Thursday, August 10, 2006

Veiði

Ég veiddi lítið krílí í Þingvallarvatni núna á Sunnudaginn, þegar við heimsóttum Dr. Frölich (Svein Inga) og fjölskyldu í sumarhöll hans við Þingvelli. Þetta var víst einhver dvegmurta, en annars á ég eftir að stúdera fiskistofninn við vatnið og á örugglega eftir að veiða stærri fiska en þennan dverg. Sparimeistarinn var líka mættur til Þingvalla, þar sem bróðir hans á bústað í nágrenni við Frölich. Spari er reynar meira fyrir annarskonar veiðimennsku, en það er reyndar önnur saga. Ég átti reyndar von á því að veiða nokkra væna silunga, en annars skiptir aflinn engu máli heldur útiveran og náttúran. Núna er maður farinn að dýrka malarvegi, fámennið, sveitasæluna og allt sem henni fylgir, en áður fyrr voru það skemmtanir og djamm. Bara að komast út úr bænum veitir manni ólýsanlega gleði. Ætli maður endi ekki sem afdalabóndi eins og Gísli á Uppsölum. Ég er reyndar að fá upp í kok á "geðveikinni" í þéttbýlinu. Draumurinn væri auðvitað að flytja til Aðalvíkur á Hornströndum með fjölskylduna, þar sem ekki nokkur hræða býr yfir vetrartímann. Frábær hugmynd.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home