar eigin meistara. Þetta er eina mót sinnar tegundar í heiminum og því c.a þrisvar sinnum á ári mætast bestu Vikingaskákmenn veraldar í kepppni í Norðurmýrinni. Við gátum ekki komið okkur saman um hvað væri Íslandsmót, Reykjavíkurmót eða heimsmeistaramót og því eru öll mót ársins keppni um titilinn sjálfan. Um síðustu jól var svo haldið Víkingamót, en þó vantaði tvo heimsmeistara MIG sjálfan sem stóð í fasteignabraski í Thailandi og Svein Inga sem staddur var í Þýskalandi. Ég gat því miður ekki varið heimsmeistaratitil minn í desember og þótti mér það frekar fúlt. Úrslit mótsins í fyrra urðu þau að Halldór Faaborg naði að verða heimsmeistari eftir hörku baráttu við Sigurð Narfa.
1. Halldór Ólafsson 4 vinn.
2. Sigurður Narfi 3 vinn
3. Hjalti Sigurjónss 2. vinn
& aðrir minna
Þriðjudaginn 3. apríl í siðustu viku voru hins vegar allir heimsmeistarar síðustu ára mættir, m.a titilhafinn Halldór og nýliðinn Sölvi Jónsson sem er mikið efni í skákinni. Sölvi náði m.a að sigra Faaborginn og náði jafntefli við annan fyrrum heimsmeistara. Heimsmeistarinn fyrrverandi Faaborg lenti því óvænt í neðsta sætinu. Þó vantaði nokkra sterka keppendur eins og Sigurð Narfa og Ólaf Guðmundsson sem ekki komust á þetta sterkasta Víkingaskákmót allra tíma vegna vinnu sinnar. Því miður náði bloggarinn ekki því markmiði sínu að komast í hæsta stall aftur, en hann tapaði fyrir Sveini í fyrstu umferð, eftir Sveinn náði að máta bloggarann áður en hann fattaði að báðir hefðu fallið á tíma. Í seinni umferð náði Sveinn svo að gulltryggja sigur sinn og er þar með orðinn verðugur al-heimsmeistari í greininni, þangað til á næsta móti.
Úrslit mótsins:
1. Sveinn Ingi Sveinsson 6. vinniga
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 3,5 v.
3. Sölvi Jónsson 1,5 v
4. Halldór Ólafsson 1,0 v
1. Halldór Ólafsson 4 vinn.
2. Sigurður Narfi 3 vinn
3. Hjalti Sigurjónss 2. vinn
& aðrir minna
Þriðjudaginn 3. apríl í siðustu viku voru hins vegar allir heimsmeistarar síðustu ára mættir, m.a titilhafinn Halldór og nýliðinn Sölvi Jónsson sem er mikið efni í skákinni. Sölvi náði m.a að sigra Faaborginn og náði jafntefli við annan fyrrum heimsmeistara. Heimsmeistarinn fyrrverandi Faaborg lenti því óvænt í neðsta sætinu. Þó vantaði nokkra sterka keppendur eins og Sigurð Narfa og Ólaf Guðmundsson sem ekki komust á þetta sterkasta Víkingaskákmót allra tíma vegna vinnu sinnar. Því miður náði bloggarinn ekki því markmiði sínu að komast í hæsta stall aftur, en hann tapaði fyrir Sveini í fyrstu umferð, eftir Sveinn náði að máta bloggarann áður en hann fattaði að báðir hefðu fallið á tíma. Í seinni umferð náði Sveinn svo að gulltryggja sigur sinn og er þar með orðinn verðugur al-heimsmeistari í greininni, þangað til á næsta móti.
Úrslit mótsins:
1. Sveinn Ingi Sveinsson 6. vinniga
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 3,5 v.
3. Sölvi Jónsson 1,5 v
4. Halldór Ólafsson 1,0 v
0 Comments:
Post a Comment
<< Home