Botninum náð VII
Eigum við ekki bara að skipta um fyrirliða í íslenska landsliðinu í fótbolta. Ég veit að Eiður er besti knattspyrnumaður Íslands, en á evrópskan mælikvarða er hann miðlungsleikmaður, sem leikur með besta félagsliði heims. Kannski ekki miðlungsleikmaður, en hann er enginn súperstjarna eins og félagara hans í Barcelonaliðinu. Þess vegna er hann súpervaramaður. En hann er ekki nógu góður með íslenska landsliðinu. Auðvitað hefði átt að færa hann niður á miðjuna í seinni hálfleik, eins og Gaui Þórðar vildi gera, þvík Eiður sást vart í leiknum. Og ég er sammála þeim sem segja að Eiður leggi sig ekki nægilega fram fyrir landsliðið, en hver getur láð honum það. Hann er með um 10 milljónir á viku og á svo að fara að leika með litla Íslandi, sem ekkert getur fyrir engan pening og hætta á meiðslum í svona leikjum er alltaf fyrir hendi. Ég man ekki betur en Ásgeir Sigurvinnsson hafi lagt jafn lítið á sig á sínum tíma. Og annað er að sem fyrirliði íslenska liðsins á Eiður að mæta í viðtöl eftir leiki. Það er hans skilda og Hörður Magnússon íþróttafréttamaður var gáttaður á þessari framkomu. Ég heyrði í útvarpinu áðan að hann hefði skrópað í samskonar viðtöl eftir alla hina leikina í riðlinum. Eigum við ekki bara að gefa léttfeita frí frá liðinu og hleypa mönnum sem vilja berjast eins og ljón fyrir íslands hönd. Og ef Eiður verðu valinn í næsta leik vona ég samt að botninum sé náð í hans leik. Annars stóðu íslensku straákarnir sig vel í leiknum og Árni Gautur var með heimsklassamarkvörslu hvað eftir annað í leiknum og með smá heppni hefðum við geta náð jafntefli við Spánverjana.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home