Sunday, April 01, 2007

Botninum náð VI

Það er skelfilegt að lenda í magakveisunni, sem núna herjar á landsmenn. Þetta byrjaði víst allt aðfaranótt föstudags, en þá var ég að vinna næturvakt. Næstu dagar urðu mjög erfiðir, en ég var að vanda svo lítill í mér að ég gat ekki tilkynnt mig veikan. Ég vissi sem var að ástandið á vinnustaðnum var mjög erfitt. Margir kollegar mínir fóru á grímuball á föstudagskvöld, sem þýddi að flestir voru í fríi eða óvinnufærir. Svo veiktist sá sem vinnur með mér um helgina, sem þýddi að 100% líkur voru á því að enginn fengist fyrir mig. Annars verstnaði þetta smátt og smátt og náði hámarki í gær og nótt. Þeir sem vinna á daginn eiga mun auðveldar með að melda sig veika, en fyrir nv er þarf maður helst að láta vita um hádegi þess dags sem maður veikist. Stundum er maður bara þreyttur og slappur og því ástæðulaust að barma sér. Hvernig veit maður á hádegi, hvernig heilsan verður að kveldi?

Ég var að tala um daginn hversu erfitt hefði verið að fara niður í tveggja stafa tölu í líkamsþyngd, en núna er maður gjörsamlega hruninn. Bara þessir 3-4 dagar geta leikið mann grátt. Sennilega er maður bara 97-98 kg í dag. Skelfilegt! Næstu daga ætla ég að taka það rólega og reyna að safna kröftum, sofa vel og borða vel. Jafnvel að hafna aukavöktum! Málið er að maður hefur gjörsamlega gleymt að sofa. Maður hefur verið að sofna yfir sjónvarpinu og fréttum hvenær sem er sólahringsins. Það er því meira en líklegt að steita og svefnleysi hafi orðið til þess að líkaminn sé nu að minna á sig. Best að taka því rólega næstu daga.

Ég gat því miður ekki séð byrjendamótið í Kraft á Skaganum og aðstoðað Fjölni læknanema, sem var svo góður að aðstoða mig á WPC mótinu um daginn. Í fyrst lagi var heilsan ekki svo góð og svo þurfti ég auðvitað að passa strákinn. Daginn eftir var ég búinn að lofa að aðstoða á Íslandsmóti fatlaðra í lyftingum. Ég fékk Benjamín til að hjálpa mér með strákinn og gat því starfað sem stangamaður á stórskemtilegu móti. Æfingafélagar mínir eru hrikalega áhugasamir og hlýða öllu sem þjálfari þeirra segir, enda eru þeir að gera frábæra hluti. Í Laugardalshöll voru margir sterkurstu menn heims að vinna við mótið, m.a Stefán Sölvi, Magnús Ver og Georg í Orkuverinu. Um kvöldið fékk ég svo boð á sameiginlegt lokahóf sem öll félög fatlaðra héldu uppi Grafaholti. Því miður gat ég ekki notið veitinganna af fyrrgreindum ástæðum, en það er ekki svo slæmt að vera kominn með annan fótin í inn í ÍFR og verða þar með orðinn hirðmoli Loggsins.
Vignir tekur 230 kg í réttstöðu

0 Comments:

Post a Comment

<< Home