Saturday, August 26, 2006

Ég er búinn

Ég er búinn að finna smiðinn, sem ætlar að byrja á sumarhöll minni sem verður einhverstaðar á suðvesturhorninu, en ég veit ekki hvar?! Hann sagðist geta byrjað að smíða undirstöðurnar ekki málið. Þessi maður hefur smíðað fyrir mig áður, því hann henti upp heilum millivegg í Mýrinni í denn. Hann var mikil íþróttastjarna hér áður fyrr, en hann náði einmitt að sigra eina grein á ólympíuleikum í Montreal árið 1976 (minnir að það hefðu verið þeir leikar). Sigrað heila grein? Jú hann vann hástökkið (eða var það langstökkið) í sínum riðli í tugþrautakeppnininni, þar sem sjálfur Daily Thomson var meðal keppenda. Thomson vann síðan tugþrautina. Sem sagt, smiðurinn er sá eini Íslendingurinn sem hefur unnið grein á olympíuleikum, en fékk því miður ekkert gull. Ég er nú reyndar viss um að Jón Arnar hafi unnið nokkra undanriðla í sinni tíð í td 100 metrunum, en ef sagan er góð, þá er hún sönn sagði maðurinn einhverntíman. Svo var ég með heimsmeistarann í kraftlyftingum í pípulagnaviðgerðum í fyrra. Það er því ekkert smá iðnaðargengi sem er í símanúmerbók minni, þegar ég byrja að smíða höllina mína. Draumahúsið mitt er einmitt svona fjallakofi, þar sem maður getur aftengt sig frá öllu áreiti "stórborgarinnar". Mikið djöfull er ég annars orðinn þreyttur á Reykjavík. En hér býr mitt fólk og hér er mín vinna, þannig að hér verð ég að dúsa. Ó, Reýkjavík Ó, Reykjavík þú yndislega borg sungu Vonbrigði hérna um árið.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home