Sunday, August 27, 2006

Massaður

Maður verður víst ekki massaður á því að fara í fjallgöngu, berjamó, eða tína kartöflur. Tína kartöflur? Já, ég skrapp upp í Skammadal til að ná mér í kartöflur með Faaborgmeistaranum. Kom síðan heim með lopna putta. Þvílíkur kuldi að skella á, enda haustið á næsta leiti. Túristarnir farnir og krakkarnir eru byrjaðir í skóla. Sumarið er því búið og ég ætla að enda það á morgun með því að tína ber, þs skella mér með fjölskylduni í berjamó áður en blessuð berin frjósa í hel (er ég að verða alger kerling?). Þar með er það endanlega ljóst að þetta ár verður ekkert bætingaár. Ég ætla samt að vera með á Fógetamótinu í bekkpressu í september. Þá tek ég bara heiðuslyftu, sem ég hliðargrein við sjálft mótið. Þeir bestu keppa í bekkpressumótinu sjálfu, en hinir gömu lyfta heiðurslyftu. Maður hefur bara ekki tíma í þetta allt saman. Ég ætla að orða þetta öðruvísi. Þar að segja lífið fyrir og eftir Tiger. Fyrir Tiger átti maður nægan frítíma þrátt fyrir 200% vinnu, en eftir Tiger snýst all um litla karlinn. Hann er líka alveg frábær. Litli Tiger er orðinn mjög massaður og öflugur og minnir mig dálítið á Hulk. Hann gjörsamlega brjálast ef hann fær ekki mjólkina sína.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home