Nýtt áhugamál
Ég hef síðustu vikurnar fengið nýja dellu, en dellan sú er kölluð hnébeygja. Ég hef í raun haft minni áhuga á hnébeygju, en hniti kvenna. Hins vegar hef ég stundum nauðugur og viljugur þurft að æfa þessa leiðindaræfingu til þess að styrkja mig í réttstöðulyftu. Fyrir nokkrum árum var ég aumur í hnjám og missti því áhuga og getu til að taka þessa æfingu, en hnébeygja er ein grein í kraftlyftingum sem ég hefði viljað láta banna eins og pressuna í lyftingum forðum. Hins vegar eru tímarnir breyttir og ég reikna með að halda áfram að æfa mig og keppa í þessari skrítnu íþrótt á næsta ári ásamt æfingafélögum mínum. Ég keppti í fyrsta skipti í alvöru í þessari grein núna um helgina og náði að beygla 230 kg. Í hinum tveim greinunum (bekkpressu&réttstöðulyftu) er ég að nálgast mitt besta. Ég stefni á að taka 260 kg í enda þessa árs í þessari skrítnu æfingu. Mótið um helgina var Íslandsmeistarmót WPC sambandsins í kraftlyftingum og ég náði þar silfurverðlaunum, en keppendur í mínum flokk voru fimm talsins og sumir býstna sterkir, þannig að ég get í raun vel við unað. Þegar ég fer að taka alvöru þyngdir í þessari "nýju" grein get ég farið að keppa um gullið.
Á myndinni hér fyrir neðan er ég að taka 230 kg, en nánari úrslit á mótinu má nálgast
hér.
Á myndinni hér fyrir neðan er ég að taka 230 kg, en nánari úrslit á mótinu má nálgast
hér.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home