Wednesday, August 30, 2006

Hver er

Eftir að hafa farið uppað Gljúfrasteini og tínt nokkra poka af berjum, þá kíktum við að Kistufelli við rætur Esju, en á leiðinni heim kíkti ég aðeins í Orkuveituhöllina en þar fer fram Skákþing Íslands, en í landsliðsflokki tefla þeir Héðinn Steingrímsson og Hannes Hlífar um hver sé sterkasti skákmaður Íslendinga árið 2006. Á sama stað fer líka fram keppni í Áskorendaflokki, en þar rakst ég á gamlan lyftingamann Þorstein Leifsson sem er orðinn býsna sleipur skákmaður. Ríkharður Sveinsson benti mér á að þarna væri gamall lyftingamaður á ferð og ég sagði eitthvað á þá leiða að Steini væri á góðri leið með að verða sterkasti skákmaður Íslands og væri þar með að taka titilinn af Kára Elísyni. Steini er allavega sá virki skákmaður, sem hefur lyft mest yfir haus í ólympískum lyftingum, eitthvað í kringum 180 kg. Kári Elíson er hins vegar sá skákmaður sem hefur lyft mestu í kraftlyftingum (af þeim sem hafa náð yfir 2000 stig), en Baldivin Skúlason er hinsvegar sá bréfskákmaður sem hefur lyft mestu í kraftlyftingum eða um og yfir 800 kg í samanlögðu, en Baldvin varð fyrsti maðurinn á Íslandi til að lyfta 250 kg í bekkpressu. Baldvin þessi er mjög öflugur (stigahár) bréfskákmaður. Guðmundur Sigurðsson heimsmeistari öldunga í lyftingum var líka mjög virkur skákmaður, en hann tefldi mikið á netinu og gerir eflaust ennþá. Sverrir Sigurðsson æfingafélagi minn í gym 80 teflir núna glimrandi vel í áskorendaflokki, en hann er með efstu mönnum í mótinu og er líka að lyfta á fullu og gæti nálgast þristinn í réttstöðulyftu á næstu mánuðum. Hann telst að mínu áliti vera virkur skákmaður, þs teflir á fullu í alvöru mótum, sem er ekki hægt að segja um mig eða Kára Elíson, því við erum báðir hættir að tefla skák yfir borðinu. Jóhann Ingvarsson úr TK hefur líka keppt í kraftlyftingum með góðum árangri. Sveinn Ingi Sveinsson var mjög öflugur í bekkressu hér áður fyrr og keppti líka í lyftingum. Ríkharður bróðir hans var líka Íslandsmeitari í snörun unglinga með um 50 kíló fyrir um 20. árum. Fleirri sveppi má eflaust tína til. En hvað er það að vera skákmaður? Er það nóg að kunna mannganginn til að geta kallað sig skákmann? Það er auðvitað skilgreiningaratriði. Alveg eins og í lyftingunum, þar sem talað er um tilveruréttinn. Tilverutrétturinn í bekkpressu er t.d 150 kg, en annars telst maður víst ekki vera bekkpressari. Þeir sem lyfta t.d minna en 100 kg teljast ekki til manna eða í mesta lagi GAY. Sama með hugtakið skákmaður. Tilveruréttur skákmannsins gæti verið að ná 2000 elóstigum. Hins vegar var ég spurður af fyrrnefndum Ríkharði af hverju ég hefði ekki verið með í mótinu til að komast AFTUR í landsliðsflokkinn. Ríkharður var með þessu að minna mig á (á sinn kvikindislega hátt) að ég hefði eitt sinn tekið þátt í landsliðflokki, en þar endaði ég bara með einn vinning, en ég hafði unnið mér rétt til að tefla í landsliðflokki árið áður. En mitt í þessum fúlu minningum um mótið á Akureyri 1987 kviknaði á perunni hjá mér, því eitt er víst að ég er sennilega sá stekasti sem hefur keppt í landsliðsflokki frá því byrjað var að keppa í honum snemma á síðustu öld. Ég er reyndar einnig einn af þeim stigalægstu (lélegustu) sem hafa keppt í lansliðflokki, en ég var þá með 1990 elóstig. Þar með er ein skilgreining á sterkum skákmanni kominn fram. Sterkur íslenskur skákmaður er sá sem hefur keppt eða unnið sér rétt til að tefla í landsliðflokki á Skákþingi Íslands. Þegar bókin "Íslenskir skákmeistarar" kom út fyrir um tuttugu árum átti einungis að fjalla um þá skákmenn sem hefðu teflt í landliðsflokki einhverntíman. Það var eina leið höfundanna til að ákvarða hveriir ættu heima í félagatali skákmanna. Þessi bókaflokkur varð reyndar aldrei að veruleika, því einungis kom út þetta eina hefti því miður. Ekki man ég hvað bækurnar áttu að vera margar, en ég átti klárlega að vera í riti tvö vegna "framistöðu" minnar árið 1987. Ég held að ég geti fullyrt að ég sé sá sterkasti sem teflt hefur í landsliðflokki, m.a með tölurnar 670 kg í samanlögðu í kraftlyftingum og 130 kg í janfhendingu og 100 kg í snörun. Og hananú-hananú. Þá má reyndar lengi deila um hvað það er að vera sterkur, en kraftlyftingar eru ein besta aðferð til að skera úr um styrk manna. En geta menn þá fallist á það að Steini Leifs geti gert tilkall til "titilsins" sterkasti "virki" skákmaður Íslands eða þarf hann að ná yfir 2000 stigum til að geta kallað sig það? Kári Elíson var á sínum tíma á toppnum í kraftlyftingum á sama tíma og hann varð Akureyrarmeistari í skák. Mig minnir að einhver skákblaðamaður hafi veitt honum titilinn sterkasti skákmaður Íslands á þeim tíma. Það heyrir samt til undantekinga að menn geti verið á toppnum í tveim ólíkum íþróttagreinum á sama tíma, því það er næstum ómögulegt.
The image “http://www.gasolinealleyantiques.com/celebrity/images/TV/simpson-chess1.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

I inclination not approve on it. I assume warm-hearted post. Especially the designation attracted me to study the unscathed story.

8:16 PM  
Anonymous Anonymous said...

Good fill someone in on and this post helped me alot in my college assignement. Thank you seeking your information.

5:44 PM  

Post a Comment

<< Home