Tímamót
Ég kláraði síðasta tímann í sjúkraliðanum á mánudagskvöld og skilaði lokaverkefninu í hjúkrun tveim dögum seinna. Það er alveg einstaklega þægileg tilfinning að þurfa ekki að þvælast oftar upp í Breiðholt, en hins vegar var maður nú ekkert rosalega duglegur að mæta á fyrirlestrana. Síðasti kennslutíminn var hefbundinn, en kennarinn var samt óvenju uppstökk og var greinilega fegin að vera komin í frí. Núna á bara eitt próf eftir og þá er ég orðinn aðstoðarhjúkka. Útskirftin verður í lok mai og þar sem ég tók frí á síðustu önn, vegna Thailandferðar, þá þekki ég ekki neinn úr útskrifarhópnum. Og í lokaáfanganum þekkti ég bara eina manneskju fyri utan kennarann.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home