Botninum náð V
99.99. ég náði niður í tveggja stafa tölu í líkamsþyngd! Ég hafði ákveðið að vera með í Íslandsmótinu hjá WPC í pull and Push (bekkpressu & réttstöðulyftu). Þar sem ég var orðinn svo grannur, þá taldi ég að ég ætti best heima í 100 kg flokki. Ekki var helvítis viktin í sundhöllinni rétt, því ég viktaði 100,6 kg þegar ég mætti í viktun í gær í Mekka WPC í Orkuverinu. Mér var þá "skipað" að skella mér í gufu. Ég hafði reyndar litla trú á tiltækinu, en ákvað að prófa. Rann svo á sleipu gólfinu á leið í gufubaðið og var næstum búinn að slasa mig. Eins gott að ég kunni gamla judofallið, því þá væri ég eflaust mölbrotinn núna. En ég hugsaði með mér að fall er fararheill!
Svo náði maður af sér þessu rúmlega hálfa kílói, rétt áður en tímamörkunum lauk. Maður fór að pæla í því til hvers í andskotanum maður væri að þessu, en það er hins vegar alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Um kvöldið gat maður svo farið að raða í sig kræsingunum, þannig að daginn eftir var maður orðinn mun þyngri. Ég var reyndar svo heppin að sá sem varð í öðru sæti í flokknum, vildi ekki keppa í útbúnaði, þs bekkpressuslopp og stálbrók. Annars hefði ég eflaust lent í öðru sæti enn einu sinni. Í réttstöðulyftunni tók ég fyrstu lyftu örugglega 220 kg, en ætlaði svo að taka 24o frekar öruggt áður en ég reyndi við eitthvað meira. Sú lyfta var mjög þung enda kom það í ljós að þyngdin var 260 kg. Sem betur fer vissi ég það ekki, því þá hefði ég eflaust aldrei lyft þyngdinni. Ég fór svo í 270, sem ég átti ekki séns í. Ég er ennþá óravegu frá því að taka 300, en persónulega metið mitt er ennþá 280 kg, en ég var þá reyndar mun þyngri. Bekkpressan hjá mér var ekkert sérstök, en ég náði byrjunarviktinni, en svo ekki söguna meir. Held að það hafi verið vitlaust á stönginni í lyftu númer tvö, en það breytir því ekki að ég kann ekki að taka bekkpressu frekar enn fyrri daginn. Það er ennþá langt í land að ég nái 200 kg í þeirri grein, en mig hlakkar samt mikið til að fá alvöru útbúnað frá Finnlandi. Kannski gerist eitthvað þá?
Ég veit reyndar ekki ennþá hvort ég sé Íslandsmeistari í 100 kg flokki, því ég er ekki ennþá orðinn félagi í WPC, heldur er ég félagi í Kraft. En ég er sigurvegari í mínum flokk á Íslandsmótinu. Svo er það spurning hvort ég hafi sett Íslandsmet í 100 kg flokki af sömu ástæðu, en þetta er þriðja mót sambandsins og annað þar sem útbúnaður er leyfður. Bekkurinn og hnébeygjan er það mesta sem hefur verið tekið í þessum flokk frá upphafi WPC, en sá sem var í öðru sæti hefur þá sett Íslandsmet án útbúnaðar, en þriði setti síðan fullt af drengja og unglingametum.
Úrslit
Svo náði maður af sér þessu rúmlega hálfa kílói, rétt áður en tímamörkunum lauk. Maður fór að pæla í því til hvers í andskotanum maður væri að þessu, en það er hins vegar alltaf gaman að ná markmiðum sínum. Um kvöldið gat maður svo farið að raða í sig kræsingunum, þannig að daginn eftir var maður orðinn mun þyngri. Ég var reyndar svo heppin að sá sem varð í öðru sæti í flokknum, vildi ekki keppa í útbúnaði, þs bekkpressuslopp og stálbrók. Annars hefði ég eflaust lent í öðru sæti enn einu sinni. Í réttstöðulyftunni tók ég fyrstu lyftu örugglega 220 kg, en ætlaði svo að taka 24o frekar öruggt áður en ég reyndi við eitthvað meira. Sú lyfta var mjög þung enda kom það í ljós að þyngdin var 260 kg. Sem betur fer vissi ég það ekki, því þá hefði ég eflaust aldrei lyft þyngdinni. Ég fór svo í 270, sem ég átti ekki séns í. Ég er ennþá óravegu frá því að taka 300, en persónulega metið mitt er ennþá 280 kg, en ég var þá reyndar mun þyngri. Bekkpressan hjá mér var ekkert sérstök, en ég náði byrjunarviktinni, en svo ekki söguna meir. Held að það hafi verið vitlaust á stönginni í lyftu númer tvö, en það breytir því ekki að ég kann ekki að taka bekkpressu frekar enn fyrri daginn. Það er ennþá langt í land að ég nái 200 kg í þeirri grein, en mig hlakkar samt mikið til að fá alvöru útbúnað frá Finnlandi. Kannski gerist eitthvað þá?
Ég veit reyndar ekki ennþá hvort ég sé Íslandsmeistari í 100 kg flokki, því ég er ekki ennþá orðinn félagi í WPC, heldur er ég félagi í Kraft. En ég er sigurvegari í mínum flokk á Íslandsmótinu. Svo er það spurning hvort ég hafi sett Íslandsmet í 100 kg flokki af sömu ástæðu, en þetta er þriðja mót sambandsins og annað þar sem útbúnaður er leyfður. Bekkurinn og hnébeygjan er það mesta sem hefur verið tekið í þessum flokk frá upphafi WPC, en sá sem var í öðru sæti hefur þá sett Íslandsmet án útbúnaðar, en þriði setti síðan fullt af drengja og unglingametum.
Úrslit
0 Comments:
Post a Comment
<< Home