Monday, April 09, 2007

Skroppið norður

Ég skrapp norður til Akureyrar í gær og tók létta lyftingaæfingu. Já, eftir næturvaktina fór ég bara heim og setti strákinn í pössun hjá vinkonu. Fór síðan bara út á flugvöll í bjartsýniskasti og tók hádegisvélina. Flaug svo heim með síðustu vél um kvöldið! Mótið var Íslandsmótið í kraftlyftingum, en ég var frekar lélegur og svo sem ekki við öðru að búast. Hins vegar hafði ég mikinn áhuga á að kanna mig og prófa nýja bekkpressuslopinn. En hann kom því miður ekki í tæka tíð. Ég reddaði mér enn og einu sinni með því að væla í félögunum. Hins vegar var mótið mjög vel heppnað og Akureyringum til sóma. Að sjálfsögðu verða alltaf einhver mistök á svona mótum t.d í dómgæslu, stangarvörslu osf, en þau eru oftast minni háttar. Sjálfur var ég m.a mjög heppinn að sleppa í gegnum bekkpressuna, en hafði í meitt mig í upphitun og fékk ekki að lækka byrjunarþyngdina. Svo var ég ragur í hnébeygjun að vanda, en setti í yfirfíling í deddi og bað um 280 kg á stöngina í síðustu lyftu, sem hefði þýtt að ég hefði unnið flokinn. En auðvitað var enginn innistæða fyrir því, en í gær trúði ég á kraftaverk. Það eru jú páskar. En ungu mennirnir eiga framtíðina. Ég tilheyri hins vegar eldra liðinu, en í mótinu voru nokkrar ónefndar gamlar kempur að leika sér eins og ég, en ungu mennirnir eru í þessu af lífi og sál. Sigfús Fossdal er núna orðinn bjartasta von Íslands í kraftlyftingum. Menn hafa spáð að hann verði næsti Íslendingur í 300 kg í bekkpressu. Hann tók alla stigabikara mótsins, en ég fékk líka einn flottann bikar fyrir þriðja sætið í mínum flokk. Það gengur bara betur næst!

0 Comments:

Post a Comment

<< Home